Hlynur hitar upp með því að vesenast í flutningum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. apríl 2010 14:00 Mynd/Daníel Annar leikur Snæfells og KR í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla fer fram í hinu rómaða íþróttahúsi Stykkishólms, Fjárhúsinu, í kvöld. Snæfell vann góðan sigur í Vesturbænum í fyrsta leiknum og Íslandsmeistararnir eru því undir mikilli pressu í kvöld. Þeir mega hreinlega ekki tapa. „Þetta er meiri úrslitaleikur fyrir KR en okkur og pressan er á þeim. Ef við töpum þá er serían eiginlega bara komin aftur á núllpunkt," sagði Snæfellingurinn Hlynur Bæringsson við Vísi í hádeginu en hann var orðinn afar spenntur fyrir leiknum. „Það er hundleiðinlegt að bíða, ég vil bara fara að spila og klára þetta," sagði Hlynur en Snæfellsliðið hittist á hótelinu fyrir leik, horfir á myndbönd með Inga þjálfara og fær sér súpu og pasta. Snæfell kom KR-ingum í opna skjöldu í síðasta leik með því að setja mikla pressu á Pavel Ermolinskij. Það ræð KR ekki við. „Það er mikilvægt að setja pressu á KR-ingana. Ég held að það hafi ekkert lið sett svona pressu á Pavel áður og það virkaði vel. Fyrir vikið losnaði aðeins um stóru mennina í liði þeirra en við eigum að geta lagað það. Þeir Finnur og Jón Orri eru heldur ekki að fara að vinna heila leiki eða seríuna. Það eru menn eins og Pavel og Brynjar sem gera það og því þurfum við að stoppa þá," sagði Hlynur. Stuðningsmenn Snæfells létu mikið til sín taka í DHL-höllinni á mánudag og Hlynur reiknar með mikilli stemningu í kvöld. „Það er kunningjahópur sem tók sig saman um að færa stemninguna upp á næsta stig. Það gekk mjög vel og það var gaman að heyra í þeim. Nýir söngvar og flott stemning. Allt virkilega skemmtilegt. Ég reikna með frábærri stemningu í kvöld." Hlynur hefur nóg að gera til þess að drepa tímann fram að leik enda stendur hann í stórræðum þessa dagana. „Ég á von á tvíburum í maí og við erum að flytja þessa dagana. Skynsamlegra að gera það áður en tvíbbarnir koma," sagði Hlynur sem á fyrir eina stúlku. Unnusta hans gengur með stelpu og strák að þessu sinni. „Ég hef verið að að vesenast í að panta hitt og þetta í húsið í dag. Það er að mörgu að hyggja. Það þarf ekki bara að færa kassa og sófa. Það er talsvert meira sem þarf að gera. Það verður gott þegar þessu er lokið." Dominos-deild karla Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sjá meira
Annar leikur Snæfells og KR í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla fer fram í hinu rómaða íþróttahúsi Stykkishólms, Fjárhúsinu, í kvöld. Snæfell vann góðan sigur í Vesturbænum í fyrsta leiknum og Íslandsmeistararnir eru því undir mikilli pressu í kvöld. Þeir mega hreinlega ekki tapa. „Þetta er meiri úrslitaleikur fyrir KR en okkur og pressan er á þeim. Ef við töpum þá er serían eiginlega bara komin aftur á núllpunkt," sagði Snæfellingurinn Hlynur Bæringsson við Vísi í hádeginu en hann var orðinn afar spenntur fyrir leiknum. „Það er hundleiðinlegt að bíða, ég vil bara fara að spila og klára þetta," sagði Hlynur en Snæfellsliðið hittist á hótelinu fyrir leik, horfir á myndbönd með Inga þjálfara og fær sér súpu og pasta. Snæfell kom KR-ingum í opna skjöldu í síðasta leik með því að setja mikla pressu á Pavel Ermolinskij. Það ræð KR ekki við. „Það er mikilvægt að setja pressu á KR-ingana. Ég held að það hafi ekkert lið sett svona pressu á Pavel áður og það virkaði vel. Fyrir vikið losnaði aðeins um stóru mennina í liði þeirra en við eigum að geta lagað það. Þeir Finnur og Jón Orri eru heldur ekki að fara að vinna heila leiki eða seríuna. Það eru menn eins og Pavel og Brynjar sem gera það og því þurfum við að stoppa þá," sagði Hlynur. Stuðningsmenn Snæfells létu mikið til sín taka í DHL-höllinni á mánudag og Hlynur reiknar með mikilli stemningu í kvöld. „Það er kunningjahópur sem tók sig saman um að færa stemninguna upp á næsta stig. Það gekk mjög vel og það var gaman að heyra í þeim. Nýir söngvar og flott stemning. Allt virkilega skemmtilegt. Ég reikna með frábærri stemningu í kvöld." Hlynur hefur nóg að gera til þess að drepa tímann fram að leik enda stendur hann í stórræðum þessa dagana. „Ég á von á tvíburum í maí og við erum að flytja þessa dagana. Skynsamlegra að gera það áður en tvíbbarnir koma," sagði Hlynur sem á fyrir eina stúlku. Unnusta hans gengur með stelpu og strák að þessu sinni. „Ég hef verið að að vesenast í að panta hitt og þetta í húsið í dag. Það er að mörgu að hyggja. Það þarf ekki bara að færa kassa og sófa. Það er talsvert meira sem þarf að gera. Það verður gott þegar þessu er lokið."
Dominos-deild karla Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sjá meira
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti