Vettel grét af gleði í endamarkinu 14. nóvember 2010 20:47 Sebastian Vettel fagnar liðsfélögum sínum í dag. Mynd: Getty Images Sebastian Vettel frá Þýskalandi, 23 ára gamall er yngsti Formúlu 1 ökumaðurinn í 60 ára sögu íþróttarinnar. Hann var hrærður þegar hann kom í endamark í Abu Dhabi í dag og grét i talkerfið þegar hann fagnaði sigri, þannig að heyrðist í útsendingu í sjónvarpi. Vettel vann fimm sigra á þessu ári og stóðst Fernando Alonso, Lewis Hamilton, Mark Webber og Jenson Button snúning í mótum ársins, en lengst af voru fimmenningarnir í titilbaráttu. Vettel var í þriðja sæti í stigamótinu fyrir keppnina, en landaði titli með sigri. Alonso þurfti fjórða sætið á eftir Vettel, en varð aðeins sjöundi. "Þetta hefur verið erfitt tímabil hjá mér og okkur öllum, en ég hafði alltaf trú á sjálfum mér. Ég vissi að ég þyrfti að vinna mótið í dag til að verða meistari og bíllinn var magnaður", sagði Vettel eftir keppnina. "Síðustu 10 hringina var ég að spá í hvað væri í gangi. Tæknimaður minn reyndi að færa mér upplýsingar um stöðuna og gæta þess að ég kæmi bílnum í endamark. Ég var farinn að spá í afhverju hann virtist svona taugatrekktur. Svo sagði hann í rólegheitum þegar ég var kominn í endamark að þetta liti vel út. Ég var að spá í hvað hann væri að meina. Vissi ekkert um stöðuna. Svo öskraði hann á mig að ég væri meistari...", sagði Vettel hrærður. "Við erum með öflugan hóp manna sem hafa náð þessum árangri og stutt með ráð og dáð frá upphafi hjá Red Bull. Tímabilið hefur gengið upp og niður, en að koma hérna og ná þessu marki er ótrúlegt. Ég vil bara þakka fyrir mig og líka þakka þeim sem studdu ferill minn á yngri árum", sagði Vettel. Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Sebastian Vettel frá Þýskalandi, 23 ára gamall er yngsti Formúlu 1 ökumaðurinn í 60 ára sögu íþróttarinnar. Hann var hrærður þegar hann kom í endamark í Abu Dhabi í dag og grét i talkerfið þegar hann fagnaði sigri, þannig að heyrðist í útsendingu í sjónvarpi. Vettel vann fimm sigra á þessu ári og stóðst Fernando Alonso, Lewis Hamilton, Mark Webber og Jenson Button snúning í mótum ársins, en lengst af voru fimmenningarnir í titilbaráttu. Vettel var í þriðja sæti í stigamótinu fyrir keppnina, en landaði titli með sigri. Alonso þurfti fjórða sætið á eftir Vettel, en varð aðeins sjöundi. "Þetta hefur verið erfitt tímabil hjá mér og okkur öllum, en ég hafði alltaf trú á sjálfum mér. Ég vissi að ég þyrfti að vinna mótið í dag til að verða meistari og bíllinn var magnaður", sagði Vettel eftir keppnina. "Síðustu 10 hringina var ég að spá í hvað væri í gangi. Tæknimaður minn reyndi að færa mér upplýsingar um stöðuna og gæta þess að ég kæmi bílnum í endamark. Ég var farinn að spá í afhverju hann virtist svona taugatrekktur. Svo sagði hann í rólegheitum þegar ég var kominn í endamark að þetta liti vel út. Ég var að spá í hvað hann væri að meina. Vissi ekkert um stöðuna. Svo öskraði hann á mig að ég væri meistari...", sagði Vettel hrærður. "Við erum með öflugan hóp manna sem hafa náð þessum árangri og stutt með ráð og dáð frá upphafi hjá Red Bull. Tímabilið hefur gengið upp og niður, en að koma hérna og ná þessu marki er ótrúlegt. Ég vil bara þakka fyrir mig og líka þakka þeim sem studdu ferill minn á yngri árum", sagði Vettel.
Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira