Innlent

Borgarafundur um breytingar

Frá borgarafundi í Háskólabíói í janúar sl.
Frá borgarafundi í Háskólabíói í janúar sl.
„Eftir efnahagshrun og ógöngur síðustu mánuða krefjast kjósendur breyttra vinnuaðferða af hálfu ráðamanna. Vilja frambjóðendur breytingar? Fáum við breytingar eða verður allt við það sama eftir kosningar?" segir í tilkynning um borgarafund sem haldinn verður í Deiglunni á Akureyri næstkomandi fimmtudag.

Frummælendur verða Margrét Ingibjörg Ríkarðsdóttir, þroskaþjálfi og forstöðumaður Hæfingarstöðvarinnar, og Jón Þorvaldur Heiðarsson, lektor og sérfræðingur við RHA.

Í pallborði verða: Hjálmar Hjálmarsson fyrir Borgarahreyfinguna, Ásta Hafberg Sigmundsdóttir fyrir Frjálslynda flokkinn, Kristján Þór Júlíusson þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Birkir Jón Jónsson varaformaður Framsóknarflokksins og Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna. Óvíst er hver mætir á fundinn fyrir hönd Samfylkingarinnar.

Fundurinn hefst klukkan 20.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×