Laun og réttlátir skattar Jón Kaldal skrifar 15. september 2009 06:00 Í mjög grófum dráttum má segja að hlutverk núverandi ríkisstjórnar sé tvíþætt. Annars vegar að sjá til þess að ríkið hafi efni á að standa undir grunnþjónustuþáttum samfélagsins: heilbrigðisþjónustunni, menntamálunum, löggæslunni og viðhaldi og byggingu samgöngumannvirkja, svo allra brýnustu málaflokkarnir séu nefndir. Hins vegar að vera í forystu við mótun hins nýja Íslands sem svo margir þrá. Þessi tvö verkefni skarast óhjákvæmilega á ýmsan hátt. Einn skurðpunkturinn er umræðan um hvaða laun er við hæfi að fólk þiggi fyrir störf sín. Á því máli hefur ríkisstjórn þá skoðun að ekki sé rétt að stjórnendur hjá ríkinu og ríkisstofnunum hafi hærri laun fyrir dagvinnu en forsætisráðherra, sem hefur nú 935.000 krónur í laun á mánuði. Eina undantekningin frá þessari reglu á að vera forseti Íslands. Í umsögn efnahags- og skattanefndar Alþingis kemur fram að meginmarkmiðið þessara breytinga sé að lækka launakostnað ríkisins. Vissulega mun sú verða raunin, en sá sparnaður er hverfandi í hinu stóra samhengi. Nærri lagi er að útskýra þessa fyrirhuguðu breytingu á launakjörum handfylli stjórnenda hjá hinu opinbera, sem táknræna aðgerð og pólitíska yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Og sem slík á hún sér frjóan jarðveg nú um stundir. Á okkar miklu niðurskurðartímum virðist ekki vera mikil stemning fyrir því að ríkisforstjórar hafi mjög rausnarleg launakjör. Það hefur komið fram að þessar ráðstafanir eru hugsaðar til skamms tíma vegna efnahagsástandsins. Mikilvægt er að staðið verði við þau fyrirheit. Ríkið verður að vera samkeppnishæft upp að vissu marki við einkamarkaðinn. Ríkisfyrirtæki þurfa að hafa svigrúm til að ráða reynda og öfluga stjórnendur. Í því samhengi eiga laun forsætisráðherra ekki að vera viðmiðið. Það fara örugglega fáir út í pólitík vegna launanna. Drifkrafturinn þar að baki er í flestum tilvikum allt annar. Annar skurðpunktur tekjuöflunar og sparnaðar hjá ríkinu og mótun hins nýja Íslands er skattkerfið. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra gerði það að umtalsefni fyrr á árinu og ræddi þá um þörfina á því að koma á „réttlátara skattkerfi". Óskandi er að sá áhugi snúist ekki aðeins um að hækka skatta almennt og koma á hátekjuskatti, eins og þegar hefur verið gert. Það var ekkert sérstakt réttlæti fólgið í þeim aðgerðum. Aðrir angar skattkerfisins þurfa nánari skoðun. Skattaumhverfið er nú þannig að með ýmsum bókhaldsæfingum geta þeir sem áður greiddu hefðbundinn tekjuskatt, talið hluta eða jafnvel allar tekjur sínar fram sem fjármagnstekjur, og fyrir vikið greitt af þeim mun lægri skatt en ella. Það er löngu tímabært að lagfæra þetta fráleita misvægi sem er hér við lýði þegar kemur að skattlagningu tekna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Í mjög grófum dráttum má segja að hlutverk núverandi ríkisstjórnar sé tvíþætt. Annars vegar að sjá til þess að ríkið hafi efni á að standa undir grunnþjónustuþáttum samfélagsins: heilbrigðisþjónustunni, menntamálunum, löggæslunni og viðhaldi og byggingu samgöngumannvirkja, svo allra brýnustu málaflokkarnir séu nefndir. Hins vegar að vera í forystu við mótun hins nýja Íslands sem svo margir þrá. Þessi tvö verkefni skarast óhjákvæmilega á ýmsan hátt. Einn skurðpunkturinn er umræðan um hvaða laun er við hæfi að fólk þiggi fyrir störf sín. Á því máli hefur ríkisstjórn þá skoðun að ekki sé rétt að stjórnendur hjá ríkinu og ríkisstofnunum hafi hærri laun fyrir dagvinnu en forsætisráðherra, sem hefur nú 935.000 krónur í laun á mánuði. Eina undantekningin frá þessari reglu á að vera forseti Íslands. Í umsögn efnahags- og skattanefndar Alþingis kemur fram að meginmarkmiðið þessara breytinga sé að lækka launakostnað ríkisins. Vissulega mun sú verða raunin, en sá sparnaður er hverfandi í hinu stóra samhengi. Nærri lagi er að útskýra þessa fyrirhuguðu breytingu á launakjörum handfylli stjórnenda hjá hinu opinbera, sem táknræna aðgerð og pólitíska yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Og sem slík á hún sér frjóan jarðveg nú um stundir. Á okkar miklu niðurskurðartímum virðist ekki vera mikil stemning fyrir því að ríkisforstjórar hafi mjög rausnarleg launakjör. Það hefur komið fram að þessar ráðstafanir eru hugsaðar til skamms tíma vegna efnahagsástandsins. Mikilvægt er að staðið verði við þau fyrirheit. Ríkið verður að vera samkeppnishæft upp að vissu marki við einkamarkaðinn. Ríkisfyrirtæki þurfa að hafa svigrúm til að ráða reynda og öfluga stjórnendur. Í því samhengi eiga laun forsætisráðherra ekki að vera viðmiðið. Það fara örugglega fáir út í pólitík vegna launanna. Drifkrafturinn þar að baki er í flestum tilvikum allt annar. Annar skurðpunktur tekjuöflunar og sparnaðar hjá ríkinu og mótun hins nýja Íslands er skattkerfið. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra gerði það að umtalsefni fyrr á árinu og ræddi þá um þörfina á því að koma á „réttlátara skattkerfi". Óskandi er að sá áhugi snúist ekki aðeins um að hækka skatta almennt og koma á hátekjuskatti, eins og þegar hefur verið gert. Það var ekkert sérstakt réttlæti fólgið í þeim aðgerðum. Aðrir angar skattkerfisins þurfa nánari skoðun. Skattaumhverfið er nú þannig að með ýmsum bókhaldsæfingum geta þeir sem áður greiddu hefðbundinn tekjuskatt, talið hluta eða jafnvel allar tekjur sínar fram sem fjármagnstekjur, og fyrir vikið greitt af þeim mun lægri skatt en ella. Það er löngu tímabært að lagfæra þetta fráleita misvægi sem er hér við lýði þegar kemur að skattlagningu tekna.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun