Kubica: Fullur sjálfstrausts eftir æfingar 14. maí 2010 09:01 Pólverjinn Robert Kubica á Renault gæti orðið sterkur í keppninni í Mónakó um helgina. Mynd: Getty Images Pólverjinn Robert Kubica á Renault ók vel á æfingu Formúlu 1 keppnisliða í Mónakó í gæt og gæti komið stórliðum McLaren, Ferrari og Mercedes í opna skjöldu í tímatökunni þegar 24 bílar þeysa brautina í kappa við klukkuna á morgun. Renault mun að sögn autosport.com setja nýjan framvæng undir bíl Kubica á morgun og Kubica var borubrattur í samtali við vefsetrið enska. "Það getur allt gerst í Mónakó og hlutirnir geta snúist fljótt. Við vonumst til að bæta jafnvægi bílsins, en brautin er fljót að breytast. Menn verða að hitta á naglann á höfuðið á hverjum tíma og það er ekki auðvelt. Menn verða að meta stöðuna rétt fyrir tímatökuna og fylgjast grannt með aðstæðum", sagði Kubica, sem er einn af þeim ökumönnum sem hefur komið hvað mest á óvart á keppnistímabilinu. Hann var með þriðja og sjötta besta aksturstímann á æfingum í gær. Frí er hjá ökumönnum í Mónakó í dag samkvæmt hefð og hefðbundar föstudagsæfingar fóru í raun fram í gær. Margir ökumenn hafa haft áhyggjur af því að fyrsta umferðin verði erfið í tímatökun á morgun, en þá aka 24 bílar trúlega á svipuðum eða sama tíma og reyna komast í gegnum fyrsta niðurskurðinn. Ekið er í þremur umferðum í tímatökum og tíu fljótustu keppa um bestu stöðu á ráslínu, sem er líklega hvergi mikilvægari en á götum Mónakó. "Ég er fullur stjálfstrausts eftir fyrstu æfingarnar og ég er oftast þannig á götubrautum. Það verður mikilvægt að hitta á rétta tímasetningu í tímatökunni og það gekk þó ágætlega á æfingunum. Strákarnir sem keyra hjá nýju liðunum þurfa að aka og gæta þess líka að vera ekki fyrir. Það verður hvorki auðvelt fyrir þá né okkur. Menn verða bara að fást við aðstæður", sagði Kubica. Þrjú ný lið eru í Formúlu 1 og ökumenn þeirra voru meira en þremur sekúndum hægari í brautinni í Mónakó í hverjum hring á æfingum og verður því vandasamt verk fyrir þá að halda vöku sinni gagnvart öðrum keppendum, auk þess að ná góðum aksturstíma. Tímatakan í Mó hérna.nakó er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11.30. Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Pólverjinn Robert Kubica á Renault ók vel á æfingu Formúlu 1 keppnisliða í Mónakó í gæt og gæti komið stórliðum McLaren, Ferrari og Mercedes í opna skjöldu í tímatökunni þegar 24 bílar þeysa brautina í kappa við klukkuna á morgun. Renault mun að sögn autosport.com setja nýjan framvæng undir bíl Kubica á morgun og Kubica var borubrattur í samtali við vefsetrið enska. "Það getur allt gerst í Mónakó og hlutirnir geta snúist fljótt. Við vonumst til að bæta jafnvægi bílsins, en brautin er fljót að breytast. Menn verða að hitta á naglann á höfuðið á hverjum tíma og það er ekki auðvelt. Menn verða að meta stöðuna rétt fyrir tímatökuna og fylgjast grannt með aðstæðum", sagði Kubica, sem er einn af þeim ökumönnum sem hefur komið hvað mest á óvart á keppnistímabilinu. Hann var með þriðja og sjötta besta aksturstímann á æfingum í gær. Frí er hjá ökumönnum í Mónakó í dag samkvæmt hefð og hefðbundar föstudagsæfingar fóru í raun fram í gær. Margir ökumenn hafa haft áhyggjur af því að fyrsta umferðin verði erfið í tímatökun á morgun, en þá aka 24 bílar trúlega á svipuðum eða sama tíma og reyna komast í gegnum fyrsta niðurskurðinn. Ekið er í þremur umferðum í tímatökum og tíu fljótustu keppa um bestu stöðu á ráslínu, sem er líklega hvergi mikilvægari en á götum Mónakó. "Ég er fullur stjálfstrausts eftir fyrstu æfingarnar og ég er oftast þannig á götubrautum. Það verður mikilvægt að hitta á rétta tímasetningu í tímatökunni og það gekk þó ágætlega á æfingunum. Strákarnir sem keyra hjá nýju liðunum þurfa að aka og gæta þess líka að vera ekki fyrir. Það verður hvorki auðvelt fyrir þá né okkur. Menn verða bara að fást við aðstæður", sagði Kubica. Þrjú ný lið eru í Formúlu 1 og ökumenn þeirra voru meira en þremur sekúndum hægari í brautinni í Mónakó í hverjum hring á æfingum og verður því vandasamt verk fyrir þá að halda vöku sinni gagnvart öðrum keppendum, auk þess að ná góðum aksturstíma. Tímatakan í Mó hérna.nakó er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11.30.
Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira