Pawel Bartoszek : Af hverju fimmtán? 21. maí 2010 06:00 Það er til formúla yfir hve margir þingmenn eigi að sitja á þingum ríkja. Besti fjöldinn er víst fenginn með því að taka þriðju rót af íbúatölu ríkisins og sé það gert í tilfelli Íslands kemur í ljós að hér ættu að vera 68 þingmenn, sem sagt, ansi nálægt raunverulega fjöldanum. Sé sömu formúlu beitt í tilfelli Reykjavíkur kemur á daginn að í ráðhúsinu ættu að sitja 49 borgarfulltrúar. Þeir eru hins vegar fimmtán og hefur fjöldi þeirra haldist nær óbreyttur í heila öld. Borgarfulltrúarnir í Reykjavík virðast með öðrum orðum vera of fáir, sem raunar sést glögglega ef stjórnsýsla borgarinnar er skoðuð. Þannig fá fyrstu varaborgarfulltrúar hvers framboðs föst laun, allir varaborgarfulltrúar sitja að jafnaði í ráðum og fastanefndum borgarinnar og nokkrir þeirra gegna meira að segja formennsku í þeim. Í nefndunum sjálfum sitja svo raunar fjölmargir einstaklingar sem hvorki eru aðalmenn né varamenn í borgarstjórn, og meira að segja menn sem voru hvergi á lista. Það er ef til vill ekki hneykslanlegt í sjálfu sér, punkturinn er bara sá að þingið getur mannað sínar pólitísku stöður með kjörnum fulltrúum, en það getur borgarstjórnin ekki. Hún þarf að leita á varamannabekkinn og jafnvel inn í áhorfendahópinn. Svo við höldum áfram með íþróttamyndmálið þá er munurinn á varaborgarfulltrúum og varaþingmönnum dálítið eins og munurinn á varamönnum í handbolta og fótbolta. Þeir fyrrnefndu taka fullan þátt í leiknum, þeir síðarnefndu fara ekki inn á nema að einhver aðalmaðurinn snúi á sér ökklann, sýni slæma frammistöðu á vellinum, gefi boltann lítið, klúðri dauðafærum og sparki knettinum ítrekað í eigið mark. Líklega er kostnaður besta ástæðan til að halda fjölda borgarfulltrúa litlum, og á tímum þar sem öll svið hins opinbera þurfa að halda þétt um budduna er auðvelt að slá hugmyndir um fjölgun pólitíkusa sem óréttlætanlegt bruðl. Það þarf hins vegar að horfa á þennan kostnað heildrænt. Seta í fagráðum er talinn hluti af vinnu borgarfulltrúa, aðrir þurfa að fá greitt fyrir vinnu sína. Fámennið í borgarstjórn gerir það sem sagt að verkum að meiri kostnaður lendir á borginni við að manna ráðin með varamönnum og utanaðkomandi aðilum. Með því að fækka í ráðunum til dæmis úr sjö í fimm og fjölga á móti í borgarstjórn, segjum í 25, væri til dæmis hægt að manna fastanefndirnar með kjörnum borgarfulltrúum einungis, sem hlyti að þykja eftirsóknarvert út frá lýðræðissjónarmiðum. Allir nefndarfulltrúar yrðu þá kjörnir fulltrúar sem kjósendur vissu af og gætu haft samband við. Ég veit ekki hvort mörgum dettur í hug að setjast niður og skrifa funheitan póst til varaborgarfulltrúa þegar róluvöllurinn fyrir utan er illa hirtur. Hvað þá að ónáða menn sem enginn kaus. Raunar þyrftu ekki einu sinni allir borgarfulltrúar að vera í fullu starfi, væri þeim fjölgað. Líklega væri nóg að þeir sem sætu í borgarráði eða væru nefndarformenn fengju full laun, aðrir gætu þá til dæmis verið í hlutastarfi. Í raun værum við með þessu ekki að gera neitt annað en að viðurkenna orðinn hlut og breyta starfsheiti, í stað varaborgarfulltrúa kæmu borgarfulltrúar í hlutastarfi. Önnur ástæða þess að margir eru tregir til að fjölga borgarfulltrúum eru rugludallarökin, þ.e.a.s. að menn vilji ekki að einhverjir klikkhausar geti komist í borgarstjórn á örfáum prósentum. Í dag þarf 6-7% til að ná manni í borgarstjórn, sem er meira en þarf til að ná inn mönnum á Alþingi. Ef borgarfulltrúum yrði fjölgað í 25 dygðu um 4%, svo það yrðu varla mikil straumhvörf, en vilji menn endilega gera minni framboðum lífið erfiðara í nafni stjórnmálalegs stöðugleika eru til aðrar leiðir, eins og að taka upp þröskulda eða skipta sveitarfélögum upp í kjördæmi, sem þarf eiginlega að gera hvort eð er, eigi hugmyndir um persónukjör að ná fram að ganga og virka vel. Ef hægt er að fjölga kjörnum fulltrúum í sveitarstjórnum án þess að auka kostnað sveitarfélaga þá eiga menn að sjálfsögðu að íhuga það. Það er dálítið undarlegt að fleiri Reykvíkingar séu um hvern borgarfulltrúa en um hvern þingmann í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun
Það er til formúla yfir hve margir þingmenn eigi að sitja á þingum ríkja. Besti fjöldinn er víst fenginn með því að taka þriðju rót af íbúatölu ríkisins og sé það gert í tilfelli Íslands kemur í ljós að hér ættu að vera 68 þingmenn, sem sagt, ansi nálægt raunverulega fjöldanum. Sé sömu formúlu beitt í tilfelli Reykjavíkur kemur á daginn að í ráðhúsinu ættu að sitja 49 borgarfulltrúar. Þeir eru hins vegar fimmtán og hefur fjöldi þeirra haldist nær óbreyttur í heila öld. Borgarfulltrúarnir í Reykjavík virðast með öðrum orðum vera of fáir, sem raunar sést glögglega ef stjórnsýsla borgarinnar er skoðuð. Þannig fá fyrstu varaborgarfulltrúar hvers framboðs föst laun, allir varaborgarfulltrúar sitja að jafnaði í ráðum og fastanefndum borgarinnar og nokkrir þeirra gegna meira að segja formennsku í þeim. Í nefndunum sjálfum sitja svo raunar fjölmargir einstaklingar sem hvorki eru aðalmenn né varamenn í borgarstjórn, og meira að segja menn sem voru hvergi á lista. Það er ef til vill ekki hneykslanlegt í sjálfu sér, punkturinn er bara sá að þingið getur mannað sínar pólitísku stöður með kjörnum fulltrúum, en það getur borgarstjórnin ekki. Hún þarf að leita á varamannabekkinn og jafnvel inn í áhorfendahópinn. Svo við höldum áfram með íþróttamyndmálið þá er munurinn á varaborgarfulltrúum og varaþingmönnum dálítið eins og munurinn á varamönnum í handbolta og fótbolta. Þeir fyrrnefndu taka fullan þátt í leiknum, þeir síðarnefndu fara ekki inn á nema að einhver aðalmaðurinn snúi á sér ökklann, sýni slæma frammistöðu á vellinum, gefi boltann lítið, klúðri dauðafærum og sparki knettinum ítrekað í eigið mark. Líklega er kostnaður besta ástæðan til að halda fjölda borgarfulltrúa litlum, og á tímum þar sem öll svið hins opinbera þurfa að halda þétt um budduna er auðvelt að slá hugmyndir um fjölgun pólitíkusa sem óréttlætanlegt bruðl. Það þarf hins vegar að horfa á þennan kostnað heildrænt. Seta í fagráðum er talinn hluti af vinnu borgarfulltrúa, aðrir þurfa að fá greitt fyrir vinnu sína. Fámennið í borgarstjórn gerir það sem sagt að verkum að meiri kostnaður lendir á borginni við að manna ráðin með varamönnum og utanaðkomandi aðilum. Með því að fækka í ráðunum til dæmis úr sjö í fimm og fjölga á móti í borgarstjórn, segjum í 25, væri til dæmis hægt að manna fastanefndirnar með kjörnum borgarfulltrúum einungis, sem hlyti að þykja eftirsóknarvert út frá lýðræðissjónarmiðum. Allir nefndarfulltrúar yrðu þá kjörnir fulltrúar sem kjósendur vissu af og gætu haft samband við. Ég veit ekki hvort mörgum dettur í hug að setjast niður og skrifa funheitan póst til varaborgarfulltrúa þegar róluvöllurinn fyrir utan er illa hirtur. Hvað þá að ónáða menn sem enginn kaus. Raunar þyrftu ekki einu sinni allir borgarfulltrúar að vera í fullu starfi, væri þeim fjölgað. Líklega væri nóg að þeir sem sætu í borgarráði eða væru nefndarformenn fengju full laun, aðrir gætu þá til dæmis verið í hlutastarfi. Í raun værum við með þessu ekki að gera neitt annað en að viðurkenna orðinn hlut og breyta starfsheiti, í stað varaborgarfulltrúa kæmu borgarfulltrúar í hlutastarfi. Önnur ástæða þess að margir eru tregir til að fjölga borgarfulltrúum eru rugludallarökin, þ.e.a.s. að menn vilji ekki að einhverjir klikkhausar geti komist í borgarstjórn á örfáum prósentum. Í dag þarf 6-7% til að ná manni í borgarstjórn, sem er meira en þarf til að ná inn mönnum á Alþingi. Ef borgarfulltrúum yrði fjölgað í 25 dygðu um 4%, svo það yrðu varla mikil straumhvörf, en vilji menn endilega gera minni framboðum lífið erfiðara í nafni stjórnmálalegs stöðugleika eru til aðrar leiðir, eins og að taka upp þröskulda eða skipta sveitarfélögum upp í kjördæmi, sem þarf eiginlega að gera hvort eð er, eigi hugmyndir um persónukjör að ná fram að ganga og virka vel. Ef hægt er að fjölga kjörnum fulltrúum í sveitarstjórnum án þess að auka kostnað sveitarfélaga þá eiga menn að sjálfsögðu að íhuga það. Það er dálítið undarlegt að fleiri Reykvíkingar séu um hvern borgarfulltrúa en um hvern þingmann í Reykjavík.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun