McLaren ekkert að svindla í Tyrklandi 8. júní 2010 11:24 Lewis Hamilton og Jenson Button á ferð í mótinu í Tyrklandi. mynd: Getty Images McLaren beitti ekki neinskonar liðsskipunum í tyrkneska kappakstrinum á dögunum til að breyta því hvort Lewis Hamilton eða Jenson Button ynni mótið. Hamilton kom fyrstur í mark á undan Button. Frægt varð í mótinu þegar Mark Webber og Sebastian Vettel klúðruðu því að koma mögulega fyrstir í mark, eftir að þeir lentu í árekstri í 40. hring mótsins. Samkvæmt heimildum autosport.com þá ræddu menn hvað hefði verið í gangi eftir að formula1.com birti myndskeið úr kappakstrinum þar sem Lewis Hamilton er sagt í talkerfinu að hann geti hægt á, án þess að Jenson Button reyni framúrakstur á hann, eftir að Hamilton náði forystu. Slíkt gæti túlkast sem liðsskipun. Liðsskipanir eru bannaðar í Formúlu 1, þar sem hyglað er að öðrum ökumanninum til að breyta stöðu móta. Slíkt er þó haft í huga í lokamótum, þegar meistaratitil er í húfi. Forsvarsmenn McLaren hafa neitað því að skipun um að spara dekk og bensín hafi verið óbein liðsskipun í mótinu. Til marks um stöðu Hamilton þá hafði hann bara bensín í einn hring í viðbót, eftir að hann kom í endamark, svo tæpur var hann. Button fór síðan framúr Hamilton, eftir að Hamilton hafði hægt verulega á í 48. hring í gegnum erfiðan beygjukafla sem reynir mikið á framdekk, en Hamilton sneri á Button á ný með hörku framúrakstri. Hamilton hafði ekið 2,5 sekúndum hægar í þessum hring. Fróðir menn spáðu í hvort hyglað hefði verið að Button með því að segja Hamilton að hann reyndi ekki framúrakstur. Autosport grennslaðist fyrir um hvað hefði verið í gangi og segir að samkvæmt þeirra kokkabókum að engar liðsskipanir hafi verið gefnar um að Button ætti eða ekki að reyna framúrakstur til að breyta því hvor ynni. Menn hafði kannski frekar haft áhyggjur af bensínmagni bílanna á þeirri stundu sem málin voru rædd í talkerfinu. Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
McLaren beitti ekki neinskonar liðsskipunum í tyrkneska kappakstrinum á dögunum til að breyta því hvort Lewis Hamilton eða Jenson Button ynni mótið. Hamilton kom fyrstur í mark á undan Button. Frægt varð í mótinu þegar Mark Webber og Sebastian Vettel klúðruðu því að koma mögulega fyrstir í mark, eftir að þeir lentu í árekstri í 40. hring mótsins. Samkvæmt heimildum autosport.com þá ræddu menn hvað hefði verið í gangi eftir að formula1.com birti myndskeið úr kappakstrinum þar sem Lewis Hamilton er sagt í talkerfinu að hann geti hægt á, án þess að Jenson Button reyni framúrakstur á hann, eftir að Hamilton náði forystu. Slíkt gæti túlkast sem liðsskipun. Liðsskipanir eru bannaðar í Formúlu 1, þar sem hyglað er að öðrum ökumanninum til að breyta stöðu móta. Slíkt er þó haft í huga í lokamótum, þegar meistaratitil er í húfi. Forsvarsmenn McLaren hafa neitað því að skipun um að spara dekk og bensín hafi verið óbein liðsskipun í mótinu. Til marks um stöðu Hamilton þá hafði hann bara bensín í einn hring í viðbót, eftir að hann kom í endamark, svo tæpur var hann. Button fór síðan framúr Hamilton, eftir að Hamilton hafði hægt verulega á í 48. hring í gegnum erfiðan beygjukafla sem reynir mikið á framdekk, en Hamilton sneri á Button á ný með hörku framúrakstri. Hamilton hafði ekið 2,5 sekúndum hægar í þessum hring. Fróðir menn spáðu í hvort hyglað hefði verið að Button með því að segja Hamilton að hann reyndi ekki framúrakstur. Autosport grennslaðist fyrir um hvað hefði verið í gangi og segir að samkvæmt þeirra kokkabókum að engar liðsskipanir hafi verið gefnar um að Button ætti eða ekki að reyna framúrakstur til að breyta því hvor ynni. Menn hafði kannski frekar haft áhyggjur af bensínmagni bílanna á þeirri stundu sem málin voru rædd í talkerfinu.
Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira