Forstjóri Ferrari: Nóg komið af hræsni í umræðu um liðsskipanir 27. júlí 2010 08:13 Luca Montezemolo , forstjóri Ferrari og Stefando Domenicali sem er framkvæmdarstjóri Formúlu 1 liðs Ferrrari. Ítalinn Luca Montezemolo, forstjóri Ferrari segir að liðsskipanir hafi viðgengist í Formúlu 1 í áratugi og hann er ánægður með tvöfaldan sigur Ferrari og hefur ekki áhyggjur af fjölmiiðlafárinu í kringum það sem dæmt var brot Ferrari ár reglum í þýskalandi um síðustu helgi. Felipe Massa var látinn hleypa Fernando Alonso framúr sér og dómarar töldu það brot á reglum um bann við liðsskipunum og brot á reglum um íþróttamannslega hegðun af hálfu liðsins. Liðið fékk 12,2 miljónir í sekt og málið var sent áfram til athugunar hjá akstursíþróttaráði FIA. Heimsmeistarinn Jenson Button hjá McLaren segir að rangt sé að breyta liðsskipunum til að breyta úrslitum og McLaren stjórinn Martin Whitmarsh segir að ökumönnum sínum sé frjálst að keppa innbyrðis í mótum. Michael Schumacher hjá Mercedes sagðist skilja atferli Ferrari, þannig að skiptar skoðanir eru meðal bæði ökumanna og annara sem hafa fjallað um málið síðustu daga. Sumir vilja meina að leyndar liðsskipanir hafi viiðgengist frá því þær voru bannaðar árið 2002. "Ég vil bara staðfesta það sem ég hef alltaf sagt, og ökumenn okkar vita og þurfa að hlýta. Ef ökumaður ekur fyrir Ferrari, þá ganga hagsmunir liðsins fyrir hagsmunum ökumannanna. Svo samskonar atvik hent frá því á dögum Tazio Nuvolari og ég upplifiði þetta sjálfur þegar ég var íþróttastjóri Ferrari á dögum Niki Lauda", sagði Montezemolo á vefsvæði Ferrari samkvæmt frétt á autosport.com. "Þessvegna er komið nóg af þessari hræsni, jafnvel þó að sumir hefðu viljað sjá ökumenn okkar lenda í árekstri vegna innanbúðarbaráttu í brautinni. Það er ekki okkar hagur né áhangenda okkar." "Ég er mjög ánægður fyrir hönd aðdáenda okkar sem sáu Ferrari leiða mótið frá upphafi til enda og réðu lögum og lofum. Árangurinn er vegna mikillar vinnu allra sem gáfust ekki upp. Núna verðum við að halda áfram á sömu braut, bæta bílinn svo við verðum samkeppnisfærir á öllum brautum. Alonso og Massa stóðu sig vel og gáfu allt sitt í þetta", sagði Montezemolo. Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Ítalinn Luca Montezemolo, forstjóri Ferrari segir að liðsskipanir hafi viðgengist í Formúlu 1 í áratugi og hann er ánægður með tvöfaldan sigur Ferrari og hefur ekki áhyggjur af fjölmiiðlafárinu í kringum það sem dæmt var brot Ferrari ár reglum í þýskalandi um síðustu helgi. Felipe Massa var látinn hleypa Fernando Alonso framúr sér og dómarar töldu það brot á reglum um bann við liðsskipunum og brot á reglum um íþróttamannslega hegðun af hálfu liðsins. Liðið fékk 12,2 miljónir í sekt og málið var sent áfram til athugunar hjá akstursíþróttaráði FIA. Heimsmeistarinn Jenson Button hjá McLaren segir að rangt sé að breyta liðsskipunum til að breyta úrslitum og McLaren stjórinn Martin Whitmarsh segir að ökumönnum sínum sé frjálst að keppa innbyrðis í mótum. Michael Schumacher hjá Mercedes sagðist skilja atferli Ferrari, þannig að skiptar skoðanir eru meðal bæði ökumanna og annara sem hafa fjallað um málið síðustu daga. Sumir vilja meina að leyndar liðsskipanir hafi viiðgengist frá því þær voru bannaðar árið 2002. "Ég vil bara staðfesta það sem ég hef alltaf sagt, og ökumenn okkar vita og þurfa að hlýta. Ef ökumaður ekur fyrir Ferrari, þá ganga hagsmunir liðsins fyrir hagsmunum ökumannanna. Svo samskonar atvik hent frá því á dögum Tazio Nuvolari og ég upplifiði þetta sjálfur þegar ég var íþróttastjóri Ferrari á dögum Niki Lauda", sagði Montezemolo á vefsvæði Ferrari samkvæmt frétt á autosport.com. "Þessvegna er komið nóg af þessari hræsni, jafnvel þó að sumir hefðu viljað sjá ökumenn okkar lenda í árekstri vegna innanbúðarbaráttu í brautinni. Það er ekki okkar hagur né áhangenda okkar." "Ég er mjög ánægður fyrir hönd aðdáenda okkar sem sáu Ferrari leiða mótið frá upphafi til enda og réðu lögum og lofum. Árangurinn er vegna mikillar vinnu allra sem gáfust ekki upp. Núna verðum við að halda áfram á sömu braut, bæta bílinn svo við verðum samkeppnisfærir á öllum brautum. Alonso og Massa stóðu sig vel og gáfu allt sitt í þetta", sagði Montezemolo.
Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira