Fannar: Ungu pungarnir eru að spila eins og englar 18. október 2009 22:12 Fannar Ólafsson átti fínan leik með KR í kvöld, skoraði 17 stig og hirti 11 fráköst Mynd/Vilhelm "Ég held að það hafi verið vörnin sem kláraði þetta hjá okkur í kvöld. Við þurfum að vinna aðeins í sóknarleiknum en höfum í sjálfu sér engar áhyggjur af því," sagði Fannar Ólafsson fyrirliði KR eftir að hans menn lögðu ÍR 82-73 í Iceland Express deildinni í kvöld. Leikurinn var nokkuð stíft spilaður og bæði lið grimm í vörninni. Þetta gerði það að verkum að lítið fór fyrir fallegum sóknartilþrifum nema ef til vill á stuttum kafla í síðari hálfleiknum. "Við ætlum að koma vörninni á þann stall að við séum að halda liðum undir 70 stigum og frákasta vel. Við erum að leita meira inn í teiginn en áður og erum fyrir vikið ekki að skora eins mikið fyrir utan. Það er bara október og aðalatriðið er að verja heimavöllinn og vinna okkur hægt og rólega á þann stað sem við viljum vera. Það er líka að gerast," sagði Fannar og hrósaði ungu strákunum í liðinu. "Strákar eins og Brynjar og Darri og Finnur eru bara ungir pungar sem eru að spila eins og englar og það á eftir að skila sér þegar á líður," sagði fyrirliðinn. Vísir náði einmitt tali af Finni Magnússyni eftir leikinn en hann er nýkominn í raðir KR-inga eftir nokkur ár í skóla í Bandaríkjunum. Þessi hávaxni leikmaður átti sinn þátt í yfirburðum KR í fráköstunum í kvöld og hirti sjö stykki sjálfur. "Það er mjög gott að vera kominn heim aftur. Það er miklu meiri stemming hérna. Nú þarf ég ekki að dekka einhverja litla leikmenn sem geta hoppað yfir mig, heldur fæ að henda mönnum til undir körfunni í baráttunni þar," sagði Finnur brosandi. Stigaskorarar í leik KR og ÍR í kvöld: Stig KR: Semaj Inge 19, Fannar Ólafsson 17, Brynjar Björnsson 16, Finnur Magnússon 14, Tommy Johnson 8, Skarphéðinn Ingason 5, Darri Hilmarsson 3 Stig ÍR: Nemanja Sovic 21, Steinar Arason 14, Sveinbjörn Claessen 13, Vilhjálmur Steinarsson 9, Hreggviður Magnússon 8, Gunnlaugur Elsuson 4, Kristinn Jónasson 4. Dominos-deild karla Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Toppliðið lék sér á lokakaflanum Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Sjá meira
"Ég held að það hafi verið vörnin sem kláraði þetta hjá okkur í kvöld. Við þurfum að vinna aðeins í sóknarleiknum en höfum í sjálfu sér engar áhyggjur af því," sagði Fannar Ólafsson fyrirliði KR eftir að hans menn lögðu ÍR 82-73 í Iceland Express deildinni í kvöld. Leikurinn var nokkuð stíft spilaður og bæði lið grimm í vörninni. Þetta gerði það að verkum að lítið fór fyrir fallegum sóknartilþrifum nema ef til vill á stuttum kafla í síðari hálfleiknum. "Við ætlum að koma vörninni á þann stall að við séum að halda liðum undir 70 stigum og frákasta vel. Við erum að leita meira inn í teiginn en áður og erum fyrir vikið ekki að skora eins mikið fyrir utan. Það er bara október og aðalatriðið er að verja heimavöllinn og vinna okkur hægt og rólega á þann stað sem við viljum vera. Það er líka að gerast," sagði Fannar og hrósaði ungu strákunum í liðinu. "Strákar eins og Brynjar og Darri og Finnur eru bara ungir pungar sem eru að spila eins og englar og það á eftir að skila sér þegar á líður," sagði fyrirliðinn. Vísir náði einmitt tali af Finni Magnússyni eftir leikinn en hann er nýkominn í raðir KR-inga eftir nokkur ár í skóla í Bandaríkjunum. Þessi hávaxni leikmaður átti sinn þátt í yfirburðum KR í fráköstunum í kvöld og hirti sjö stykki sjálfur. "Það er mjög gott að vera kominn heim aftur. Það er miklu meiri stemming hérna. Nú þarf ég ekki að dekka einhverja litla leikmenn sem geta hoppað yfir mig, heldur fæ að henda mönnum til undir körfunni í baráttunni þar," sagði Finnur brosandi. Stigaskorarar í leik KR og ÍR í kvöld: Stig KR: Semaj Inge 19, Fannar Ólafsson 17, Brynjar Björnsson 16, Finnur Magnússon 14, Tommy Johnson 8, Skarphéðinn Ingason 5, Darri Hilmarsson 3 Stig ÍR: Nemanja Sovic 21, Steinar Arason 14, Sveinbjörn Claessen 13, Vilhjálmur Steinarsson 9, Hreggviður Magnússon 8, Gunnlaugur Elsuson 4, Kristinn Jónasson 4.
Dominos-deild karla Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Toppliðið lék sér á lokakaflanum Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Sjá meira