Prófmál fyrir fræga fólkið 29. september 2010 07:00 Harður í horn að taka David Beckham hyggst ekkert gefa eftir í málsókn sinni og hyggst draga bæði vændiskonuna Irmu Nici og tímaritið In Touch fyrir dómstóla. Beckham-hjónin eru ógnarstórt fyrirtæki sem byggir á fjölskylduímynd. Frétt In Touch um framhjáhald eiginmannsins er því mætt af fullri hörku. Verður mál Davids Beckham til þess að slúðurblöð hiki við að birta framhjáhaldssögur af fræga fólkinu? Lögfræðingar í þremur löndum eru með mál Davids Beckham á sinni könnu. Lögfræðingar í Bretlandi fylgjast grannt með gangi mála hjá breskum blöðum og umfjöllun þeirra um málið, lögfræðingar í Bandaríkjunum fengu það verkefni að undirbúa málsókn á hendur Irmu Nici, ritstjóra In Touch, og fleiri tengdum fréttinni. Og þá eiga þýskir lögfræðingar að sjá um málarekstur á hendur útgáfufélagi blaðsins, Bauer, sem er í Þýskalandi. Beckham hyggst ekki semja um málið heldur fara með það fyrir dómstóla. Þetta kemur skýrt og greinilega fram í stefnu sem var birt vændiskonunni Irmu Nici en hún er andlit fréttar In Touch og hefur haldið því fram að Beckham hafi sængað hjá sér og vinkonu sinni gegn hárri greiðslu. Breska blaðið The Sun hefur fylgst grannt með gangi mála í New York þar sem Irma hefur falið sig en lögfræðingaher hafði loks upp á henni í svörtum jeppa þar sem hún var föst í umferðarteppu. Samkvæmt The Sun var hún elt þaðan á skrifstofu lögfræðinga sinna þar sem henni var birt stefnan. The Sun greinir frá innihaldi stefnunnar sem er níu síður. Þar kemur meðal annars fram að ásakanir Irmu séu rangar og hafi valdið Beckham miklu hugarangri. Hann sé í fréttinni sakaður um glæpsamlegt athæfi og hann er sýndur sem ótrúr eiginmaður auk þess sem gefið er í skyn að hann hafi stofnað heilsu eiginkonu sinnar í hættu með því að stunda kynmök við tvær vændiskonur. Beckham fer fram á skaðabætur upp á sextán milljónir punda, eða tæpa þrjá milljarða íslenskra króna. Í frétt The Sun er einnig vísað til bréfs sem lögfræðingur Beckham-hjónanna sendi ritstjórn In Touch en þar er varað við umfangsmiklum aðgerðum verði fréttin birt. Þar kemur einnig fram sú staðhæfing að frásögn Irmu sé alfarið hafnað sem lygi. The Sun hefur eftir heimildarmanni sínum að forstjóri útgáfufyrirtækis In Touch, Heins Bauer, sé algjörlega miður sín yfir málunum. „Það er eins og eitthvað hafi farið verulega úrskeiðis, þannig er andrúmsloftið hérna,“ hefur The Sun eftir heimildarmanni sínum. Málarekstur Beckham gegn In Touch og Bauer-útgáfufyrirtækinu gæti verið fordæmisgefandi. Ef fyrirtækinu verði gert að greiða hinar himinháu skaðabætur má vera ljóst að slúðurpressan vestanhafs munu væntanlega hika við að birta framhjáhaldssögur af fræga fólkinu án þess að vera með haldbæra sönnun fyrir því. freyrgigja@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman Lífið Fleiri fréttir Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Sjá meira
Beckham-hjónin eru ógnarstórt fyrirtæki sem byggir á fjölskylduímynd. Frétt In Touch um framhjáhald eiginmannsins er því mætt af fullri hörku. Verður mál Davids Beckham til þess að slúðurblöð hiki við að birta framhjáhaldssögur af fræga fólkinu? Lögfræðingar í þremur löndum eru með mál Davids Beckham á sinni könnu. Lögfræðingar í Bretlandi fylgjast grannt með gangi mála hjá breskum blöðum og umfjöllun þeirra um málið, lögfræðingar í Bandaríkjunum fengu það verkefni að undirbúa málsókn á hendur Irmu Nici, ritstjóra In Touch, og fleiri tengdum fréttinni. Og þá eiga þýskir lögfræðingar að sjá um málarekstur á hendur útgáfufélagi blaðsins, Bauer, sem er í Þýskalandi. Beckham hyggst ekki semja um málið heldur fara með það fyrir dómstóla. Þetta kemur skýrt og greinilega fram í stefnu sem var birt vændiskonunni Irmu Nici en hún er andlit fréttar In Touch og hefur haldið því fram að Beckham hafi sængað hjá sér og vinkonu sinni gegn hárri greiðslu. Breska blaðið The Sun hefur fylgst grannt með gangi mála í New York þar sem Irma hefur falið sig en lögfræðingaher hafði loks upp á henni í svörtum jeppa þar sem hún var föst í umferðarteppu. Samkvæmt The Sun var hún elt þaðan á skrifstofu lögfræðinga sinna þar sem henni var birt stefnan. The Sun greinir frá innihaldi stefnunnar sem er níu síður. Þar kemur meðal annars fram að ásakanir Irmu séu rangar og hafi valdið Beckham miklu hugarangri. Hann sé í fréttinni sakaður um glæpsamlegt athæfi og hann er sýndur sem ótrúr eiginmaður auk þess sem gefið er í skyn að hann hafi stofnað heilsu eiginkonu sinnar í hættu með því að stunda kynmök við tvær vændiskonur. Beckham fer fram á skaðabætur upp á sextán milljónir punda, eða tæpa þrjá milljarða íslenskra króna. Í frétt The Sun er einnig vísað til bréfs sem lögfræðingur Beckham-hjónanna sendi ritstjórn In Touch en þar er varað við umfangsmiklum aðgerðum verði fréttin birt. Þar kemur einnig fram sú staðhæfing að frásögn Irmu sé alfarið hafnað sem lygi. The Sun hefur eftir heimildarmanni sínum að forstjóri útgáfufyrirtækis In Touch, Heins Bauer, sé algjörlega miður sín yfir málunum. „Það er eins og eitthvað hafi farið verulega úrskeiðis, þannig er andrúmsloftið hérna,“ hefur The Sun eftir heimildarmanni sínum. Málarekstur Beckham gegn In Touch og Bauer-útgáfufyrirtækinu gæti verið fordæmisgefandi. Ef fyrirtækinu verði gert að greiða hinar himinháu skaðabætur má vera ljóst að slúðurpressan vestanhafs munu væntanlega hika við að birta framhjáhaldssögur af fræga fólkinu án þess að vera með haldbæra sönnun fyrir því. freyrgigja@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman Lífið Fleiri fréttir Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Sjá meira