Alonso: Mikilvægt að ná á verðlaunapall 23. september 2010 15:09 Fernando Alonso hjá Ferrari er í Singapúr, en fyrstu æfingar keppnisliða eru á morgun. Mynd: Getty Images Spánverjinn Fernando Alonso hjá Ferrari telur að mikilvægt verði í lokamótunum fimm í Formúlu 1, að komast á verðlaunapall. Hann hefur tvívegis orðið heimsmeistari með Renault, en er í þriðja sæti í stigamótinu á eftir Mark Webber og Lewis Hamilton. Alonso vann síðustu keppni sem var á Ítalíu, en keppir í Singapúr um helgina í flóðlýstu móti. "Sá ökumaður sem kemst á verðlaunapall í mótunum fimm verður nærri því að landa titlinum. Þolgæði hafa ekki verið styrkleiki keppenda í ár. Öllum hefur gengið misvel", sagði Alonso í frétt á autosport.com í dag. Hann ræddi við fréttamenn á brautinni í Singapúr. "Við þurfum að standa okkur vel og ef einhver fellur úr leik, þá getur hann kvatt möguleika á titlinum. Það eru svo fá mót eftir. Fimm sinnum á verðlaunapalli væri góður árangur í mínum augum." Webber er fimm stigum á undan Lewis Hamilton í stigamótinu, en Alonso 19 á eftir Webber. Fyrir aftan Alonso er Jenson Button, einu stigi á eftir og Sebastian Vettel er tveimur á eftir Alonso. "Eftir sigurinn á Monza, þá verður mikilvægt að halda slagkraftinum og það væri gott að ná árangri hérna á ný í þessu mikilvæga móti", sagði Alonso. Hann vann fyrstu keppnina í Singapúr árið 2008 með Renault, en Hamilton vann í fyrra á McLaren. Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Spánverjinn Fernando Alonso hjá Ferrari telur að mikilvægt verði í lokamótunum fimm í Formúlu 1, að komast á verðlaunapall. Hann hefur tvívegis orðið heimsmeistari með Renault, en er í þriðja sæti í stigamótinu á eftir Mark Webber og Lewis Hamilton. Alonso vann síðustu keppni sem var á Ítalíu, en keppir í Singapúr um helgina í flóðlýstu móti. "Sá ökumaður sem kemst á verðlaunapall í mótunum fimm verður nærri því að landa titlinum. Þolgæði hafa ekki verið styrkleiki keppenda í ár. Öllum hefur gengið misvel", sagði Alonso í frétt á autosport.com í dag. Hann ræddi við fréttamenn á brautinni í Singapúr. "Við þurfum að standa okkur vel og ef einhver fellur úr leik, þá getur hann kvatt möguleika á titlinum. Það eru svo fá mót eftir. Fimm sinnum á verðlaunapalli væri góður árangur í mínum augum." Webber er fimm stigum á undan Lewis Hamilton í stigamótinu, en Alonso 19 á eftir Webber. Fyrir aftan Alonso er Jenson Button, einu stigi á eftir og Sebastian Vettel er tveimur á eftir Alonso. "Eftir sigurinn á Monza, þá verður mikilvægt að halda slagkraftinum og það væri gott að ná árangri hérna á ný í þessu mikilvæga móti", sagði Alonso. Hann vann fyrstu keppnina í Singapúr árið 2008 með Renault, en Hamilton vann í fyrra á McLaren.
Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira