Aðgerðaáætlun stjórnvalda um velferð kynnt 31. mars 2009 15:40 Ásta R. Jóhannesdóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, kynnti á blaðamannafundi í dag aðgerðaáætlun stjórnvalda um velferð sem ríkisstjórnin hefur samþykkt í kjölfar áfangaskýrslu velferðarvaktar. Í tilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu segir að aðgerðaáætluninni sé ætlað að stuðla að öflugri velferðar- og almannaþjónustu. „Í henni koma fram helstu áherslur stjórnvalda í velferðarmálum næstu misserin.," segir einnig. Ráðherra segir að áætlunin sé mikilvægt leiðarljós í væntanlegum aðhaldsaðgerðum í ríkisrekstri. „Áætlunin felur ekki í sér loforð um aukin fjárútgjöld eða kraftaverk heldur er þetta raunsæ áætlun sem endurspeglar þau verkefni sem stjórnvöld þurfa að beina sjónum sínum að í velferðasamfélagi okkar á tímum aðhalds og sparnaðar," segir ráðherra. „Sérstaklega þarf að gæta þess „að sparnaður í einum hluta hins opinbera kerfis leiði ekki til aukins kostnaðar annars staðar og að við mótun sparnaðartillagna verði störf fólks varin eins og kostur er, sérstaklega innan velferðarkerfisins." Tilgreint er í áætluninni hvaða ráðuneytum er ætlað að bera ábyrgð á einstökum aðgerðum. Velferðarvaktin annast eftir atvikum nánari útfærslu einstakra aðgerða, framkvæmd og eftirfylgni. Áætlunin byggist á tillögum velferðarvaktarinnar sem hefur skilað skilaði áfangaskýrslu sinni og nýlegum tillögum starfshóps félags- og tryggingamálaráðherra um vinnumarkaðsaðgerðir. Í áfangaskýrslu velferðarvaktarinnar kemur fram að áhrif efnahagsþrenginganna á einstaklinga séu aðeins komnar fram að litlu leyti, þrátt fyrir mikið atvinnuleysi, erfiða skuldastöðu margra og verulega fjölgun aðstoðarbeiðna til félagsþjónustu sveitarfélaga. Velferðarvaktin telur mikilvægt að úrræði til að bregðast við fjárhagsvanda heimilanna séu samfelld. Þau miði í fyrsta lagi að því að aðstoða þá sem eiga í mestum vanda, í öðru lagi aðstoða þá sem eru í áhættuhópi og í þriðja lagi stuðning við þá sem standa sæmilega en hafa þörf fyrir einföld úrræði til að létta greiðslubyrði sína svo þeir komist klakklaust í gegnum þrengingar næstu missera. Velferðarvaktinni sem var skipuð af félags- og tryggingamálaráðherra í febrúar síðastliðnum, hefur verið falið að halda áfram störfum sínum. Áfangaskýrsla ásamt upplýsingum um störf hennar er aðgengileg á heimasíðu félags- og tryggingamálaráðuneytisins. Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar um velferð er aðgengileg á heimasíðu félags- og tryggingamálaráðuneytisins. Kosningar 2009 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Sjá meira
Ásta R. Jóhannesdóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, kynnti á blaðamannafundi í dag aðgerðaáætlun stjórnvalda um velferð sem ríkisstjórnin hefur samþykkt í kjölfar áfangaskýrslu velferðarvaktar. Í tilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu segir að aðgerðaáætluninni sé ætlað að stuðla að öflugri velferðar- og almannaþjónustu. „Í henni koma fram helstu áherslur stjórnvalda í velferðarmálum næstu misserin.," segir einnig. Ráðherra segir að áætlunin sé mikilvægt leiðarljós í væntanlegum aðhaldsaðgerðum í ríkisrekstri. „Áætlunin felur ekki í sér loforð um aukin fjárútgjöld eða kraftaverk heldur er þetta raunsæ áætlun sem endurspeglar þau verkefni sem stjórnvöld þurfa að beina sjónum sínum að í velferðasamfélagi okkar á tímum aðhalds og sparnaðar," segir ráðherra. „Sérstaklega þarf að gæta þess „að sparnaður í einum hluta hins opinbera kerfis leiði ekki til aukins kostnaðar annars staðar og að við mótun sparnaðartillagna verði störf fólks varin eins og kostur er, sérstaklega innan velferðarkerfisins." Tilgreint er í áætluninni hvaða ráðuneytum er ætlað að bera ábyrgð á einstökum aðgerðum. Velferðarvaktin annast eftir atvikum nánari útfærslu einstakra aðgerða, framkvæmd og eftirfylgni. Áætlunin byggist á tillögum velferðarvaktarinnar sem hefur skilað skilaði áfangaskýrslu sinni og nýlegum tillögum starfshóps félags- og tryggingamálaráðherra um vinnumarkaðsaðgerðir. Í áfangaskýrslu velferðarvaktarinnar kemur fram að áhrif efnahagsþrenginganna á einstaklinga séu aðeins komnar fram að litlu leyti, þrátt fyrir mikið atvinnuleysi, erfiða skuldastöðu margra og verulega fjölgun aðstoðarbeiðna til félagsþjónustu sveitarfélaga. Velferðarvaktin telur mikilvægt að úrræði til að bregðast við fjárhagsvanda heimilanna séu samfelld. Þau miði í fyrsta lagi að því að aðstoða þá sem eiga í mestum vanda, í öðru lagi aðstoða þá sem eru í áhættuhópi og í þriðja lagi stuðning við þá sem standa sæmilega en hafa þörf fyrir einföld úrræði til að létta greiðslubyrði sína svo þeir komist klakklaust í gegnum þrengingar næstu missera. Velferðarvaktinni sem var skipuð af félags- og tryggingamálaráðherra í febrúar síðastliðnum, hefur verið falið að halda áfram störfum sínum. Áfangaskýrsla ásamt upplýsingum um störf hennar er aðgengileg á heimasíðu félags- og tryggingamálaráðuneytisins. Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar um velferð er aðgengileg á heimasíðu félags- og tryggingamálaráðuneytisins.
Kosningar 2009 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Sjá meira