Fótbolti

Enginn Ítali í síðustu sex byrjunarliðum Inter í Meistaradeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Philippe Coutinho er einn af fjórum Brössum í byrjunarliði Inter í kvöld.
Philippe Coutinho er einn af fjórum Brössum í byrjunarliði Inter í kvöld. Mynd/AP

Ítalska liðið Internazionale Milano mætir Werder Bremen í Meistaradeildinni í kvöld og stillti enn á ný upp byrjunarliði sem inniheldur ekki heimamann.

Rafel Benitez, þjálfari ítölsku meistarana, hefur haldið í þessa venju fyrirrennara síns, Jose Mourinho, en Evrópumeistararnir hafa ekki verið með Ítala í byrjunarliði sínu í undanförnum sex leikjum sínum í Meistaradeildinni.

Síðasti Ítalinn til þess að vera í byrjunarliði Internazionale í Meistaradeildinni var Marco Materazzi en hann var í liðinu í 1-0 sigri á CSKA Moskvu 31. mars síðastliðinni.

Byrjunarlið Inter í kvöld

Leikkerfi: 4-2-3-1

- Markvörður -

Júlio César (Brasilíu)

- Varnarmenn

Maicon (Brasilíu)

Ivan Ramiro Cordoba (Kólumbía)

Lucio (Brasilíu)

Cristian Chivu (Rúmenía)

- Miðjumenn

Dejan Stankovic (Serbíu)

Esteban Cambiasso (Argentínu)

Philippe Coutinho (Brasilíu)

Wesley Sneijder (Hollandi)

Jonathan Ludovic Biabiany (Frakklandi)

- Sóknarmenn -

Samuel Eto'o (Kamerún)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×