Bergsteinn Sigurðsson: Þjóðfélag vonbrigðanna Bergsteinn Sigurðsson skrifar 27. maí 2010 06:00 Skömmu eftir Hrun, raunar bara örfáum dögum, varð vitundarvakning á Íslandi. Íslendingar sannfærðust um að það væri raunhæfur möguleiki á að stokka kerfið upp; út með það gamla - inn með það nýja. Um allan bæ hélt fólk súpufundi þar sem vinir komu saman og skeggræddu um framtíðina, möguleikana og tækifærin sem í henni fólust. Í dagblöðunum valdist gáfaðasta og lærðasta fólk landsins í skuggaríkisstjórnir og vísaði veginn að betra landi; samfélagi þar sem spillingunni, smásálarskapnum, og tittlingaskítsskotgrafarumræðunni yrði kastað fyrir róða. Mörgum fannst eins og þjóðin hefði endurheimt glötuð heilindi og með þau í veganesti myndi ekki langt um líða þar til við fengjum uppreisn æru í samfélagi þjóðanna. Sjaldan hafa jafn háleit og göfug markmið farið fyrir jafn lítið. Af öllu því sem lagt var upp með Hrunaveturinn mikla hefur nákvæmlega ekkert ræst. Við stöndum frammi fyrir því að meirihluti kjósenda í Reykjavík lítur á risastóran fokkjúputta sem álitlegasta valkostinn í borgarstjórnarkosningum. Markið var sannarlega sett hátt og það ætlaðist enginn til þess að þær umbætur sem kallað var eftir næðu fram að ganga á einni nóttu en gat okkur fjandakornið ekki orðið aðeins meira ágengt á einu og hálfu ári? Viðbrögð margra stjórnmálamanna við Hruninu eru þversagnakenndina; í aðra röndina vilja þeir flýja það; þeir forðast að ræða það og segja að við eigum ekki að dvelja of mikið við hið liðna. Á hinn bóginn vilja þeir ríghalda í Hrunið og kenna því um allt afvega fer hjá þeim; í fyrra kenndu þeir Hruninu um lélegt gengi í kosningum, nú er Hrunskýrslan að þvælast fyrir þeim. Hvað næst? Enn hefur enginn stjórnmálamaður gengið fram fyrir skjöldu og einfaldlega sagt: ætli skilaboðin séu ekki þau að fólki finnst við ekki hafa staðið okkur vel. Hrunið sjálft er afstaðið, þótt við glímum enn við afleiðingar þess. Almenningur hefur hins vegar ekki séð þess merki að flokkarnir hafi lært nokkuð af því eða hafi yfirhöfuð áhuga á að læra eitthvað af því. Þar til það gerist verður það álitlegur kostur að láta kylfu ráða kasti og merkja við uppréttu löngutöngina á kjörseðlinum. Það er ekki til marks um andúð á lýðræðinu, eins og sumir halda fram, heldur fyrst og fremst vonbrigði. Einfaldasta leiðin til að verða ekki fyrir vonbrigðum er að hætta að gera sér væntingar. Það er vissulega sorglegt hlutskipti þjóðar en engu að síður nákvæmlega það sem við búum við í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir Skoðun
Skömmu eftir Hrun, raunar bara örfáum dögum, varð vitundarvakning á Íslandi. Íslendingar sannfærðust um að það væri raunhæfur möguleiki á að stokka kerfið upp; út með það gamla - inn með það nýja. Um allan bæ hélt fólk súpufundi þar sem vinir komu saman og skeggræddu um framtíðina, möguleikana og tækifærin sem í henni fólust. Í dagblöðunum valdist gáfaðasta og lærðasta fólk landsins í skuggaríkisstjórnir og vísaði veginn að betra landi; samfélagi þar sem spillingunni, smásálarskapnum, og tittlingaskítsskotgrafarumræðunni yrði kastað fyrir róða. Mörgum fannst eins og þjóðin hefði endurheimt glötuð heilindi og með þau í veganesti myndi ekki langt um líða þar til við fengjum uppreisn æru í samfélagi þjóðanna. Sjaldan hafa jafn háleit og göfug markmið farið fyrir jafn lítið. Af öllu því sem lagt var upp með Hrunaveturinn mikla hefur nákvæmlega ekkert ræst. Við stöndum frammi fyrir því að meirihluti kjósenda í Reykjavík lítur á risastóran fokkjúputta sem álitlegasta valkostinn í borgarstjórnarkosningum. Markið var sannarlega sett hátt og það ætlaðist enginn til þess að þær umbætur sem kallað var eftir næðu fram að ganga á einni nóttu en gat okkur fjandakornið ekki orðið aðeins meira ágengt á einu og hálfu ári? Viðbrögð margra stjórnmálamanna við Hruninu eru þversagnakenndina; í aðra röndina vilja þeir flýja það; þeir forðast að ræða það og segja að við eigum ekki að dvelja of mikið við hið liðna. Á hinn bóginn vilja þeir ríghalda í Hrunið og kenna því um allt afvega fer hjá þeim; í fyrra kenndu þeir Hruninu um lélegt gengi í kosningum, nú er Hrunskýrslan að þvælast fyrir þeim. Hvað næst? Enn hefur enginn stjórnmálamaður gengið fram fyrir skjöldu og einfaldlega sagt: ætli skilaboðin séu ekki þau að fólki finnst við ekki hafa staðið okkur vel. Hrunið sjálft er afstaðið, þótt við glímum enn við afleiðingar þess. Almenningur hefur hins vegar ekki séð þess merki að flokkarnir hafi lært nokkuð af því eða hafi yfirhöfuð áhuga á að læra eitthvað af því. Þar til það gerist verður það álitlegur kostur að láta kylfu ráða kasti og merkja við uppréttu löngutöngina á kjörseðlinum. Það er ekki til marks um andúð á lýðræðinu, eins og sumir halda fram, heldur fyrst og fremst vonbrigði. Einfaldasta leiðin til að verða ekki fyrir vonbrigðum er að hætta að gera sér væntingar. Það er vissulega sorglegt hlutskipti þjóðar en engu að síður nákvæmlega það sem við búum við í dag.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun