Red Bull vill varna deilum ökumanna 31. maí 2010 09:44 Sebastian Vettel vandar ekki Mark Webber kveðjurnar eftir áresktur þeirra í Istanbúl í gær. Mynd: Getty Images Christian Horner, framkvæmdarstjóri Red Bull liðsins segir í samtali við autosport.com að hann vilji varna því að Mark Webber og Sebastian Vettel verði ósáttir hvor við annan eftir áreksturinn í Formúlu 1 mótinu í Istanbúl í gær. Þeir lentu í árekstri þegar þeir voru í forystuhlutverki, Vettel féll úr leik, en Webber náði að klára mótið í þriðja sæti. Webber hafði verið á undan Vettel, sem vildi komast framúr. Hvorugur vill viðurkenna að hafa verið valdur að árekstrinum og innan liðsins eru menn ekki sammála um hvor átti sökina. Einhverjir fjölmiðlar halda því fram að Red Bull vilji hygla að Vettel, en kapparnir tveir voru jafnir í stigamótinu í efsta sæti fyrir keppnina í Istanbúl. Horner segist ætla að lægja allar öldur sem kunna að vera til staðar. "Það sem er mikilvægast er að ræða þetta á opinskáan hátt og það munum við gera. Það eru engin leiðindi á milli ökumanna okkar. Þeir eru báðir kappsfullir og eins og hungruð dýr og það er okkar verk að sjá til þess að svona hendi ekki aftur", sagði Horner í samtali við autosport.com. "Báðir ökumenn þurfa skoða málið vel og læra af því. Þeir eru fulltrúar Red Bull og vita hvað þetta hefur kostað liðið og þá sjálfa í stigamótinu. Þeir hefði ekki þurft að upplifa þetta og hefðu átt að vinna hlutina saman. Hvorgur gaf eftir og því fór sem fór", sagði Horner. Webber er enn í stigaforystu í keppni ökumanna, en Jenson Button og Lewis Hamilton hafa færst nær, þar sem þeir unnu tvöfalt fyrir McLaren. Webber er með 93 stig, Button 88 og Hamilton 84. Vettel féll í fimmta sætið á eftir Fernando Alonso með 78 stig á móti 79 stigum Alonso. Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Christian Horner, framkvæmdarstjóri Red Bull liðsins segir í samtali við autosport.com að hann vilji varna því að Mark Webber og Sebastian Vettel verði ósáttir hvor við annan eftir áreksturinn í Formúlu 1 mótinu í Istanbúl í gær. Þeir lentu í árekstri þegar þeir voru í forystuhlutverki, Vettel féll úr leik, en Webber náði að klára mótið í þriðja sæti. Webber hafði verið á undan Vettel, sem vildi komast framúr. Hvorugur vill viðurkenna að hafa verið valdur að árekstrinum og innan liðsins eru menn ekki sammála um hvor átti sökina. Einhverjir fjölmiðlar halda því fram að Red Bull vilji hygla að Vettel, en kapparnir tveir voru jafnir í stigamótinu í efsta sæti fyrir keppnina í Istanbúl. Horner segist ætla að lægja allar öldur sem kunna að vera til staðar. "Það sem er mikilvægast er að ræða þetta á opinskáan hátt og það munum við gera. Það eru engin leiðindi á milli ökumanna okkar. Þeir eru báðir kappsfullir og eins og hungruð dýr og það er okkar verk að sjá til þess að svona hendi ekki aftur", sagði Horner í samtali við autosport.com. "Báðir ökumenn þurfa skoða málið vel og læra af því. Þeir eru fulltrúar Red Bull og vita hvað þetta hefur kostað liðið og þá sjálfa í stigamótinu. Þeir hefði ekki þurft að upplifa þetta og hefðu átt að vinna hlutina saman. Hvorgur gaf eftir og því fór sem fór", sagði Horner. Webber er enn í stigaforystu í keppni ökumanna, en Jenson Button og Lewis Hamilton hafa færst nær, þar sem þeir unnu tvöfalt fyrir McLaren. Webber er með 93 stig, Button 88 og Hamilton 84. Vettel féll í fimmta sætið á eftir Fernando Alonso með 78 stig á móti 79 stigum Alonso.
Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira