Ólafur Arnalds: kemur fram í Bridgewater Hall með sinfóníu alfrun@frettabladid.is skrifar 1. júlí 2010 16:00 Ólafur Arnalds mun frumflytja nýju plötuna sína fyrir fullum sal í einum af þremur bestu tónleikahöllum í Bretlandi. „Ég er búinn að vera hér síðan á sunnudaginn til að æfa og þetta er mjög flott. Gaman að spila í svona stórum sal," segir tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds. Ólafur frumflytur plötu sína ... and they have escaped the weight of darkness fyrir fullum sal í The Bridgewater Hall tónleikahöllinni í Manchester í kvöld. Höllin er talin vera ein af þremur bestu tónleikahöllum í Bretlandi og tekur 2.400 manns í sæti. Gítarleikari hljómsveitarinnar Radiohead, Johnny Greenwood, flytur einnig eigið verk sig sama kvöld en hann er aðaltónskáld sveitar breska ríkisjónvarpsins BBC. Ólafur er að fylgja eftir útgáfu plötunnar sem kom út í Bretlandi í maí. Ólafur er mikill aðdáandi hljómsveitarinnar Radiohead og telur hana vera eina af hans áhrifavöldum í raftónlist. „Ég var að heyra verkið hans Johnny Greenwood í dag og það er flott en pínu skrýtið verk fyrir strengjasveit. Er eiginlega ekki búin að ákveða hvað mér finnst um það," segir Ólafur, en Fréttablaðið náði tali af honum í pásu á milli æfinga daginn fyrir tónleikana. Hann var nokkuð rólegur yfir tónleikunum enda vanur að koma fram fyrir fullu húsi. Ólafur verður með fullskipaða sinfóníuhljómsveit á bak við sig í kvöld í fyrsta sinn á ferlinum. „Þetta verður alveg magnað og það er eiginlega búið að vera hálf óraunverulegt að heyra þetta færa tónlistafólk flytja tónlistina mína. Það er alveg svakalega flott, eiginlega bara geðveikt," segir Ólafur en hann endurútsetti plötuna fyrir heila sinfóníuhljómsveit og mun sjálfur spila á píanó í lögunum ásamt því að vera með tæki og tól á sviðinu til að setja „rafelementin" í tónlistina. „Það er líka mjög spennandi að sjá sinfóníuhljómsveit spila með elektrónískum trommutöktum undir." Innlent Menning Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira
„Ég er búinn að vera hér síðan á sunnudaginn til að æfa og þetta er mjög flott. Gaman að spila í svona stórum sal," segir tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds. Ólafur frumflytur plötu sína ... and they have escaped the weight of darkness fyrir fullum sal í The Bridgewater Hall tónleikahöllinni í Manchester í kvöld. Höllin er talin vera ein af þremur bestu tónleikahöllum í Bretlandi og tekur 2.400 manns í sæti. Gítarleikari hljómsveitarinnar Radiohead, Johnny Greenwood, flytur einnig eigið verk sig sama kvöld en hann er aðaltónskáld sveitar breska ríkisjónvarpsins BBC. Ólafur er að fylgja eftir útgáfu plötunnar sem kom út í Bretlandi í maí. Ólafur er mikill aðdáandi hljómsveitarinnar Radiohead og telur hana vera eina af hans áhrifavöldum í raftónlist. „Ég var að heyra verkið hans Johnny Greenwood í dag og það er flott en pínu skrýtið verk fyrir strengjasveit. Er eiginlega ekki búin að ákveða hvað mér finnst um það," segir Ólafur, en Fréttablaðið náði tali af honum í pásu á milli æfinga daginn fyrir tónleikana. Hann var nokkuð rólegur yfir tónleikunum enda vanur að koma fram fyrir fullu húsi. Ólafur verður með fullskipaða sinfóníuhljómsveit á bak við sig í kvöld í fyrsta sinn á ferlinum. „Þetta verður alveg magnað og það er eiginlega búið að vera hálf óraunverulegt að heyra þetta færa tónlistafólk flytja tónlistina mína. Það er alveg svakalega flott, eiginlega bara geðveikt," segir Ólafur en hann endurútsetti plötuna fyrir heila sinfóníuhljómsveit og mun sjálfur spila á píanó í lögunum ásamt því að vera með tæki og tól á sviðinu til að setja „rafelementin" í tónlistina. „Það er líka mjög spennandi að sjá sinfóníuhljómsveit spila með elektrónískum trommutöktum undir."
Innlent Menning Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira