Grunaður um karlrembu Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 3. febrúar 2010 06:00 Maður fær enga forgjöf lengur á Spáni fyrir það að vera Íslendingur. Það er einn af kostunum við nýja Ísland. „Svo þú ert Íslendingur," sagði Juan á bæjarskrifstofu Zújar þegar ég var að gera grein fyrir búsetu minni þar í bæ með þar til gerðum pappírum. Síðan spurði hann hvort Eyjólfsson væri móðurnafn mitt. „Nei það er föðurnafnið," svaraði ég. „Nú er Sigurður þá móðurnafnið?" Ég útskýrði fyrir honum að við Íslendingar tækjum venjulega ekki eftirnafn frá móður líkt og Spánverjar. „Eruð þið svona miklar karlrembur?" Mér þótti þessi aðfinnsla hjá honum til marks um breytt viðhorf Spánverja í garð Íslendinga. Áður var ég borinn á höndum þegar ég greindi frá þjóðerni mínu hér syðra. Hófst þá venjulega spánskur lofsöngur um Sigur Rós, Björk og einstaka sinnum um Eið Smára. Það var líka eins og spanjólarnir væru upp með sér að Íslendingur sýndi af sér þá auðmýkt að yfirgefa allsnægtirnar í þessu forríka fyrirmyndarlandi og drífa sig á Íberíuskagann til að borða af sama brauði og spænskur lýður. Þá voru mér allar dyr opnar en svo sat ég skyndilega í eins konar yfirheyrslum, grunaður um karlrembu. Ég varðist þó ásókn Juans fimlega og minntist á Vigdísi Finnboga, Kvennalistann og að allir handhafar forsetavalds væru konur. Ég var við það að sannfæra hann um hvað við værum mikil kvenfrelsisþjóð þegar hann spurði hvort íslenskan væri fallegt tungumál. Svaraði ég játandi og því til staðfestingar þuldi ég Þorraþrælinn. Hinn sjálfmiðaði Spánverji vildi hins vegar annað sýnishorn. „Hvernig segir maður „español" á íslensku?" spurði hann. „Spánverji" segi ég á minni ylhýru. „En española?" spyr hann þá. Þá voru góð ráð dýr. Ég var við það að hringja í Steinunni Valdísi en hún fann ekki einu sinni kvenkynsorð fyrir ráðherra svo varla fyndi hún neitt fyrir Spánverja. Baráttunni við Juan lauk síðan yfir bjórglasi á barnum. Var oft hart tekist á en síðan skildum við í mesta bróðerni, staðráðnir í því að taka upp þráðinn aftur við fyrsta hentugleika. Það var ekki svona auðvelt að finna drykkjufélaga á Spáni í þá daga þegar Ísland var forríka fyrirmyndarríkið og hin þunglyndislega Sigur Rós blés spænskum viðhlæjendum anda í brjóst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Jón Páll Hreinsson Skoðun
Maður fær enga forgjöf lengur á Spáni fyrir það að vera Íslendingur. Það er einn af kostunum við nýja Ísland. „Svo þú ert Íslendingur," sagði Juan á bæjarskrifstofu Zújar þegar ég var að gera grein fyrir búsetu minni þar í bæ með þar til gerðum pappírum. Síðan spurði hann hvort Eyjólfsson væri móðurnafn mitt. „Nei það er föðurnafnið," svaraði ég. „Nú er Sigurður þá móðurnafnið?" Ég útskýrði fyrir honum að við Íslendingar tækjum venjulega ekki eftirnafn frá móður líkt og Spánverjar. „Eruð þið svona miklar karlrembur?" Mér þótti þessi aðfinnsla hjá honum til marks um breytt viðhorf Spánverja í garð Íslendinga. Áður var ég borinn á höndum þegar ég greindi frá þjóðerni mínu hér syðra. Hófst þá venjulega spánskur lofsöngur um Sigur Rós, Björk og einstaka sinnum um Eið Smára. Það var líka eins og spanjólarnir væru upp með sér að Íslendingur sýndi af sér þá auðmýkt að yfirgefa allsnægtirnar í þessu forríka fyrirmyndarlandi og drífa sig á Íberíuskagann til að borða af sama brauði og spænskur lýður. Þá voru mér allar dyr opnar en svo sat ég skyndilega í eins konar yfirheyrslum, grunaður um karlrembu. Ég varðist þó ásókn Juans fimlega og minntist á Vigdísi Finnboga, Kvennalistann og að allir handhafar forsetavalds væru konur. Ég var við það að sannfæra hann um hvað við værum mikil kvenfrelsisþjóð þegar hann spurði hvort íslenskan væri fallegt tungumál. Svaraði ég játandi og því til staðfestingar þuldi ég Þorraþrælinn. Hinn sjálfmiðaði Spánverji vildi hins vegar annað sýnishorn. „Hvernig segir maður „español" á íslensku?" spurði hann. „Spánverji" segi ég á minni ylhýru. „En española?" spyr hann þá. Þá voru góð ráð dýr. Ég var við það að hringja í Steinunni Valdísi en hún fann ekki einu sinni kvenkynsorð fyrir ráðherra svo varla fyndi hún neitt fyrir Spánverja. Baráttunni við Juan lauk síðan yfir bjórglasi á barnum. Var oft hart tekist á en síðan skildum við í mesta bróðerni, staðráðnir í því að taka upp þráðinn aftur við fyrsta hentugleika. Það var ekki svona auðvelt að finna drykkjufélaga á Spáni í þá daga þegar Ísland var forríka fyrirmyndarríkið og hin þunglyndislega Sigur Rós blés spænskum viðhlæjendum anda í brjóst.
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun