Fimm manna titilslagur á nýrri braut í Suður Kóreu 21. október 2010 11:01 Fimmmenningarnir sem keppa um meistaratitilinn í Formúlu 1. Lewis Hamilton, Fernando Alonso, Mark Webber, Jenson Button og Sebastian Vettel. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Fimm Formúlu 1 ökumenn verða í titilslag í Suður Kóreu um helgina. Mark Webber er efstur að stigum með 220 stig, Fernando Alonso og Sebatian Vettel eru með 206, Lewis Hamilton 192 og Jenson Button 189. Þeir voru spurður af því á fundi með fréttamönnum hvernig þeim litist á að keppa um titilinn á nýrri braut, en þremur mótið er ólokið á tímabilinu. Meistarinn Button varð fyrst fyrir svörum, en tekin var mynd af öllum köppunum áður en fréttamannafundurinn fór fram og var rifjað upp á árið 1986 var tekinn samskonar mynd þegar fjórir ökumenn voru að keppa um meistaratitilinn. Jenson BUTTON: Hvað mig varðar þá hefur þetta verið áhugavert tímabil. Ég byrjaði hjá nýju liði og ek með nýjum liðsfélaga og fann mig fljótt. Tímabilið hefur gengið upp og niður hjá öllum, við höfum átt góða og slæma daga á mótshelgum. Það hefur gert tímabilið spennandi. Það er gott að vera í slagnum þegar þremur mótum er ólokið. Ég er í erfiðustu stöðunni, 31 stigi á eftir, en það er alltaf möguleiki. Við erum enn vongóðir og ég hlakka til mótanna. Ef við skoðum þrjú síðustu mót, þá hafa Ferrari og Red Bull menn verið öflugri, en vonandi verðum við nær þeim í næstu þremur mótum. Það þýðir spennandi slag til loka. Lewis HAMILTON: Jenson svaraði þessu öllu í raun. Það er gott að vera hér og mótið er á nýrri braut sem er spennandi fyrir okkur ökumenn. Það er nokkuð mikið ryk á brautinni, en eins og Jenson sagði þá munum við vonandi eiga meiri möguleika gegn Red Bull og Ferrari. Vonandi verður líka meiri gæfa með okkur núna. Sebastian VETTEL: Staða mín hefur verið verri á árinu, en hún er núna og við erum því í góðri stöðu. Bíllinn er mjög góður og tvö síðustu mót gengu vel. Þetta mót er óreynd stærð eins og hinir sögðu. Ég tel að við getum allir verið sterkir á svellinu hérna og við verðum sjá hvað gerist. Fyrsti hluti brautarinnar virðist ekki henta okkur vel, en tvð seinni tímatökusvæðin ætti að gefa okkur færi á að vinna tíma tilbaka. Þetta er áhugaverð braut og ég hlakka til. Mark WEBBER: Það var gaman að vera á mynd með öllum þessm gaurum. Eins og var gert með einhverjum af hetjum okkar á sínum tíma. Það er ekki tilviljun að við erum í allir í þessari stöðu. Það hefur gengið á ýmsu á tímabilinu. Það eru þrjú mót eftir og hjá öllum og Þau gefa möguleika á sama stigafjölda og önnur mót á árinu. Það hefur því ekkert breyst sem slíkt. Maður fer bara og gerir sitt besta. Það er hreint borð fyrir alla. Það er hin huggulegasta braut til að keppa á og mig hlakkar til setjast í bílinn og hefja aksturinn. Fernando ALONSO: Það er ekki við miklu að bæta. Það hefur gengið upp og niður hjá okkur eins og hinum. En 2010 hefur verið frábært tímabil. Ég ek hjá nýju liði og hef aðlagast vel og hefur liðið vel. Þetta hefur trúlega verið besta tímabilið mitt til þessa. Góð reynsla og ég er því ánægður. Við munum gera okkar besta í síðustu þremur mótunum og reyna ná því að vera í slagnum í lokamótinu í Abu Dhabi. Við höfum komið tilbaka og náð framfaraskrefum í síðustu 5-6 mótunum. Síðustu þrjú mótin áttu því að vera spennandi, á brautum sem henta keppendum misvel. Vonandi náum við hámarks árangri í öllum mótum. Mótshelgin í Suður Kóreu verður á Stöð 2 Sport og hefst á föstudagsæfingum keppnisliða sem verða sýndar á föstudagskvöld kl. 21.00. Síðan verður lokaæfing keppnisliða á aðfaranótt laugardags kl. 01.55 og sömuleiðs tímatakan. Tímatakan er send út beint í opinni dagskrá kl. 04.45. Kappaksturinn er í beinni útsendingu í opinni dagskrá á aðfaranótt sunnudag kl. 05.30. Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Fimm Formúlu 1 ökumenn verða í titilslag í Suður Kóreu um helgina. Mark Webber er efstur að stigum með 220 stig, Fernando Alonso og Sebatian Vettel eru með 206, Lewis Hamilton 192 og Jenson Button 189. Þeir voru spurður af því á fundi með fréttamönnum hvernig þeim litist á að keppa um titilinn á nýrri braut, en þremur mótið er ólokið á tímabilinu. Meistarinn Button varð fyrst fyrir svörum, en tekin var mynd af öllum köppunum áður en fréttamannafundurinn fór fram og var rifjað upp á árið 1986 var tekinn samskonar mynd þegar fjórir ökumenn voru að keppa um meistaratitilinn. Jenson BUTTON: Hvað mig varðar þá hefur þetta verið áhugavert tímabil. Ég byrjaði hjá nýju liði og ek með nýjum liðsfélaga og fann mig fljótt. Tímabilið hefur gengið upp og niður hjá öllum, við höfum átt góða og slæma daga á mótshelgum. Það hefur gert tímabilið spennandi. Það er gott að vera í slagnum þegar þremur mótum er ólokið. Ég er í erfiðustu stöðunni, 31 stigi á eftir, en það er alltaf möguleiki. Við erum enn vongóðir og ég hlakka til mótanna. Ef við skoðum þrjú síðustu mót, þá hafa Ferrari og Red Bull menn verið öflugri, en vonandi verðum við nær þeim í næstu þremur mótum. Það þýðir spennandi slag til loka. Lewis HAMILTON: Jenson svaraði þessu öllu í raun. Það er gott að vera hér og mótið er á nýrri braut sem er spennandi fyrir okkur ökumenn. Það er nokkuð mikið ryk á brautinni, en eins og Jenson sagði þá munum við vonandi eiga meiri möguleika gegn Red Bull og Ferrari. Vonandi verður líka meiri gæfa með okkur núna. Sebastian VETTEL: Staða mín hefur verið verri á árinu, en hún er núna og við erum því í góðri stöðu. Bíllinn er mjög góður og tvö síðustu mót gengu vel. Þetta mót er óreynd stærð eins og hinir sögðu. Ég tel að við getum allir verið sterkir á svellinu hérna og við verðum sjá hvað gerist. Fyrsti hluti brautarinnar virðist ekki henta okkur vel, en tvð seinni tímatökusvæðin ætti að gefa okkur færi á að vinna tíma tilbaka. Þetta er áhugaverð braut og ég hlakka til. Mark WEBBER: Það var gaman að vera á mynd með öllum þessm gaurum. Eins og var gert með einhverjum af hetjum okkar á sínum tíma. Það er ekki tilviljun að við erum í allir í þessari stöðu. Það hefur gengið á ýmsu á tímabilinu. Það eru þrjú mót eftir og hjá öllum og Þau gefa möguleika á sama stigafjölda og önnur mót á árinu. Það hefur því ekkert breyst sem slíkt. Maður fer bara og gerir sitt besta. Það er hreint borð fyrir alla. Það er hin huggulegasta braut til að keppa á og mig hlakkar til setjast í bílinn og hefja aksturinn. Fernando ALONSO: Það er ekki við miklu að bæta. Það hefur gengið upp og niður hjá okkur eins og hinum. En 2010 hefur verið frábært tímabil. Ég ek hjá nýju liði og hef aðlagast vel og hefur liðið vel. Þetta hefur trúlega verið besta tímabilið mitt til þessa. Góð reynsla og ég er því ánægður. Við munum gera okkar besta í síðustu þremur mótunum og reyna ná því að vera í slagnum í lokamótinu í Abu Dhabi. Við höfum komið tilbaka og náð framfaraskrefum í síðustu 5-6 mótunum. Síðustu þrjú mótin áttu því að vera spennandi, á brautum sem henta keppendum misvel. Vonandi náum við hámarks árangri í öllum mótum. Mótshelgin í Suður Kóreu verður á Stöð 2 Sport og hefst á föstudagsæfingum keppnisliða sem verða sýndar á föstudagskvöld kl. 21.00. Síðan verður lokaæfing keppnisliða á aðfaranótt laugardags kl. 01.55 og sömuleiðs tímatakan. Tímatakan er send út beint í opinni dagskrá kl. 04.45. Kappaksturinn er í beinni útsendingu í opinni dagskrá á aðfaranótt sunnudag kl. 05.30.
Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira