Nýjar bókhaldsreglur blása út eigið fé sveitarfélaganna 19. maí 2010 05:00 Lönd og lóðir Sumar lóðir og lönd borgarinnar stendur aldrei til að selja og þær á því ekki að færa til eignar miðað við ímyndað markaðsvirði, segir Gunnlaugur Júlíusson, sviðsstjóri sambands sveitarfélaga. Hann segir að ný reikningsskilaregla dragi úr trausti á reikningsskilanefnd sveitarfélaga.fréttablaðið/stefán Gunnlaugur Júlíusson, sviðstjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands sveitarfélaga, hefur sent stjórn sambandsins harða gagnrýni á vinnubrögð reikningsskila- og upplýsinganefndar sveitarfélaga. Nefndin ákvað 9. apríl síðastliðinn að breyta reikningsskilareglum hvað varðar lóðir og lönd sveitarfélaga. Samkvæmt nýrri reglu ber sveitarfélögum að færa öll lönd sín og leigulóðir sem eignir í efnahagsreikningi. Heimilt er að gera það í ársreikningi 2009 en skylt í ársreikningi 2010. Hafnarfjörður og Mosfellsbær hafa nýtt sér þessa heimild, sem reikningsskilanefndin samþykkti 29. apríl og hafa kynnt ársreikninga þar sem aðferðinni er beitt. Hún eykur eigið fé Hafnarfjarðarbæjar um 6,6 milljarða og leiðir til þess að eiginfjárstaða bæjarins verður jákvæð um rúma fjóra milljarða. Gunnlaugur sat hjá þegar nefndin samþykkti álit á málinu og gagnrýnir málsmeðferð harðlega í bókun. Vinnubrögðin séu ófagleg og málið of stórt til að afgreiða umræðulítið og án nægilegs undirbúnings. Það hafi komið á borð nefndarinnar með óumbeðnu áliti frá starfsmönnum KPMG og fengið afgreiðslu á næsta fundi. „Leigutekjur eru ekki fastar í hendi,“ segir Gunnlaugur Júlíusson. „Það er ekki sanngjarnt að þær séu notaðar sem grunnur að eignamati.“ Sumar lóðir sveitarfélaga verði aldrei seldar og eigi því ekki að eignfæra út frá ímynduðu markaðsverði. „Maður spyr sig hvert er gangvirði lóða sem á aldrei að selja?“ segir hann. Hann birtir með bókun sinni yfirlit til að sýna að nýja reglan sé ekki nægilega varfærin og henni sé hvergi beitt á Norðurlöndum þar sem áhersla er lögð á að þenja ekki út efnahagsreikninga sveitarfélaga út á hæpnum forsendum. Kristján Jónasson, endurskoðandi hjá KPMG, er formaður nefndarinnar. Hann vildi ekki svara gagnrýni Gunnlaugs á málsmeðferðina en sagði breytinguna styðjast við þau rök að sveitarfélög eigi miklar eignir í löndum og lóðum. Talið hafi verið nauðsynlegt að þær kæmu fram í efnahagsreikningi á sama tíma og sveitarfélögum verður skylt að gera ýmsar skuldbindingar sem hafa staðið utan við efnahagsreikning sýnilegar. Reikningsskil eigna sveitarfélaga verði endurskoðuð í heild í haust. peturg@frettabladid.is Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Gunnlaugur Júlíusson, sviðstjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands sveitarfélaga, hefur sent stjórn sambandsins harða gagnrýni á vinnubrögð reikningsskila- og upplýsinganefndar sveitarfélaga. Nefndin ákvað 9. apríl síðastliðinn að breyta reikningsskilareglum hvað varðar lóðir og lönd sveitarfélaga. Samkvæmt nýrri reglu ber sveitarfélögum að færa öll lönd sín og leigulóðir sem eignir í efnahagsreikningi. Heimilt er að gera það í ársreikningi 2009 en skylt í ársreikningi 2010. Hafnarfjörður og Mosfellsbær hafa nýtt sér þessa heimild, sem reikningsskilanefndin samþykkti 29. apríl og hafa kynnt ársreikninga þar sem aðferðinni er beitt. Hún eykur eigið fé Hafnarfjarðarbæjar um 6,6 milljarða og leiðir til þess að eiginfjárstaða bæjarins verður jákvæð um rúma fjóra milljarða. Gunnlaugur sat hjá þegar nefndin samþykkti álit á málinu og gagnrýnir málsmeðferð harðlega í bókun. Vinnubrögðin séu ófagleg og málið of stórt til að afgreiða umræðulítið og án nægilegs undirbúnings. Það hafi komið á borð nefndarinnar með óumbeðnu áliti frá starfsmönnum KPMG og fengið afgreiðslu á næsta fundi. „Leigutekjur eru ekki fastar í hendi,“ segir Gunnlaugur Júlíusson. „Það er ekki sanngjarnt að þær séu notaðar sem grunnur að eignamati.“ Sumar lóðir sveitarfélaga verði aldrei seldar og eigi því ekki að eignfæra út frá ímynduðu markaðsverði. „Maður spyr sig hvert er gangvirði lóða sem á aldrei að selja?“ segir hann. Hann birtir með bókun sinni yfirlit til að sýna að nýja reglan sé ekki nægilega varfærin og henni sé hvergi beitt á Norðurlöndum þar sem áhersla er lögð á að þenja ekki út efnahagsreikninga sveitarfélaga út á hæpnum forsendum. Kristján Jónasson, endurskoðandi hjá KPMG, er formaður nefndarinnar. Hann vildi ekki svara gagnrýni Gunnlaugs á málsmeðferðina en sagði breytinguna styðjast við þau rök að sveitarfélög eigi miklar eignir í löndum og lóðum. Talið hafi verið nauðsynlegt að þær kæmu fram í efnahagsreikningi á sama tíma og sveitarfélögum verður skylt að gera ýmsar skuldbindingar sem hafa staðið utan við efnahagsreikning sýnilegar. Reikningsskil eigna sveitarfélaga verði endurskoðuð í heild í haust. peturg@frettabladid.is
Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira