Sport

Árni Már stóð sig vel á NCAA-háskólamótinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Árni Már Árnason.
Árni Már Árnason. Mynd/Heimasíða Old Dominion

Árni Már Árnason stóð sig vel á NCAA-háskólamótinu í sundi um síðustu helgi en þetta er meistaramót allra háskóla í Bandaríkjunum og það mikill heiður að öðlast keppnisrétt á þessu móti. Árni Már keppti fyrir Old Dominion skólann og hefur margbætt skólametin í sínum sundum í vetur.

Árni Már tryggði sér þátttökurétt í úrslitamótinu með því að vinna þrjár greinar í CAA-skólakeppninni en hann komst inn í 50 metra skriðsundi sem og 100 og 200 metra bringusundum. Hann varð fyrsti nemandi Old Dominion til að komast svona langt síðan að skólinn komst upp í 1. deildina.

Á lokamótinu um helgina varð Árni í 21. sæti í 200 yarda bringusundi á tímanum 1:56,54 mínútum en hann átti best áður 1:57,61 mínútur en báðir þessir tímar voru skólamet. Árni varð einnig í 25. sæti í 100 metra bringu og í 42. sæti í 50 metra skriðsundi. Árni á nú skólametið í öllum þessum greinum auk þess að hann tók þátt í að setja skólamet í fjórum boðsundum.

Árni Már keppir fyrir ÍRB hérna heima en hann kemur úr Mosfellsbænum. Árni gat ekki tekið þátt í Íslandsmeistaramótinu í sundi þar sem hann var upptekinn við æfingar og keppni úti.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×