Forstjóri Ferrari: Nóg komið af hræsni í umræðu um liðsskipanir 27. júlí 2010 08:13 Luca Montezemolo , forstjóri Ferrari og Stefando Domenicali sem er framkvæmdarstjóri Formúlu 1 liðs Ferrrari. Ítalinn Luca Montezemolo, forstjóri Ferrari segir að liðsskipanir hafi viðgengist í Formúlu 1 í áratugi og hann er ánægður með tvöfaldan sigur Ferrari og hefur ekki áhyggjur af fjölmiiðlafárinu í kringum það sem dæmt var brot Ferrari ár reglum í þýskalandi um síðustu helgi. Felipe Massa var látinn hleypa Fernando Alonso framúr sér og dómarar töldu það brot á reglum um bann við liðsskipunum og brot á reglum um íþróttamannslega hegðun af hálfu liðsins. Liðið fékk 12,2 miljónir í sekt og málið var sent áfram til athugunar hjá akstursíþróttaráði FIA. Heimsmeistarinn Jenson Button hjá McLaren segir að rangt sé að breyta liðsskipunum til að breyta úrslitum og McLaren stjórinn Martin Whitmarsh segir að ökumönnum sínum sé frjálst að keppa innbyrðis í mótum. Michael Schumacher hjá Mercedes sagðist skilja atferli Ferrari, þannig að skiptar skoðanir eru meðal bæði ökumanna og annara sem hafa fjallað um málið síðustu daga. Sumir vilja meina að leyndar liðsskipanir hafi viiðgengist frá því þær voru bannaðar árið 2002. "Ég vil bara staðfesta það sem ég hef alltaf sagt, og ökumenn okkar vita og þurfa að hlýta. Ef ökumaður ekur fyrir Ferrari, þá ganga hagsmunir liðsins fyrir hagsmunum ökumannanna. Svo samskonar atvik hent frá því á dögum Tazio Nuvolari og ég upplifiði þetta sjálfur þegar ég var íþróttastjóri Ferrari á dögum Niki Lauda", sagði Montezemolo á vefsvæði Ferrari samkvæmt frétt á autosport.com. "Þessvegna er komið nóg af þessari hræsni, jafnvel þó að sumir hefðu viljað sjá ökumenn okkar lenda í árekstri vegna innanbúðarbaráttu í brautinni. Það er ekki okkar hagur né áhangenda okkar." "Ég er mjög ánægður fyrir hönd aðdáenda okkar sem sáu Ferrari leiða mótið frá upphafi til enda og réðu lögum og lofum. Árangurinn er vegna mikillar vinnu allra sem gáfust ekki upp. Núna verðum við að halda áfram á sömu braut, bæta bílinn svo við verðum samkeppnisfærir á öllum brautum. Alonso og Massa stóðu sig vel og gáfu allt sitt í þetta", sagði Montezemolo. Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Ítalinn Luca Montezemolo, forstjóri Ferrari segir að liðsskipanir hafi viðgengist í Formúlu 1 í áratugi og hann er ánægður með tvöfaldan sigur Ferrari og hefur ekki áhyggjur af fjölmiiðlafárinu í kringum það sem dæmt var brot Ferrari ár reglum í þýskalandi um síðustu helgi. Felipe Massa var látinn hleypa Fernando Alonso framúr sér og dómarar töldu það brot á reglum um bann við liðsskipunum og brot á reglum um íþróttamannslega hegðun af hálfu liðsins. Liðið fékk 12,2 miljónir í sekt og málið var sent áfram til athugunar hjá akstursíþróttaráði FIA. Heimsmeistarinn Jenson Button hjá McLaren segir að rangt sé að breyta liðsskipunum til að breyta úrslitum og McLaren stjórinn Martin Whitmarsh segir að ökumönnum sínum sé frjálst að keppa innbyrðis í mótum. Michael Schumacher hjá Mercedes sagðist skilja atferli Ferrari, þannig að skiptar skoðanir eru meðal bæði ökumanna og annara sem hafa fjallað um málið síðustu daga. Sumir vilja meina að leyndar liðsskipanir hafi viiðgengist frá því þær voru bannaðar árið 2002. "Ég vil bara staðfesta það sem ég hef alltaf sagt, og ökumenn okkar vita og þurfa að hlýta. Ef ökumaður ekur fyrir Ferrari, þá ganga hagsmunir liðsins fyrir hagsmunum ökumannanna. Svo samskonar atvik hent frá því á dögum Tazio Nuvolari og ég upplifiði þetta sjálfur þegar ég var íþróttastjóri Ferrari á dögum Niki Lauda", sagði Montezemolo á vefsvæði Ferrari samkvæmt frétt á autosport.com. "Þessvegna er komið nóg af þessari hræsni, jafnvel þó að sumir hefðu viljað sjá ökumenn okkar lenda í árekstri vegna innanbúðarbaráttu í brautinni. Það er ekki okkar hagur né áhangenda okkar." "Ég er mjög ánægður fyrir hönd aðdáenda okkar sem sáu Ferrari leiða mótið frá upphafi til enda og réðu lögum og lofum. Árangurinn er vegna mikillar vinnu allra sem gáfust ekki upp. Núna verðum við að halda áfram á sömu braut, bæta bílinn svo við verðum samkeppnisfærir á öllum brautum. Alonso og Massa stóðu sig vel og gáfu allt sitt í þetta", sagði Montezemolo.
Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira