Saltfiskur í hátíðarbúningi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. desember 2010 06:00 Steiktur og ofnbakaður saltfiskur með hvítlaukskeim, sellerírótarstöppu og léttsteiktri lauk-, ólífu- og tómatblöndu. Þorlákur segir saltfiskinn verða að vera vel útvatnaðan áður en hann er steiktur. Fréttablaðið/GVA Í kaþólskum sið hefur löngum verið hefð fyrir því að dregið sé úr kjötáti síðustu vikur fyrir jól, eins og orðið jólafasta felur í sér. Af þeim sið eimir enn eftir hér á landi og sjálfsagt þykir að neyta fisks á Þorláksmessu. Hér er tillaga að góðum saltfisk. Þorlákur Guðmundsson, vert í Salthúsinu í Grindavík, kveðst hafa kynnst fjölbreyttri matreiðslu saltfisks á Spáni, Portúgal og Ítalíu er hann var í millilandasiglingum á yngri árum. „Ég var vanur soðnum saltfiski að heiman en þarna sá ég hvað hægt var að gera. Þegar ég var orðinn skipskokkur fór ég að leyfa mér að prófa ýmsa hluti og fyrst voru menn hikandi að smakka en svo komust þeir á bragðið," segir hann. Nafn veitingastaðarins og sú staðreynd að Grindavík er einn stærsti útflutningsbær saltfisks á Íslandi varð til þess að leitað var til Þorláks eftir uppskrift að saltfiskrétti. Hann hefur sér til fulltingis matreiðslumeistarann Hajie Flores Sieat frá Filippseyjum sem er flinkur að matreiða og líka meistari í skreytilist. Þeir félagar taka fram að saltfiskur megi alls ekki vera saltur þegar hann sé steiktur, því þurfi að útvatna hann vel.Saltfiskur með sellerírótarstöppu og laukblöndu Hajie Flores og Þorlákur Guðmundsson í Salthúsinu í Grindavík.Fyrir fjóra800 g saltfiskhnakkar vel útvatnaðirsvartur piparögn af hveitiólífuolíabrauðmylsnahvítlaukssmjör Skerið saltfiskinn í fjóra jafna bita og kryddið örlítið með svörtum pipar. Veltið þeim upp úr hveiti og steikið upp úr ólífuolíunni, um það bil tvær mínútur á hvorri hlið. Færið fiskinn upp á fat og setjið brauðmylsnu og hvítlaukssmjör ofan á. Setjið fatið í 170 gráðu heitan ofn í um það bil 15 mínútur.Sellerístappa1 kg sellerírót750 g gulrætur1 l rjómi2 msk. hunang1 msk. grænmetiskraftur1 tsk. kjötkraftur6 greinar ferskt timjan tekið af stilknumsvartur pipar Skrælið sellerírót og gulrætur og skerið í litla bita. Setjið allt hráefni í pott og sjóðið þar til það er mjúkt. Færið það yfir í matvinnsluvél og hrærið vel. Þykkið það síðan örlítið með Maggi kartöflumús.Laukblanda2 laukar skornir í báta12 kirsuberjatómatar skornir í fernt16 ólífurólífuolíahvítlaukssmjörMaldonsaltsvartur pipar Léttsteikið lauk, tómata og ólífur í hvítlaukssmjöri og ólífuolíu. Kryddið örlítið með Maldonsalti og pipar. Þá er rétturinn tilbúinn á borð. Jólamatur Saltfiskur Sjávarréttir Uppskriftir Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Í kaþólskum sið hefur löngum verið hefð fyrir því að dregið sé úr kjötáti síðustu vikur fyrir jól, eins og orðið jólafasta felur í sér. Af þeim sið eimir enn eftir hér á landi og sjálfsagt þykir að neyta fisks á Þorláksmessu. Hér er tillaga að góðum saltfisk. Þorlákur Guðmundsson, vert í Salthúsinu í Grindavík, kveðst hafa kynnst fjölbreyttri matreiðslu saltfisks á Spáni, Portúgal og Ítalíu er hann var í millilandasiglingum á yngri árum. „Ég var vanur soðnum saltfiski að heiman en þarna sá ég hvað hægt var að gera. Þegar ég var orðinn skipskokkur fór ég að leyfa mér að prófa ýmsa hluti og fyrst voru menn hikandi að smakka en svo komust þeir á bragðið," segir hann. Nafn veitingastaðarins og sú staðreynd að Grindavík er einn stærsti útflutningsbær saltfisks á Íslandi varð til þess að leitað var til Þorláks eftir uppskrift að saltfiskrétti. Hann hefur sér til fulltingis matreiðslumeistarann Hajie Flores Sieat frá Filippseyjum sem er flinkur að matreiða og líka meistari í skreytilist. Þeir félagar taka fram að saltfiskur megi alls ekki vera saltur þegar hann sé steiktur, því þurfi að útvatna hann vel.Saltfiskur með sellerírótarstöppu og laukblöndu Hajie Flores og Þorlákur Guðmundsson í Salthúsinu í Grindavík.Fyrir fjóra800 g saltfiskhnakkar vel útvatnaðirsvartur piparögn af hveitiólífuolíabrauðmylsnahvítlaukssmjör Skerið saltfiskinn í fjóra jafna bita og kryddið örlítið með svörtum pipar. Veltið þeim upp úr hveiti og steikið upp úr ólífuolíunni, um það bil tvær mínútur á hvorri hlið. Færið fiskinn upp á fat og setjið brauðmylsnu og hvítlaukssmjör ofan á. Setjið fatið í 170 gráðu heitan ofn í um það bil 15 mínútur.Sellerístappa1 kg sellerírót750 g gulrætur1 l rjómi2 msk. hunang1 msk. grænmetiskraftur1 tsk. kjötkraftur6 greinar ferskt timjan tekið af stilknumsvartur pipar Skrælið sellerírót og gulrætur og skerið í litla bita. Setjið allt hráefni í pott og sjóðið þar til það er mjúkt. Færið það yfir í matvinnsluvél og hrærið vel. Þykkið það síðan örlítið með Maggi kartöflumús.Laukblanda2 laukar skornir í báta12 kirsuberjatómatar skornir í fernt16 ólífurólífuolíahvítlaukssmjörMaldonsaltsvartur pipar Léttsteikið lauk, tómata og ólífur í hvítlaukssmjöri og ólífuolíu. Kryddið örlítið með Maldonsalti og pipar. Þá er rétturinn tilbúinn á borð.
Jólamatur Saltfiskur Sjávarréttir Uppskriftir Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira