Íslenski boltinn

Fylkiskonur hafa aldrei unnið KR í efstu deild - breyta þær því í kvöld?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hólmfríður Magnúsdótti hefur skorað 12 mörk í 6 leikjum KR og Fylkis.
Hólmfríður Magnúsdótti hefur skorað 12 mörk í 6 leikjum KR og Fylkis. Mynd/Auðunn

Fylkir hefur byrjað mjög vel í Pepsi-deild kvenna en liðið hefur náð í 10 stig út úr fyrstu fjórum leikjum sínum og er í 2. sæti. Fylkir heimsækir KR í Frostaskjólið í kvöld og hefur þar tækifæri til þess að vinna sögulegan sigur.

KR-liðið hefur ekki byrjað vel í sumar en liðið er aðeins í 7. sæti deildarinnar með 3 stig eftir 1-3 tap á móti Aftureldingu/Fjölni í síðasta leik.

Fylkir og KR hafa mæst sex sinnum í efstu deild kvenna og hefur KR unnið alla átta leikina með markatölunni 46-4. KR vann leiki liðanna í fyrra 5-0 og 5-1.

Fylkiskonur hafa ekki enn náð að skora í þremur leikjum á KR-vellinum en markatalan í þeim er, 26-0, KR í vil.

Fylkiskonur þakka örugglega fyrir að gamli liðsmaður þeirra, Hólmfríður Magnúsdóttir, spili ekki með KR í kvöld en hún hefur skorað 12 af þessum 46 mörkum KR-liðsins í þessum sex leikjum. Þær þurfa samt að glíma við Hrefnu Huld Jóhannesdóttur sem hefur skorað 10 mörk í þessum leikjum.

Leikir KR og Fylkis í efstu deild kvenna

2006

KR-Fylkir 11-0

Fylkir-KR 1-11

2007

Fylkir-KR 2-4

KR-Fylkir 10-0

2008

Fylkir-KR 1-5

KR-Fylkir 5-0








Fleiri fréttir

Sjá meira


×