Innlent

Gagnrýnir þátt fjölmiðla í mótmælunum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Geir Jón Þórisson gagnrýnir frásagnir fjölmiðla af mótmælunum í fyrra. Mynd/ Stefán.
Geir Jón Þórisson gagnrýnir frásagnir fjölmiðla af mótmælunum í fyrra. Mynd/ Stefán.

Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn gagnrýnir frásagnir fjölmiðla af mótmælum á Austurvelli og segir að það sé eins og þeir hafi verið að ýta undir eitthvað. „Ég þurfti að skamma fjölmiðlamann," sagði Geir Jón. Hann sagði þó að sumir fjölmiðlamenn hefðu verið ábyrgir. Þetta kom fram í máli Geirs Jóns í þættinum Sprengjusandi á Bylgjunni í morgun.





Lögreglumenn skildu afstöðu mótmælenda


„Ég tek aldrei þátt í mótmælum, nema víst einu sinni og það var bloggað um það, en það var í Vestmannaeyjum í gamla daga," sagði Geir Jón, aðspurður um hvort hann hefði tekið þátt í mótmælunum sjálfur ef hann væri ekki lögreglumaður. Hann sagði að lögreglumenn skildu málstaðinn sem lá að baki mótmælunum. Lögreglumenn væru margir hverjir í sömu stöðu og fólkið sem var að mótmæla.

Geir Jón sagði að sá atburður þegar mótmælendur tóku sér stöðu fyrir framan lögreglumenn til að verja þá grjótkasti við Stjórnarráðið væri stórmerkilegur og í raun á heimsmælikvarða. Lögreglumenn hafi sagt kollegum sínum erlendis frá þessu og þeir hreinlega skildu þetta ekki.



Vildu ekki þurfa að upplifa mótmælin aftur


„Við vildum helst ekki þurfa að upplifa það aftur," sagði Geir Jón Þórisson spurður hvort hann ætti von á því að þetta gæti gerst aftur. Hann benti á að ýmsir teldu að hörð mótmæli myndu brjótast út eftir að skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis yrði birt. Hann væri sjálfur ekki sannfærður um að það myndi gerast.


















Fleiri fréttir

Sjá meira


×