Engin brögð í tafli eftir óhapp 28. júní 2010 10:43 Lewis Hamilton og Sebastian Vettel í upphafi mótsins í Valencia í gær. Mynd: Getty Images Spánverjinn Fernando Alonso var eldheitur eftir kappaksturinn í gær og taldi að dómarar mótsins hefðu óbeint hyglað að Lewis Hamilton með vægri refsingu, eftir að hann braut af sér og ók framúr öryggisbíl eftir óhapp í brautinni. Þá var reiði innan Ferrari vegna málsins, en Christian Horner framkvæmdarstjóri sigurliðs Red Bull er ósammála Alonso. Horner á hlut að máli þar sem það var Mark Webber, annar ökumanna hans sem lenti í óhappi og öryggisbíllinn kom út vegna þess. Hamilton stakk sér framúr honum og var refsað af dómurum, en Alonso þótti refsingin ekki næg. Hann tapaði engu sæti, á meðan Alonso fór að reglum og féll í áttunda sæti í mótinu þegar yfir lauk. Horner telur að Alonso hafi einfaldlega verið óheppinn. "Reglur um öryggisbílinn féllu ekki með Ferrari og McLaren menn voru kannski dálítið kræfir með það hvernig þeir fóru að, en þeir fengu sína refsingu. Það reyndist þeim ekki dýrkeypt, en ég tel ekki að brögð hafi verið í tafli. FIA þarf að skoða reglur um öryggisbílinn í framtíðinni", sagði Horner. Martin Whitmarsh hjá McLaren sagðist ekki skilja ummæli Alonso, þar sem McLaren hefði fengið refsingu. "Það var mjög erfitt að koma í veg fyrir það sem gerðist. Þetta var minniháttar mál. Málið fór fyrir dómara og þeir tóku ákvörðun. Alonso kann að hafa aðra skoðun, en þetta er bara eðlilegt í kappakstri", sagði Whitmarsh. Alonso var mjög ósáttur eftir mótið og sagðist hafa farið að reglum og aðeins náð áttunda sæti, en sá sem braut af sér hefði náð öðru sæti. Hann sagðist aldrei áður hafa séð ökumanna fara framúr öryggisbílnum. Níu ökunmönnum var refsað eftir keppni fyrir að fara ekki að regtlum þegar öryggisbíllinn var inn á brautinni og fengu allir fimm sekúndna refsingu fyrir. Alonso færðist upp um eitt sæti fyrir vikið. Brot þeirra var annars konar en Hamiltons. Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Spánverjinn Fernando Alonso var eldheitur eftir kappaksturinn í gær og taldi að dómarar mótsins hefðu óbeint hyglað að Lewis Hamilton með vægri refsingu, eftir að hann braut af sér og ók framúr öryggisbíl eftir óhapp í brautinni. Þá var reiði innan Ferrari vegna málsins, en Christian Horner framkvæmdarstjóri sigurliðs Red Bull er ósammála Alonso. Horner á hlut að máli þar sem það var Mark Webber, annar ökumanna hans sem lenti í óhappi og öryggisbíllinn kom út vegna þess. Hamilton stakk sér framúr honum og var refsað af dómurum, en Alonso þótti refsingin ekki næg. Hann tapaði engu sæti, á meðan Alonso fór að reglum og féll í áttunda sæti í mótinu þegar yfir lauk. Horner telur að Alonso hafi einfaldlega verið óheppinn. "Reglur um öryggisbílinn féllu ekki með Ferrari og McLaren menn voru kannski dálítið kræfir með það hvernig þeir fóru að, en þeir fengu sína refsingu. Það reyndist þeim ekki dýrkeypt, en ég tel ekki að brögð hafi verið í tafli. FIA þarf að skoða reglur um öryggisbílinn í framtíðinni", sagði Horner. Martin Whitmarsh hjá McLaren sagðist ekki skilja ummæli Alonso, þar sem McLaren hefði fengið refsingu. "Það var mjög erfitt að koma í veg fyrir það sem gerðist. Þetta var minniháttar mál. Málið fór fyrir dómara og þeir tóku ákvörðun. Alonso kann að hafa aðra skoðun, en þetta er bara eðlilegt í kappakstri", sagði Whitmarsh. Alonso var mjög ósáttur eftir mótið og sagðist hafa farið að reglum og aðeins náð áttunda sæti, en sá sem braut af sér hefði náð öðru sæti. Hann sagðist aldrei áður hafa séð ökumanna fara framúr öryggisbílnum. Níu ökunmönnum var refsað eftir keppni fyrir að fara ekki að regtlum þegar öryggisbíllinn var inn á brautinni og fengu allir fimm sekúndna refsingu fyrir. Alonso færðist upp um eitt sæti fyrir vikið. Brot þeirra var annars konar en Hamiltons.
Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira