Björgólfur og Sigurður Einarsson verða ekki sviptir fálkaorðunni Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. apríl 2010 13:35 Hin íslenska Fálkaorða er veitt reglulega að Bessastöðum. Mynd/ Vilhelm. Það hefur aldrei verið rætt formlega í orðunefnd um Hina íslensku fálkaorðu að svipta þá Sigurð Einarsson og Björgólf Guðmundsson orðunni, segir Ólafur G. Einarsson, formaður orðunefndarinnar. Í grein í Fréttablaðinu í dag gagnrýnir Njörður Njarðvík, fyrrverandi háskólakennari, orðuveitingar forseta Íslands til Björgólfs Guðmundssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Landsbankans, og Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings. „Mín viðbrögð hafa verið þau að mér finnst það býsna alvarleg aðgerð af hálfu forseta eða orðunefndar að svipta menn orðunni og að það þurfi andskoti mikið til. Og þá kemur að þessu mati, hvað er mikið?" segir Ólafur G. Hann segist ekki vita til þess að nokkur maður hafi verið sviptur orðunni en hann muni eitt dæmi þess að maður hafi skilað orðunni vegna óánægju með stefnu Íslendinga í umhverfismálum. ÓIafur segir að sér finnist alveg koma til greina að þeir Björgólfur og Sigurður skili orðum sínum. „Já, mér fyndist það alveg koma til greina ef að þeir finndu hjá sér þá hvöt. Það fyndist mér ekki óeðlilegt, en ég er ekki að gera kröfu til þess," segir Ólafur. Þegar Séð og heyrt spurði Sigurð Einarsson út í málið í fyrra sagðist hann hins vegar ekki ætla að skila orðunni sinni. Ólafur segir að ákvarðanir um fálkaorðuna séu á ábyrgð forsetans þó að orðunefndin komi að hverju einasta máli. Forseti hafi hins vegar aldrei gengið framhjá orðunefnd frá því að hann tók sæti í nefndinni. „Hann hefur aldrei veitt orðu nema að áður hafi komið tillaga frá orðunefnd og ég ímynda mér að forseti myndi ekki svipta neinn orðunni nema með stuðningi orðunefndar," segir Ólafur. Fálkaorðan Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Sjá meira
Það hefur aldrei verið rætt formlega í orðunefnd um Hina íslensku fálkaorðu að svipta þá Sigurð Einarsson og Björgólf Guðmundsson orðunni, segir Ólafur G. Einarsson, formaður orðunefndarinnar. Í grein í Fréttablaðinu í dag gagnrýnir Njörður Njarðvík, fyrrverandi háskólakennari, orðuveitingar forseta Íslands til Björgólfs Guðmundssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Landsbankans, og Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings. „Mín viðbrögð hafa verið þau að mér finnst það býsna alvarleg aðgerð af hálfu forseta eða orðunefndar að svipta menn orðunni og að það þurfi andskoti mikið til. Og þá kemur að þessu mati, hvað er mikið?" segir Ólafur G. Hann segist ekki vita til þess að nokkur maður hafi verið sviptur orðunni en hann muni eitt dæmi þess að maður hafi skilað orðunni vegna óánægju með stefnu Íslendinga í umhverfismálum. ÓIafur segir að sér finnist alveg koma til greina að þeir Björgólfur og Sigurður skili orðum sínum. „Já, mér fyndist það alveg koma til greina ef að þeir finndu hjá sér þá hvöt. Það fyndist mér ekki óeðlilegt, en ég er ekki að gera kröfu til þess," segir Ólafur. Þegar Séð og heyrt spurði Sigurð Einarsson út í málið í fyrra sagðist hann hins vegar ekki ætla að skila orðunni sinni. Ólafur segir að ákvarðanir um fálkaorðuna séu á ábyrgð forsetans þó að orðunefndin komi að hverju einasta máli. Forseti hafi hins vegar aldrei gengið framhjá orðunefnd frá því að hann tók sæti í nefndinni. „Hann hefur aldrei veitt orðu nema að áður hafi komið tillaga frá orðunefnd og ég ímynda mér að forseti myndi ekki svipta neinn orðunni nema með stuðningi orðunefndar," segir Ólafur.
Fálkaorðan Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Sjá meira