McDowell og Kaymer kylfingar ársins á Evrópumótaröðinni 8. desember 2010 09:45 Graeme McDowell átti frábært ár og sigraði á opna bandaríska meistaramótinu. Nordic Photos/Getty Images Norður-Írinn Graeme McDowell og Þjóðverjinn Martin Kaymer voru í gær valdir kylfingar ársins á Evrópumótaröðinni en þetta er í fyrsta sinn í 26 ár þar sem tveir kylfingar deila þessum titli. McDowell sigraði á sínum fyrsta stórmóti á þessu ári, opna bandaríska meistaramótinu, og það gerði Kaymer einnig en hann sigraði á PGA-meistaramótinu. Báðir voru þeir Ryderliði Evrópu sem sigraði það bandaríska á Celtic Manor vellinum í Wales í október og þeir sigruðu báðir á fjórum atvinnumótum á árinu 2011. Það var því ekki hægt að gera upp á milli þeirra að mati dómnefndar Evrópumótaraðarinnar. Það eru íþróttafréttamenn og golfsérfræðingar sem starfa við sjónvarp sem standa að kjörinu og skiptust atkvæðin jafnt á milli þeirra McDowell og Kaymer.Besta árið í sögu EvrópumótaraðarinnarMartin Kaymer sigraði á PGA-meistaramótinu og var efstur á peningalistanum í lok keppnistímabilsins á Evrópumótaröðinni.Nordic Photos/Getty ImagesKaymer, sem er 25 ára gamall, var efstur á peningalista Evrópumótaraðarinnar en McDowell tryggði Evrópu sigur í Ryderkeppninni í lokaleik mótsins.Árið 2011 er líklega það besta í sögu Evrópumótaraðarinnar en þrír kylfingar af þeirri mótaröð sigruðu á stórmóti á árinu. McDowell, Kaymer og Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku sigraði á opna breska meistaramótinu á St. Andrews.Þar að auki komst Englendingurinn Lee Westwood í efsta sæti heimslistans og velti Tiger Woods úr því sæti eftir margra ára einokun á þeim titli.Englendingurinn Ian Poulter, Suður-Afríkumaðurinn Ernie Els og Ítalinn Francesco Molinari fögnuðu allir sigri á heimsmótaröðinni en þeir eru einnig meðlimir Evrópumótaraðarinnar. Golf Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Norður-Írinn Graeme McDowell og Þjóðverjinn Martin Kaymer voru í gær valdir kylfingar ársins á Evrópumótaröðinni en þetta er í fyrsta sinn í 26 ár þar sem tveir kylfingar deila þessum titli. McDowell sigraði á sínum fyrsta stórmóti á þessu ári, opna bandaríska meistaramótinu, og það gerði Kaymer einnig en hann sigraði á PGA-meistaramótinu. Báðir voru þeir Ryderliði Evrópu sem sigraði það bandaríska á Celtic Manor vellinum í Wales í október og þeir sigruðu báðir á fjórum atvinnumótum á árinu 2011. Það var því ekki hægt að gera upp á milli þeirra að mati dómnefndar Evrópumótaraðarinnar. Það eru íþróttafréttamenn og golfsérfræðingar sem starfa við sjónvarp sem standa að kjörinu og skiptust atkvæðin jafnt á milli þeirra McDowell og Kaymer.Besta árið í sögu EvrópumótaraðarinnarMartin Kaymer sigraði á PGA-meistaramótinu og var efstur á peningalistanum í lok keppnistímabilsins á Evrópumótaröðinni.Nordic Photos/Getty ImagesKaymer, sem er 25 ára gamall, var efstur á peningalista Evrópumótaraðarinnar en McDowell tryggði Evrópu sigur í Ryderkeppninni í lokaleik mótsins.Árið 2011 er líklega það besta í sögu Evrópumótaraðarinnar en þrír kylfingar af þeirri mótaröð sigruðu á stórmóti á árinu. McDowell, Kaymer og Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku sigraði á opna breska meistaramótinu á St. Andrews.Þar að auki komst Englendingurinn Lee Westwood í efsta sæti heimslistans og velti Tiger Woods úr því sæti eftir margra ára einokun á þeim titli.Englendingurinn Ian Poulter, Suður-Afríkumaðurinn Ernie Els og Ítalinn Francesco Molinari fögnuðu allir sigri á heimsmótaröðinni en þeir eru einnig meðlimir Evrópumótaraðarinnar.
Golf Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira