Innlent

Ólíklegt að framhald verði á málum embættismanna

atli gíslason Formaður þingmannanefndarinnar segir að spurningar um ábyrgð verði ræddar í nefndinni á föstudaginn.
atli gíslason Formaður þingmannanefndarinnar segir að spurningar um ábyrgð verði ræddar í nefndinni á föstudaginn.
Ólíklegt er talið að frekar verði aðhafst vegna mála þeirra fjögurra fyrrverandi embættismanna sem Rannsóknarefnd Alþingis telur að hafi vanrækt starfsskyldur sínar.

Þar er um að ræða fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins og bankastjórn Seðlabankans.

Sérstök þingmannanefnd hefur það hlutverk að ákveða hvort látið verði reyna á ábyrgð þeirra þriggja ráðherra, sem nefndin taldi hafa vanrækt starfsskyldur sínar, með málshöfðun fyrir Landsdómi. Ef af verður gætu ráðherrarnir fyrrverandi fengið allt að því tveggja ára fangelsisdóm.

Hvað varðar embættismennina fjóra er réttarstaðan allt önnur. Þeir hafa allir látið af störfum. Landsómur fjallar aðeins um meint brot ráðherra og Rannsóknarnefndin vísaði málum fjórmenninganna ekki til ríkissaksóknara.

Heimildarmenn Fréttablaðsins telja að hvorki löggjöf landsins né skýrsla rannsóknarnefndar svari því hvort aðhafast eigi frekar vegna mála embættismannanna.

Atli Gíslason, formaður þingmannanefndar sem fjallar um viðbrögð við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sagði að spurningar um ábyrgð væru óræddar en verði teknar fyrir í nefndinni á föstudag.- pg

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×