Tiger Woods tjáir sig á morgun - engar spurningar leyfðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2010 09:30 Tiger Woods og kona hans þegar allt lék í lyndi,. Mynd/Getty Images Golfarinn Tiger Woods hefur boðað til óformlegs fundar við útvalda fjölmiðlamenn á morgun þar sem hann ætlar að tjá sig opinberlega í fyrsta sinn í þrjá mánuði. Tiger hefur ekki komið opinberlega fram síðan að undarlegt bílslys um miðja nótt opnaði fyrir flóð að sögum um framhjáhöld og kynlífsfíkn og setti hjónaband hans á annan endann. „Þetta er ekki blaðamannafundur," sagði Mark Steinberg, umboðsmaður Tiger Woods. „Hann er að byrja að bæta fyrir gjörðir sínar og hann ætlar að ræða hvernig hann mun gera það. Þetta snýst um hans næsta skref," sagði Steinberg en engar spurningar verða leyfðar. Það eru líka bara útvaldir fjölmiðlar og blaðamenn sem fá að vera á staðnum. Fjölmiðlamenn frá The Associated Press, Reuters og Bloomberg fá að vera í herberginu og þar verður bara ein upptökuvél. Aðrir fjölmiðlamenn þurfa að sætta sig við að fylgjast með úr fjarska. „Þó að Tiger telji að það sem gerðist sé aðeins á milli hans og konu hans þá gerir hann sér grein fyrir því að hann hefur sært fólk í kringum sig og ollið þeim miklum vonbrigðum. Hann hefur einnig ollið aðdáendum sínum vonbrigðum. Hann ætlar að herja ferlið að bæta fyrir það," sagði Steinberg í yfirlýsingu. Golf Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Golfarinn Tiger Woods hefur boðað til óformlegs fundar við útvalda fjölmiðlamenn á morgun þar sem hann ætlar að tjá sig opinberlega í fyrsta sinn í þrjá mánuði. Tiger hefur ekki komið opinberlega fram síðan að undarlegt bílslys um miðja nótt opnaði fyrir flóð að sögum um framhjáhöld og kynlífsfíkn og setti hjónaband hans á annan endann. „Þetta er ekki blaðamannafundur," sagði Mark Steinberg, umboðsmaður Tiger Woods. „Hann er að byrja að bæta fyrir gjörðir sínar og hann ætlar að ræða hvernig hann mun gera það. Þetta snýst um hans næsta skref," sagði Steinberg en engar spurningar verða leyfðar. Það eru líka bara útvaldir fjölmiðlar og blaðamenn sem fá að vera á staðnum. Fjölmiðlamenn frá The Associated Press, Reuters og Bloomberg fá að vera í herberginu og þar verður bara ein upptökuvél. Aðrir fjölmiðlamenn þurfa að sætta sig við að fylgjast með úr fjarska. „Þó að Tiger telji að það sem gerðist sé aðeins á milli hans og konu hans þá gerir hann sér grein fyrir því að hann hefur sært fólk í kringum sig og ollið þeim miklum vonbrigðum. Hann hefur einnig ollið aðdáendum sínum vonbrigðum. Hann ætlar að herja ferlið að bæta fyrir það," sagði Steinberg í yfirlýsingu.
Golf Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira