Webber meistari ef hann vinnur tvö mót af þremur 21. október 2010 15:55 Markl Webber er vinsæll hjá fréttamönnum enda efstur í stigamótinu og prúðmenni alla staði. Mynd: Getty Images/Clive Mason Mark Webber hjá Red Bull er efstur í stigamóti ökumanna í Formúlu 1, en honum finnst lítið vit í því að spá í möguleika sína á að landa meistaratitlinum, þegar þremur mótum er ólokið. Hann var á fréttamannafundi í dag og fékk spurningar frá ýmsum fréttamönnum. Árið 2007 voru tveir McLaren ökumenn með möguleika á titlinum, þeir Lewis Hamilton og Fernando Alonso hjá McLaren, en Kimi Raikkönen á Ferrari var 17 stigum á eftir, en vann samt titilinn, eftir harðan innanbúðsarslag McLaren manna. Sama staða gæti komið upp hjá Webber og Sebastian Vettel, en báðir aka Red Bull og eiga möguleika á titlinum ásamt þremur öðrum ökumönnum, en Alonso er jafn Vettel í öðru sæti stigamótsins á eftir Webber. Lewis Hamilton og Jenson Button eiga einnig möguleika á titlinum, en þeir aka með McLaren. Webber var spurður um mögulegan slag milli hans og Vettels. "Það getur engin í þessu herbergi spáð fyrir um hvað gerist í næstu þremur mótum. Við getum rætt þetta tímum saman, um hvað við gerum og hvað mun gerast. En það veit engin og við munum bara mæta og gera okkar. Við Seb (astian) höfum átt góðar mótshelgar. Við eigum báðir möguleika í titilslagnum og liðið á möguleika í keppni bílasmiða, þar sem við erum báðir að fá mörg stig." "Ef það kemur að að við þurfum að keppa innbyrðis, þá munum við gera það sama og venjulega. Að ná fram því besta sem við getum. Það er sama hvort ég er að keppa við Fernando, Jenson, Lewis eða Seb. Ég veit að ég verð að ljúka mótunum og við vitum það allir og það er alltaf í huga mér. En ég mun ekki gefa sæti eftir heldur, þannig að það þarf að spila þetta vel. Þetta snýst um keppa af kappi." Webber var spurður að því hvort hann reiknaði eitthvað út mögleika sína fyrirfran í síðustu mótunum. "Það er fáránlegt að byrja að reikna, því það getur svo margt gerst. Ef ég vinn tvö næstu mót, þá er þetta búið. Hlutirnir hafa þróast í rétta átt í síðustu mótum. Við gerum bara okkar besta í síðustu mótunum og það er mikilvægast. Ég er að gera mitt besta og vonandi mun það skila sínu." Webber minntist á það í öðru svari á ýmislegt hefði komið upp á á tímabilinu, en samstaðan væri góð hjá Red Bull liðinu. Um tíma virtis mikill hiti á milli Webbers og Vettles í innanbúðar baráttu og þeir lentu í árekstri í baráttu um fyrsta sætið í einu móti ársins. "Fólk lærir ýmislegt upp sjálft sig þegar á móti blæs, þannig að ég hef lært ýmislegt um íþróttina og það hefur verið gott mál. Augljóslega er þetta mitt besta tímabil til þessa og ég er ánægður með það fram að þessu", sagði Webber. Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Sjá meira
Mark Webber hjá Red Bull er efstur í stigamóti ökumanna í Formúlu 1, en honum finnst lítið vit í því að spá í möguleika sína á að landa meistaratitlinum, þegar þremur mótum er ólokið. Hann var á fréttamannafundi í dag og fékk spurningar frá ýmsum fréttamönnum. Árið 2007 voru tveir McLaren ökumenn með möguleika á titlinum, þeir Lewis Hamilton og Fernando Alonso hjá McLaren, en Kimi Raikkönen á Ferrari var 17 stigum á eftir, en vann samt titilinn, eftir harðan innanbúðsarslag McLaren manna. Sama staða gæti komið upp hjá Webber og Sebastian Vettel, en báðir aka Red Bull og eiga möguleika á titlinum ásamt þremur öðrum ökumönnum, en Alonso er jafn Vettel í öðru sæti stigamótsins á eftir Webber. Lewis Hamilton og Jenson Button eiga einnig möguleika á titlinum, en þeir aka með McLaren. Webber var spurður um mögulegan slag milli hans og Vettels. "Það getur engin í þessu herbergi spáð fyrir um hvað gerist í næstu þremur mótum. Við getum rætt þetta tímum saman, um hvað við gerum og hvað mun gerast. En það veit engin og við munum bara mæta og gera okkar. Við Seb (astian) höfum átt góðar mótshelgar. Við eigum báðir möguleika í titilslagnum og liðið á möguleika í keppni bílasmiða, þar sem við erum báðir að fá mörg stig." "Ef það kemur að að við þurfum að keppa innbyrðis, þá munum við gera það sama og venjulega. Að ná fram því besta sem við getum. Það er sama hvort ég er að keppa við Fernando, Jenson, Lewis eða Seb. Ég veit að ég verð að ljúka mótunum og við vitum það allir og það er alltaf í huga mér. En ég mun ekki gefa sæti eftir heldur, þannig að það þarf að spila þetta vel. Þetta snýst um keppa af kappi." Webber var spurður að því hvort hann reiknaði eitthvað út mögleika sína fyrirfran í síðustu mótunum. "Það er fáránlegt að byrja að reikna, því það getur svo margt gerst. Ef ég vinn tvö næstu mót, þá er þetta búið. Hlutirnir hafa þróast í rétta átt í síðustu mótum. Við gerum bara okkar besta í síðustu mótunum og það er mikilvægast. Ég er að gera mitt besta og vonandi mun það skila sínu." Webber minntist á það í öðru svari á ýmislegt hefði komið upp á á tímabilinu, en samstaðan væri góð hjá Red Bull liðinu. Um tíma virtis mikill hiti á milli Webbers og Vettles í innanbúðar baráttu og þeir lentu í árekstri í baráttu um fyrsta sætið í einu móti ársins. "Fólk lærir ýmislegt upp sjálft sig þegar á móti blæs, þannig að ég hef lært ýmislegt um íþróttina og það hefur verið gott mál. Augljóslega er þetta mitt besta tímabil til þessa og ég er ánægður með það fram að þessu", sagði Webber.
Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Sjá meira