Vettell vill titilinn 2010 2. nóvember 2009 10:03 Sebastian Vettel vann í Kína um helgina og varð í öðru sæti í stigamóti ökumanna. mynd: kappakstur.is Sebastian Vettel sýndi mikinn styrk á nýrri kappakstursbraut í Abu Dhabi í gær og vann keppnina eftir að hafa barist af hörku við Lewis Hamilton í upphafi mótsins. Með sigrinum tryggði Vettel sér annað sætið í stigamóti ökumanna. McLaren bíll Hamiltons bilaði, en bremsukerfið klikkaði á ögurstundu og liðsmenn kölluðu hann inn í bílskýli eftir góðan sprett. "Það væri gaman að halda áfram á sama hátt á næsta ári, með sigrum. Við höfum unnið 3 sigra í röð hjá Red Bull", sagði Vettel um mótið í gær. "Það er langur vetur framundan og nýr bíll í smíðum. Það verður ekki umtalsverð breyting á bílunum, en bensítankurinn verður stærri, þar sem ekki má setja bensín á bílanna." "Þetta tímabil sem liðið er var mjög skemmtilega og fleiri áttu möguleika á sigri en áður. Það voru bara tvö lið að keppa. Það var miklu meiri spenna í ár og mikið um framúrakstur. Okkur gekk ágætlega, en liðið og ég áttum okkar mistök, en þannig er kappakstur bara. Við verðum enn sterkari á næsta ári", sagði Vettel. Hann verður meðal keppenda í meistaramóti ökumanna í Bejing á morgun, en mótið verður sýnt beint á Stöð 2 Sport kl, 12.00, en Michael Schumacher og Jenson Button verða einnig meðal keppenda. Keppt verður í kappakstri á samhliða braut sem er búið að leggja á Olympíuleikvanginum í Kína. Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Sebastian Vettel sýndi mikinn styrk á nýrri kappakstursbraut í Abu Dhabi í gær og vann keppnina eftir að hafa barist af hörku við Lewis Hamilton í upphafi mótsins. Með sigrinum tryggði Vettel sér annað sætið í stigamóti ökumanna. McLaren bíll Hamiltons bilaði, en bremsukerfið klikkaði á ögurstundu og liðsmenn kölluðu hann inn í bílskýli eftir góðan sprett. "Það væri gaman að halda áfram á sama hátt á næsta ári, með sigrum. Við höfum unnið 3 sigra í röð hjá Red Bull", sagði Vettel um mótið í gær. "Það er langur vetur framundan og nýr bíll í smíðum. Það verður ekki umtalsverð breyting á bílunum, en bensítankurinn verður stærri, þar sem ekki má setja bensín á bílanna." "Þetta tímabil sem liðið er var mjög skemmtilega og fleiri áttu möguleika á sigri en áður. Það voru bara tvö lið að keppa. Það var miklu meiri spenna í ár og mikið um framúrakstur. Okkur gekk ágætlega, en liðið og ég áttum okkar mistök, en þannig er kappakstur bara. Við verðum enn sterkari á næsta ári", sagði Vettel. Hann verður meðal keppenda í meistaramóti ökumanna í Bejing á morgun, en mótið verður sýnt beint á Stöð 2 Sport kl, 12.00, en Michael Schumacher og Jenson Button verða einnig meðal keppenda. Keppt verður í kappakstri á samhliða braut sem er búið að leggja á Olympíuleikvanginum í Kína.
Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira