Fótbolti

Rúrik skoraði mikilvæg sigurmark fyrir OB í toppbaráttunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rúrik Gíslason.
Rúrik Gíslason. Mynd/Valli
Rúrik Gíslason tryggði OB Óðinsvéum 2-1 sigur á Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Rúrik skoraði markið með laglegu langskoti á 65. mínútu eftir sendingu frá Peter Utaka.

Rúrik skoraði markið sitt aðeins þremur mínútum að þjálfarinn hafði fært hann af kantinum og í framlínuna. Hann fékk boltann á miðjum vellinum brunaði í átta að teignum og skoraði með glæsilegu skoti.

OB er með jafnmörg stig og FC Kaupmannahöfn en í 2. sætinu þar sem liðið er með lakari markatölu. Esbjerg er áfram í þriðja sætinu en liðið hefði getað nálgast OB með sigri.

Sölvi Geir Ottesen lék allan leikinn með SønderjyskE sem gerði markalaust jafntefli við FC Midtjylland en Stefán Gíslason kom ekki við sögu í 1-3 tapi Bröndby fyrir Köge






Fleiri fréttir

Sjá meira


×