Schumacher bjartsýnn á gott gengi 21. október 2010 13:50 Michael Schumacher brosmildir á göngu á brautinni í Suður Kóreu. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Michael Schumacher er á nýja mótssvæðinu í Suður Kóreu, en hann sýndi gamla takta í síðustu keppni á Suzuka brautinni í Japan og varð í sjötta sæti, næstur á eftir köppunum fimm í titilslagnum. Schumacher ekur með Mercedes, en hefur átt erfitt með að ná almennilegum tökum á bílnum, en gekk vel síðast. "Ég verð að segja það að gekk nokkuð vel á Suzuka, sérstaklega í keppninni. Bíllinn var nokkuð samkeppnisfær miðað við bíla keppinautanna, í fyrsta skipti í langan tíma og það var skemmtileg", sagði Schumacher í frétt á autosport.com. "Ég var hrifinn af því hvernig bíllinn lét á Suzuka, því miðað við karakter bílsins bjóst ég við einu af erfiðustu mótunum á árinu. Ég held að þesi braut ætti að henta okkur betur (í Suður Kóreu) og við ættum því að vera samkeppnisfærari en við vorum á Suzuka." Schumacher telur þó að mikið þurfi að koma til ef hann á að komast á verðlaunapall. "Ég tel að við þurfum heppni til að komast á verðlaunapall. Auðvitað munum við reyna. Það er erfitt verkefni, en hví ekki að setja það markmið. En í alvöru talað, þá erum við líklega næstir á eftir Red Bull, Ferrari og McLaren hvað styrkleika varðar." Schumacher talaði um að möguleiki sé á rigningu á sunnudag og ef skyndileg rigning verður þá væri aldrei að vita hvað gerðist. "Það væri gamajn að komast á verðlaunapall með Mercedes og það væri góð úrslit, trúlega það mesta sem við gætum óskað okkur. En á persónulegu nótunum þá myndi það ekki skipta verulegu máli. Ég hef önnur markmið. Ég er hér til að ná árangri með liðinu og það er okkar markmið. Ég sakna árangurs og hvort ég næ á verðlaunapall annað slagið, það er ekki það allra mikilvægasta", sagði Schumacher, en Mercedes liðið hefur sett stefnuna á betri árangur árið 2011 og að mæta með samkeppnisfærari bíl þá en tókst að smíða í ár. Mest lesið Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Fleiri fréttir McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Michael Schumacher er á nýja mótssvæðinu í Suður Kóreu, en hann sýndi gamla takta í síðustu keppni á Suzuka brautinni í Japan og varð í sjötta sæti, næstur á eftir köppunum fimm í titilslagnum. Schumacher ekur með Mercedes, en hefur átt erfitt með að ná almennilegum tökum á bílnum, en gekk vel síðast. "Ég verð að segja það að gekk nokkuð vel á Suzuka, sérstaklega í keppninni. Bíllinn var nokkuð samkeppnisfær miðað við bíla keppinautanna, í fyrsta skipti í langan tíma og það var skemmtileg", sagði Schumacher í frétt á autosport.com. "Ég var hrifinn af því hvernig bíllinn lét á Suzuka, því miðað við karakter bílsins bjóst ég við einu af erfiðustu mótunum á árinu. Ég held að þesi braut ætti að henta okkur betur (í Suður Kóreu) og við ættum því að vera samkeppnisfærari en við vorum á Suzuka." Schumacher telur þó að mikið þurfi að koma til ef hann á að komast á verðlaunapall. "Ég tel að við þurfum heppni til að komast á verðlaunapall. Auðvitað munum við reyna. Það er erfitt verkefni, en hví ekki að setja það markmið. En í alvöru talað, þá erum við líklega næstir á eftir Red Bull, Ferrari og McLaren hvað styrkleika varðar." Schumacher talaði um að möguleiki sé á rigningu á sunnudag og ef skyndileg rigning verður þá væri aldrei að vita hvað gerðist. "Það væri gamajn að komast á verðlaunapall með Mercedes og það væri góð úrslit, trúlega það mesta sem við gætum óskað okkur. En á persónulegu nótunum þá myndi það ekki skipta verulegu máli. Ég hef önnur markmið. Ég er hér til að ná árangri með liðinu og það er okkar markmið. Ég sakna árangurs og hvort ég næ á verðlaunapall annað slagið, það er ekki það allra mikilvægasta", sagði Schumacher, en Mercedes liðið hefur sett stefnuna á betri árangur árið 2011 og að mæta með samkeppnisfærari bíl þá en tókst að smíða í ár.
Mest lesið Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Fleiri fréttir McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira