Sport

Ragna fyrst íslenskra kvenna til að komast í 16 manna úrslit á EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ragna Ingólfsdóttir.
Ragna Ingólfsdóttir. Mynd/Auðunn
Ragna Ingólfsdóttir náði sögulegum árangri á Evrópumótinu í badminton þegar hún varð fyrst íslenskra kvenna til að komast í 16 manna úrslit á Evrópumóti.

Ragna datt að lokum út í 16 manna úrslitum eftir leik gegn Hollendingnum Judith Meulendijks sem er númer sjö á heimslistanum. Leikurinn fór 21-15 og 21-10.

Ragna vann spænsku stúlkuna Söndru Chirlaque í fyrstu umferð (21-7 og 21-16) og vann síðan öruggan sigur á grænlensku stúlkunni Mille Congstad (21-7 og 21-8) í 32 liða úrslitum.

Helgi Jóhannesson og Magnús Ingi Helgason töpuðu í fyrstu umferð í tvíliðaleik en þeir mættur þá Írunum Sam Magee og Tony Stephenson. Loturnar töpuðust 21-16 og 21-10 og eru þeir Helgi og Magnús því úr leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×