Ingibjörg hafði gleymt samráðshópi 15. apríl 2010 02:00 Á blaðamannafundi stuttu eftir hrun Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi utanríkisráðherra, og Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, vissu lítið sem ekkert um vinnu samráðshóps sem fjallaði um viðbrögð við fjármálaáfalli. fréttablaðið/gva Boðleiðum milli embættis- og stjórnmálamanna var stórlega ábótavant og því skilaði viðleitni stjórnvalda til að búa sig undir efnahagsleg áföll sáralitlum árangri. Vantraust ríkti milli embættismanna fagráðuneyta. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, sagðist hafa verið búin að gleyma því að samráðshópur um fjármálastöðugleika og viðbrögð hefði verið starfandi um árabil þegar hún var innt eftir áliti um þá vinnu af rannsóknarnefnd Alþingis. Hópurinn hafði það hlutverk að samræma viðbrögð við hugsanlegum áföllum í fjármálakerfinu. Forsætisráðherra og fjármálaráðherra vissu lítið sem ekkert um vinnu hópsins. Samráðshópurinn var skipaður með samkomulagi forsætis-, fjármála- og viðskiptaráðuneytis, Fjármálaeftirlitsins (FME) og Seðlabankans í febrúar 2006 en vinnan hafði hafist tveimur árum fyrr. Þá voru stjórnvöldum kynntar viðlagaáætlanir sem gerðar höfðu verið hjá FME og Seðlabanka Íslands og tóku mið af sambærilegum erlendum áætlunum. Ingibjörg segir að aldrei hafi borist á borð ríkisstjórnarinnar neitt af vinnu hópsins: …hvorki minnisblað, tillögur, greining eða eitt eða neitt.“ Í drögum að fundargerð samráðshópsins í janúar 2008 kemur fram að Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri taldi á þeim tímapunkti að fjármálaáfall væri ekki lengur fjarstæður möguleiki. Vinnuhópur um siðferði og starfshætti telur athugasemd Ingibjargar um vinnu hópsins athyglisverða og segja mikið um boðskiptavanda innan stjórnkerfisins. Hún segir að frá vinnuhópum sem þessum berist yfirleitt aldrei neitt. Menn líti svo að „þetta sé vettvangur til að tala saman og svo fer bara hver til síns heima og það er eins og enginn líti á það sem sína skyldu að gera eitthvað með það sem þarna á sér stað“. Aðspurðir um störf samráðshópsins segja Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, og Árni M. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, að þeir hafi lítið eða ekkert heyrt af vinnu hópsins. Tiltekið er að Árni vissi til dæmis ekki af skjalinu „Aðkallandi ákvarðanataka stjórnvalda vegna hættu á fjármálaáfalli.“ Í skjalinu, sem lagt var fram í samráðshópnum 7. júlí 2008, segir meðal annars: „Stjórnvöld þurfa á næstu vikum að marka stefnuna í grundvallaratriðum, það er hvaða meginleið á að fara ef til fjármálaáfalls kemur. Eftir því sem lengur dregst að marka stefnuna er hættara við því að trúverðugleiki minnki, úrræðum fækki og kostnaður stjórnvalda og þjóðarbúsins aukist.“ svavar@frettabladid.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Fleiri fréttir Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Sjá meira
Boðleiðum milli embættis- og stjórnmálamanna var stórlega ábótavant og því skilaði viðleitni stjórnvalda til að búa sig undir efnahagsleg áföll sáralitlum árangri. Vantraust ríkti milli embættismanna fagráðuneyta. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, sagðist hafa verið búin að gleyma því að samráðshópur um fjármálastöðugleika og viðbrögð hefði verið starfandi um árabil þegar hún var innt eftir áliti um þá vinnu af rannsóknarnefnd Alþingis. Hópurinn hafði það hlutverk að samræma viðbrögð við hugsanlegum áföllum í fjármálakerfinu. Forsætisráðherra og fjármálaráðherra vissu lítið sem ekkert um vinnu hópsins. Samráðshópurinn var skipaður með samkomulagi forsætis-, fjármála- og viðskiptaráðuneytis, Fjármálaeftirlitsins (FME) og Seðlabankans í febrúar 2006 en vinnan hafði hafist tveimur árum fyrr. Þá voru stjórnvöldum kynntar viðlagaáætlanir sem gerðar höfðu verið hjá FME og Seðlabanka Íslands og tóku mið af sambærilegum erlendum áætlunum. Ingibjörg segir að aldrei hafi borist á borð ríkisstjórnarinnar neitt af vinnu hópsins: …hvorki minnisblað, tillögur, greining eða eitt eða neitt.“ Í drögum að fundargerð samráðshópsins í janúar 2008 kemur fram að Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri taldi á þeim tímapunkti að fjármálaáfall væri ekki lengur fjarstæður möguleiki. Vinnuhópur um siðferði og starfshætti telur athugasemd Ingibjargar um vinnu hópsins athyglisverða og segja mikið um boðskiptavanda innan stjórnkerfisins. Hún segir að frá vinnuhópum sem þessum berist yfirleitt aldrei neitt. Menn líti svo að „þetta sé vettvangur til að tala saman og svo fer bara hver til síns heima og það er eins og enginn líti á það sem sína skyldu að gera eitthvað með það sem þarna á sér stað“. Aðspurðir um störf samráðshópsins segja Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, og Árni M. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, að þeir hafi lítið eða ekkert heyrt af vinnu hópsins. Tiltekið er að Árni vissi til dæmis ekki af skjalinu „Aðkallandi ákvarðanataka stjórnvalda vegna hættu á fjármálaáfalli.“ Í skjalinu, sem lagt var fram í samráðshópnum 7. júlí 2008, segir meðal annars: „Stjórnvöld þurfa á næstu vikum að marka stefnuna í grundvallaratriðum, það er hvaða meginleið á að fara ef til fjármálaáfalls kemur. Eftir því sem lengur dregst að marka stefnuna er hættara við því að trúverðugleiki minnki, úrræðum fækki og kostnaður stjórnvalda og þjóðarbúsins aukist.“ svavar@frettabladid.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Fleiri fréttir Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Sjá meira