Snjókornið 22. desember 2010 13:02 Snjófuglar. Hér er stutt dæmisaga af vef Karls Sigurbjörnssonar biskups á kirkjan.is. Hún er úr þýsku og birtist fyrst í bókinni Orð í gleði sem Karl tók saman. „Segðu mér, hvað vegur eitt snjókorn?" spurði þrösturinn dúfuna. „Minna en ekki neitt," svaraði dúfan. „Þá verð ég að segja þér undursamlega sögu," sagði þrösturinn. „Ég sat á bjarkargrein, þétt við stofninn þegar það fór að snjóa. Það var enginn bylur, nei, bara logndrífa, eitt og eitt snjókorn leið af himni, hljóðlega og fyrirhafnarlaust. Og þar sem ég hafði ekkert betra að gera fór ég að telja snjókornin sem féllu á greinina mína og sátu þar eftir. Nákvæmlega þrjármilljónirsjöhundruðfjörutíuogeittþúsund níuhundruðfimmtíuogþrjú talsins. En þegar þrjúmilljónsjöhundruðfjörutíuogeittþúsund níuhundruðfimmtugastaogfjórða kornið féll, brotnaði greinin." Við það flaug þrösturinn burt. Dúfan, sem allt frá dögum Nóa var sérfræðingur í þessum málum, sagði hugsandi við sjálfa sig: „Ef til vill vantar aðeins eina mannsrödd til að verði friður á jörðu?" Jólafréttir Mest lesið Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Ó, Jesúbarn Jól Ódýrar og einfaldar gjafir frá hjartanu Jólin Innbökuð nautalund á hátíðarborðið Jólin Prófaði að grilla hamborgarhrygg Jól Ein ómerkileg setning Jól Geir Ólafs kennir jólasveinum að syngja Jól Sætar súkkulaðispesíur Jólin Við eigum allt og því þurfum við ekkert Jól Dettur í hátíðargírinn þegar tréð er skreytt Jól
Hér er stutt dæmisaga af vef Karls Sigurbjörnssonar biskups á kirkjan.is. Hún er úr þýsku og birtist fyrst í bókinni Orð í gleði sem Karl tók saman. „Segðu mér, hvað vegur eitt snjókorn?" spurði þrösturinn dúfuna. „Minna en ekki neitt," svaraði dúfan. „Þá verð ég að segja þér undursamlega sögu," sagði þrösturinn. „Ég sat á bjarkargrein, þétt við stofninn þegar það fór að snjóa. Það var enginn bylur, nei, bara logndrífa, eitt og eitt snjókorn leið af himni, hljóðlega og fyrirhafnarlaust. Og þar sem ég hafði ekkert betra að gera fór ég að telja snjókornin sem féllu á greinina mína og sátu þar eftir. Nákvæmlega þrjármilljónirsjöhundruðfjörutíuogeittþúsund níuhundruðfimmtíuogþrjú talsins. En þegar þrjúmilljónsjöhundruðfjörutíuogeittþúsund níuhundruðfimmtugastaogfjórða kornið féll, brotnaði greinin." Við það flaug þrösturinn burt. Dúfan, sem allt frá dögum Nóa var sérfræðingur í þessum málum, sagði hugsandi við sjálfa sig: „Ef til vill vantar aðeins eina mannsrödd til að verði friður á jörðu?"
Jólafréttir Mest lesið Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Ó, Jesúbarn Jól Ódýrar og einfaldar gjafir frá hjartanu Jólin Innbökuð nautalund á hátíðarborðið Jólin Prófaði að grilla hamborgarhrygg Jól Ein ómerkileg setning Jól Geir Ólafs kennir jólasveinum að syngja Jól Sætar súkkulaðispesíur Jólin Við eigum allt og því þurfum við ekkert Jól Dettur í hátíðargírinn þegar tréð er skreytt Jól