Umfjöllun: Valur lagði baráttuglaðar Blikastelpur Kristinn Páll Teitsson skrifar 6. júlí 2010 21:09 Úr leik liðanna í kvöld. Mynd/Stefán Valsstúlkur unnu í kvöld 2-1 sigur á Breiðablik í sannkölluðum toppslag en fyrir þennan leik voru þetta liðin í fyrsta og öðru sæti. Valsstúlkur styrkja því stöðu sína á toppnum á meðan Blikastúlkur færa sig niður í þriðja sæti eftir að Þór/KA sigraði sinn leik. Valsstúlkur byrjuðu leikinn betur, þær pressuðu hátt og sóttu frá fyrstu mínútu og var það því verðskuldað þegar Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði fyrsta mark leiksins á 15. Mínútu með skalla af fjærstöng eftir góða fyrirgjöf Thelmu Björk Einarsdóttir. Þetta virkaði hinsvegar eins og vítamínssprauta fyrir Blikastúlkur sem vöknuðu við þetta og fóru að spila flottan fótbolta. Þær sköpuðu sér mörg góð færi en náðu ekki að reka endahnútinn í sóknir þeirra. Það reyndist afar dýrt þegar Valsstúlkur skoruðu aftur á 39. mínútu, þar var að verki Dóra María Lárusdóttir eftir góðan sprett upp vinstri kantinn og lagði boltann snyrtilega framhjá Katherine Loomis í marki Blika. Seinni hálfleikur hófst eins og sá fyrri endaði, Blikar sóttu og voru betri aðilinn en Valsstúlkur lágu til baka og beittu hættulegum skyndisóknum. Blikar minnkuðu muninn á 65. mínútu en þá skoraði Anna Birna Þorvarðadóttir með skalla af markteig eftir hornspyrnu Gretu Mjöll Samúelsdóttir. Engin fleiri mörk létu sjá sig en bæði lið fengu þó góð færi til þess, Fanndís Friðriksdóttir og Björk Gunnarsdóttir fengu báðar algjört dauðafæri fyrir sitthvort liðið einar á auðum sjó gegn markmanni en nýttu ekki. Leikurinn endaði því með sigri Vals og styrkja þær stöðu sína á toppnum með þessu, þær hafa nú svigrúm á toppnum með fjögur stig á liðið í öðru sæti og sex stig á Blikastúlkur í þriðja sæti. Valur 2 - 1 Breiðablik 1-0 Kristín Ýr Bjarnadóttir (15.) 2-0 Dóra María Lárusdóttir (39.) 2-1 Anna Birna Þorvarðardóttir (65.) Áhorfendur: 350 Dómari: Einar Örn Daníelsson Skot (á mark): 11 - 15 (6 - 6) Varin skot: María Björg 5 - 4 Katherine Horn: 4 - 5 Aukaspyrnur fengnar: 12 - 11 Rangstöður: 2 - 2 Valur (4-2-3-1) María Björg Ágústdóttir Thelma Björk Einarsdóttir Pála Marie Einarsdóttir Málfríður Erna Sigurðardóttir (29. Helga Sjöfn Jóhannesdóttir) Embla Sigríður Grétarsdóttir Katrín Jónsdóttir Dóra María Lárusdóttir Hallbera Guðný Gísladóttir Björk Gunnarsdóttir (90. Thelma Ólafsdóttir) Andrea Ýr Gústavsdóttir (76. Katrín Gylfadóttir) Kristín Ýr BjarnadóttirBreiðablik(4-5-1)Katherine Loomis Hekla Pálmadóttir (83. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir) Anna Birna Þorvarðardóttir Maura Q Ryan Sandra Sif Magnúsdóttir Fanndís Friðriksdóttir Hlín Gunnlaugsdóttir Harpa Þorsteinsdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir Greta Mjöll Samúelsdóttir (90. Hildur Sif Hauksdóttir) Berglind Björg Þorvaldsdóttir Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira
Valsstúlkur unnu í kvöld 2-1 sigur á Breiðablik í sannkölluðum toppslag en fyrir þennan leik voru þetta liðin í fyrsta og öðru sæti. Valsstúlkur styrkja því stöðu sína á toppnum á meðan Blikastúlkur færa sig niður í þriðja sæti eftir að Þór/KA sigraði sinn leik. Valsstúlkur byrjuðu leikinn betur, þær pressuðu hátt og sóttu frá fyrstu mínútu og var það því verðskuldað þegar Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði fyrsta mark leiksins á 15. Mínútu með skalla af fjærstöng eftir góða fyrirgjöf Thelmu Björk Einarsdóttir. Þetta virkaði hinsvegar eins og vítamínssprauta fyrir Blikastúlkur sem vöknuðu við þetta og fóru að spila flottan fótbolta. Þær sköpuðu sér mörg góð færi en náðu ekki að reka endahnútinn í sóknir þeirra. Það reyndist afar dýrt þegar Valsstúlkur skoruðu aftur á 39. mínútu, þar var að verki Dóra María Lárusdóttir eftir góðan sprett upp vinstri kantinn og lagði boltann snyrtilega framhjá Katherine Loomis í marki Blika. Seinni hálfleikur hófst eins og sá fyrri endaði, Blikar sóttu og voru betri aðilinn en Valsstúlkur lágu til baka og beittu hættulegum skyndisóknum. Blikar minnkuðu muninn á 65. mínútu en þá skoraði Anna Birna Þorvarðadóttir með skalla af markteig eftir hornspyrnu Gretu Mjöll Samúelsdóttir. Engin fleiri mörk létu sjá sig en bæði lið fengu þó góð færi til þess, Fanndís Friðriksdóttir og Björk Gunnarsdóttir fengu báðar algjört dauðafæri fyrir sitthvort liðið einar á auðum sjó gegn markmanni en nýttu ekki. Leikurinn endaði því með sigri Vals og styrkja þær stöðu sína á toppnum með þessu, þær hafa nú svigrúm á toppnum með fjögur stig á liðið í öðru sæti og sex stig á Blikastúlkur í þriðja sæti. Valur 2 - 1 Breiðablik 1-0 Kristín Ýr Bjarnadóttir (15.) 2-0 Dóra María Lárusdóttir (39.) 2-1 Anna Birna Þorvarðardóttir (65.) Áhorfendur: 350 Dómari: Einar Örn Daníelsson Skot (á mark): 11 - 15 (6 - 6) Varin skot: María Björg 5 - 4 Katherine Horn: 4 - 5 Aukaspyrnur fengnar: 12 - 11 Rangstöður: 2 - 2 Valur (4-2-3-1) María Björg Ágústdóttir Thelma Björk Einarsdóttir Pála Marie Einarsdóttir Málfríður Erna Sigurðardóttir (29. Helga Sjöfn Jóhannesdóttir) Embla Sigríður Grétarsdóttir Katrín Jónsdóttir Dóra María Lárusdóttir Hallbera Guðný Gísladóttir Björk Gunnarsdóttir (90. Thelma Ólafsdóttir) Andrea Ýr Gústavsdóttir (76. Katrín Gylfadóttir) Kristín Ýr BjarnadóttirBreiðablik(4-5-1)Katherine Loomis Hekla Pálmadóttir (83. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir) Anna Birna Þorvarðardóttir Maura Q Ryan Sandra Sif Magnúsdóttir Fanndís Friðriksdóttir Hlín Gunnlaugsdóttir Harpa Þorsteinsdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir Greta Mjöll Samúelsdóttir (90. Hildur Sif Hauksdóttir) Berglind Björg Þorvaldsdóttir
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira