Snilli Newey gæfa Red Bull 21. maí 2010 15:14 Adrian Newey með Mark Webber og Sebastian Vettel á verðaunapallinum í Malasíu, en þeir hafa forystu í stigamóti ökumanna og Red Bull´ i keppni bílasmiða. Mynd: Getty Images Frank Williams, eigandi Williams liðsins telur að erfitt verði fyrir keppinauta Red Bull að skáka liðinu í ár. Adrian Newey hafi hannað afburðarbíl undir þá Mark Webber og Sebastian Vettel. Williams réði Newey til starfa árið 1990 og vann með honum til 1995. Hann vann síðan með McLaren áður en hann skipti til Red Bull, sem þá var lítið lið að taka sín frumspor í Formúlu 1. "Það var ljóst þegar hann vann hjá okkur að hann vissi hvað hann var að gera. Það fór ekkert drasl í prófun í vindgöngum. Hann er með náttúrulega hæfileika", sagði Williams í samtali við autosport.com. Webber og Vettel eru í efsta sæti stigamótsins, en Webber hefur unnið tvö síðustu móti og af talsverðu öryggi. Newey er hógvær varðandi velgengi liðsins. "Liðið hefur náð stórgóðum árangri og mikilvægt að við höldum slagkraftinum. Ég er hættur að spá fyrir um á hvaða brautum bíll okkar er góður og ekki. Við höfum reynst fljótir alls staðar", sagði Newey "Það hafa verið miklar reglubreytingar í gangi og það sýndi sig í fyrra á bíllinn sem er fljótastur í upphafi, þarf ekki endilega að vera sá fljótasti í lok ársins. Við verðum í það minnsta að vera jafnfljótir og keppinautarnir" sagði Newey við Autosport. Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Frank Williams, eigandi Williams liðsins telur að erfitt verði fyrir keppinauta Red Bull að skáka liðinu í ár. Adrian Newey hafi hannað afburðarbíl undir þá Mark Webber og Sebastian Vettel. Williams réði Newey til starfa árið 1990 og vann með honum til 1995. Hann vann síðan með McLaren áður en hann skipti til Red Bull, sem þá var lítið lið að taka sín frumspor í Formúlu 1. "Það var ljóst þegar hann vann hjá okkur að hann vissi hvað hann var að gera. Það fór ekkert drasl í prófun í vindgöngum. Hann er með náttúrulega hæfileika", sagði Williams í samtali við autosport.com. Webber og Vettel eru í efsta sæti stigamótsins, en Webber hefur unnið tvö síðustu móti og af talsverðu öryggi. Newey er hógvær varðandi velgengi liðsins. "Liðið hefur náð stórgóðum árangri og mikilvægt að við höldum slagkraftinum. Ég er hættur að spá fyrir um á hvaða brautum bíll okkar er góður og ekki. Við höfum reynst fljótir alls staðar", sagði Newey "Það hafa verið miklar reglubreytingar í gangi og það sýndi sig í fyrra á bíllinn sem er fljótastur í upphafi, þarf ekki endilega að vera sá fljótasti í lok ársins. Við verðum í það minnsta að vera jafnfljótir og keppinautarnir" sagði Newey við Autosport.
Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira