Pólstjörnufangi í flugnámi Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. febrúar 2010 17:15 Fangar eru innan veggja Litla Hrauns þegar þeir stunda nám sitt. Mynd/ Vilhelm. Pólstjörnufanginn Guðbjarni Traustason stundar flugnám í fangelsinu á Litla Hrauni þessi misserin, samkvæmt heimildum Vísis. Guðbjarni var einn þeirra sem var dæmdur í fangelsi fyrir smygl á 100 kílóum af fíkniefnum í Pólstjörnumálinu svokallaða á haustmánuðum árið 2007. Heimildir Vísis herma að um bóklega hluta flugnámsins sé að ræða, en ekki eiginlega flugtíma. Fangar fá ekki að taka flugtíma Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður Fangelsisins að Litla Hrauni, segist ekki geta tjáð sig um málefni einstakra fanga þegar Vísir spyr hana út í nám Guðbjarna. Hún staðfestir hins vegar að fangar eigi þess ekki kost að sækja flugtíma frá fangelsinu. Hins vegar hafi örfáir fangar fengið að stunda fjarnám sem þeir stundi þá innan veggja fangelsisins. Í undantekningartilfellum fái þeir að sækja próf utan fangelsisins en þá séu þeir í fylgd tveggja fangavarða. Margrét segir að það virðist vera sá misskilningur kominn á kreik að nokkrir fangar stundi nám utan fangelsisins. Það sé ekki rétt. Einn fangi hafi fengið að stunda nám utan veggja fangelsisins. Hann hafi numið við Fjöbrautaskóla Suðurlands. Í öllum öðrum tilfellum hafi fangar stundað námið frá fangelsinu. Námið er mikil hvatning Margrét segir að námið sé föngunum mikil hvatning. Það gleymist stundum að stór hluti af föngum séu strákar sem hafi flosnað upp úr námi í grunnskóla. Þá hafi sex fangar stundað fjarnám við Verzlunarskóla Íslands í fyrra. „Það útskrifðust tveir stúdentar í desember sem höfðu stundað nám hérna," segir Margrét. Þeir hafi útskrifast frá Fjölbrautaskóla Suðurlands. Annar þeirra hafi fengið viðurkenningu fyrir frábæran námsárangur. Pólstjörnumálið Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fleiri fréttir Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Sjá meira
Pólstjörnufanginn Guðbjarni Traustason stundar flugnám í fangelsinu á Litla Hrauni þessi misserin, samkvæmt heimildum Vísis. Guðbjarni var einn þeirra sem var dæmdur í fangelsi fyrir smygl á 100 kílóum af fíkniefnum í Pólstjörnumálinu svokallaða á haustmánuðum árið 2007. Heimildir Vísis herma að um bóklega hluta flugnámsins sé að ræða, en ekki eiginlega flugtíma. Fangar fá ekki að taka flugtíma Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður Fangelsisins að Litla Hrauni, segist ekki geta tjáð sig um málefni einstakra fanga þegar Vísir spyr hana út í nám Guðbjarna. Hún staðfestir hins vegar að fangar eigi þess ekki kost að sækja flugtíma frá fangelsinu. Hins vegar hafi örfáir fangar fengið að stunda fjarnám sem þeir stundi þá innan veggja fangelsisins. Í undantekningartilfellum fái þeir að sækja próf utan fangelsisins en þá séu þeir í fylgd tveggja fangavarða. Margrét segir að það virðist vera sá misskilningur kominn á kreik að nokkrir fangar stundi nám utan fangelsisins. Það sé ekki rétt. Einn fangi hafi fengið að stunda nám utan veggja fangelsisins. Hann hafi numið við Fjöbrautaskóla Suðurlands. Í öllum öðrum tilfellum hafi fangar stundað námið frá fangelsinu. Námið er mikil hvatning Margrét segir að námið sé föngunum mikil hvatning. Það gleymist stundum að stór hluti af föngum séu strákar sem hafi flosnað upp úr námi í grunnskóla. Þá hafi sex fangar stundað fjarnám við Verzlunarskóla Íslands í fyrra. „Það útskrifðust tveir stúdentar í desember sem höfðu stundað nám hérna," segir Margrét. Þeir hafi útskrifast frá Fjölbrautaskóla Suðurlands. Annar þeirra hafi fengið viðurkenningu fyrir frábæran námsárangur.
Pólstjörnumálið Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fleiri fréttir Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Sjá meira