Nú bara verðum við! Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 18. nóvember 2010 06:00 Ég hitti góða vinkonu á kaffihúsi um daginn sem ég hafði ekki séð mánuðum saman. Þrátt fyrir að við búum báðar hér í borg höfðu samskipti okkar undanfarna mánuði einskorðast við stutt skilaboð á Fésbókinni, yfirleitt á þá leið að þetta gengi nú ekki lengur, nú bara yrðum við að fara að hittast. Næsta sunnudag, eitthvert kvöldið í vikunni, eftir vinnu á föstudaginn! Annasamur hversdagurinn hafði hins vegar tekið yfir og við gáfum okkur aldrei tíma. Verkefnin sem ljúka þurfti í hverri viku voru mörg, undu upp á sig og tóku yfir helgarnar, þá næstu og þá næstu. Þessi verkefni sem við létum tefja okkur voru ekki endilega einu sinni skemmtileg verkefni eða spennandi, í það minnsta ekki hjá mér. Húsverk, þvottur og eitthvað þaðan af meira hversdagslegt. Þegar loksins varð af því að við hittumst dugði klukkutíminn á kaffihúsinu auðvitað engan veginn til. Eftir að kaffihúsið lokaði sátum við því úti í bíl eins og unglingar til miðnættis og létum dæluna ganga enda hafði margt drifið á daga okkar beggja síðan í vor. Tíminn líður talsvert hraðar nú þegar á fertugsaldurinn er komið en hann gerði þegar ég var barn. Þó hef ég heyrt því fleygt að það hægist aftur á honum eftir að ákveðnum árafjölda er náð. Það þýðir þó ekki að bíða til elliáranna með að rækta vini sína og við vinkona mín kvöddumst því með þeim orðum að þetta gengi nú ekki lengur, nú yrði að vera styttra þar til við hittumst næst! Þeir eru fleiri vinirnir sem ég hef ekki hitt mánuðum saman. Börn hafa jafnvel komið undir og fæðst milli þess sem ég hef hitt viðkomandi. Fólk hefur flutt, farið í skóla, skipt um vinnu, misst vinnu, átt afmæli og gengið í gegnum ýmislegt í lífi sínu sem ég fylgist einungis lauslega með á Fésbókinni. Ég er auðvitað ekki ánægð með þetta. Sá þetta ekki fyrir og sofnaði á verðinum, en það er ekkert langt síðan ég uppgötvaði hversu langt er síðan ég hitti sumt af þessu fólki. Ég veit að það er varasamt að lofa upp í ermina á sér og fólk er sjálfsagt löngu hætt að taka mark á þessum orðum.En nú gengur þetta ekki lengur, við bara verðum hreinlega að fara að hittast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Ég hitti góða vinkonu á kaffihúsi um daginn sem ég hafði ekki séð mánuðum saman. Þrátt fyrir að við búum báðar hér í borg höfðu samskipti okkar undanfarna mánuði einskorðast við stutt skilaboð á Fésbókinni, yfirleitt á þá leið að þetta gengi nú ekki lengur, nú bara yrðum við að fara að hittast. Næsta sunnudag, eitthvert kvöldið í vikunni, eftir vinnu á föstudaginn! Annasamur hversdagurinn hafði hins vegar tekið yfir og við gáfum okkur aldrei tíma. Verkefnin sem ljúka þurfti í hverri viku voru mörg, undu upp á sig og tóku yfir helgarnar, þá næstu og þá næstu. Þessi verkefni sem við létum tefja okkur voru ekki endilega einu sinni skemmtileg verkefni eða spennandi, í það minnsta ekki hjá mér. Húsverk, þvottur og eitthvað þaðan af meira hversdagslegt. Þegar loksins varð af því að við hittumst dugði klukkutíminn á kaffihúsinu auðvitað engan veginn til. Eftir að kaffihúsið lokaði sátum við því úti í bíl eins og unglingar til miðnættis og létum dæluna ganga enda hafði margt drifið á daga okkar beggja síðan í vor. Tíminn líður talsvert hraðar nú þegar á fertugsaldurinn er komið en hann gerði þegar ég var barn. Þó hef ég heyrt því fleygt að það hægist aftur á honum eftir að ákveðnum árafjölda er náð. Það þýðir þó ekki að bíða til elliáranna með að rækta vini sína og við vinkona mín kvöddumst því með þeim orðum að þetta gengi nú ekki lengur, nú yrði að vera styttra þar til við hittumst næst! Þeir eru fleiri vinirnir sem ég hef ekki hitt mánuðum saman. Börn hafa jafnvel komið undir og fæðst milli þess sem ég hef hitt viðkomandi. Fólk hefur flutt, farið í skóla, skipt um vinnu, misst vinnu, átt afmæli og gengið í gegnum ýmislegt í lífi sínu sem ég fylgist einungis lauslega með á Fésbókinni. Ég er auðvitað ekki ánægð með þetta. Sá þetta ekki fyrir og sofnaði á verðinum, en það er ekkert langt síðan ég uppgötvaði hversu langt er síðan ég hitti sumt af þessu fólki. Ég veit að það er varasamt að lofa upp í ermina á sér og fólk er sjálfsagt löngu hætt að taka mark á þessum orðum.En nú gengur þetta ekki lengur, við bara verðum hreinlega að fara að hittast.
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun