Hill vonar að Ferrari fái væga refsingu 8. september 2010 11:36 Damon Hill ásamt Jackie Stewart, en báðir hafa unnið meistaratitila í Formúlu 1. Mynd: Getty Images Damon Hill, fyrrum heimasmeistari í Formúlu 1 vonast eftir því að Ferrari verði ekki refsað harkalega af FIA í dag, þegar sambandið tekur fyrir mál liðsins frá þýska kappakstrinum. Þá var liðið dæmt í 100.000 dala sekt fyrir að beita liðsskipunum. Dómarar mótsins töldu að Felipe Massa hefði hleypt Fernando Alonso framúr sér, til að hann fengi fleiri stig í stigamótinu og það hefði verið brot á reglum sem banna liðsskipanir. Dómarar sendu málið áfram til íþróttaráðs FIA sem tekur málið fyrir í París í dag. Hill er forseti félags breskra kappakstursökumanna og tjáði sig við Daily Telegraph í dag samkvæmt frétt á autosport.com. Hill telur að reglur varðandi liðsskipanir séu of óljósar og hægt sé að beita liðsskipunum í kringum þjónustuhllé og hafi verið gert síðustu ár. "Lið segja að þau beiti ekki liðsskipunum, en okkur grunar alla að liðin séu að segja mönnum hvernig þeir eiga að standa sig. Það er ekki hægt að túlka það sem liðsskipun", sagði Hill. "Þetta er mál sem hefur komið upp og hefur ekki verið tekið á og ég held að Ferrari sleppi af því reglurnar eru ekki á hreinu. Íþróttin er ekki að gera sjálfri sér neitt gagn. Það þarf fjölmiðlasirkus til að breyta hlutum og þetta er að gerast fjórum dögum fyrir ítalska kappaksturinn", sagði Hill. Ferrari verður á heimavelli á Monza brautinni um næstu helgi og þá spurning hvort liðinu verður með aukna refsingu á bakinu eður ei, en það ætti að koma í ljós síðar í dag í París. Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Newcastle hafði manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Damon Hill, fyrrum heimasmeistari í Formúlu 1 vonast eftir því að Ferrari verði ekki refsað harkalega af FIA í dag, þegar sambandið tekur fyrir mál liðsins frá þýska kappakstrinum. Þá var liðið dæmt í 100.000 dala sekt fyrir að beita liðsskipunum. Dómarar mótsins töldu að Felipe Massa hefði hleypt Fernando Alonso framúr sér, til að hann fengi fleiri stig í stigamótinu og það hefði verið brot á reglum sem banna liðsskipanir. Dómarar sendu málið áfram til íþróttaráðs FIA sem tekur málið fyrir í París í dag. Hill er forseti félags breskra kappakstursökumanna og tjáði sig við Daily Telegraph í dag samkvæmt frétt á autosport.com. Hill telur að reglur varðandi liðsskipanir séu of óljósar og hægt sé að beita liðsskipunum í kringum þjónustuhllé og hafi verið gert síðustu ár. "Lið segja að þau beiti ekki liðsskipunum, en okkur grunar alla að liðin séu að segja mönnum hvernig þeir eiga að standa sig. Það er ekki hægt að túlka það sem liðsskipun", sagði Hill. "Þetta er mál sem hefur komið upp og hefur ekki verið tekið á og ég held að Ferrari sleppi af því reglurnar eru ekki á hreinu. Íþróttin er ekki að gera sjálfri sér neitt gagn. Það þarf fjölmiðlasirkus til að breyta hlutum og þetta er að gerast fjórum dögum fyrir ítalska kappaksturinn", sagði Hill. Ferrari verður á heimavelli á Monza brautinni um næstu helgi og þá spurning hvort liðinu verður með aukna refsingu á bakinu eður ei, en það ætti að koma í ljós síðar í dag í París.
Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Newcastle hafði manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira