Innlent

Vantreystu Davíð - Aðgerðir ríkisstjórnar ómarkvissar

Frá flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar á Hótel Sögu í maí 2007. Ráðherrar Samfylkingarinnar á árunum 2007 til 2009.
Frá flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar á Hótel Sögu í maí 2007. Ráðherrar Samfylkingarinnar á árunum 2007 til 2009. Mynd/Anton Brink
Tortryggni og samstarfserfiðleikar settu mark sitt á samskipti Davíðs Oddssonar, formanns stjórnar Seðlabanka Íslands, og flestra ráðherra Samfylkingarinnar. Fyrri stjórnmálastörf Davíðs Oddssonar urð til þess að hafa áhrif á það hvernig ráðherrar brugðust við þeim upplýsingum sem Davíð lét þeim í té í embættisfærslu sinni sem formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands. Þetta er meðal þess sem kemur fram í meginniðurstöðum í skýrslu Rannsóknarnefnd Alþingis.

Þar segir að aðgerðir ríkisstjórnarinnar í málefnum bankanna voru ómarkvissar þegar harðna tók á dalnum í ársbyrjun 2008 og ráðherrar einblíndu of mikið á ímyndarvanda fjármálafyrirtækja í stað þess augljósa vanda að íslenska fjármálakerfið var allt of stórt miðað við íslenska hagkerfið.

Mjög gagnrýnivert er hvernig stjórn Seðlabankans stóð að rannsókn og meðferð á erindi Glitnis um að fá 600milljónir evra að lán, að mati nefndarinnar.

Vinnubrögð yfirvalda við viðlagaundirbúning með það að markmiði að verja fjármálakerfi landsins og aðra grundvallarhagsmuni ríkis og þjóðar voru ótæk og á engan hátt í samræmi við það hvernig þjóðir með þróaða fjármálamarkaði og stjórnsýslu haga almennt starfsháttum sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×