Umfjöllun: Grindvíkingar gjörsigraðir á heimavelli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. október 2009 21:54 Amani Bin Daanish náði sér ekki á strik í kvöld. Njarðvík vann í kvöld góðan sjö stiga sigur á Grindavík á útivelli, 74-67, í Iceland Express-deild karla í kvöld. Grindavík var með frumkvæðið í fyrri hálfleik en leikur liðsins hrundi algerlega í síðari hálfleik. Njarðvíkingar léku þá mjög sterkan varnarleik sem Grindvíkingar réðu ekkert við. Lykilleikmenn Grindavíkur voru langt frá sínu besta í kvöld en sérstaklega var það sóknarleikurinn sem brást þeim gulklæddu í kvöld. Heimamenn voru greinilega búnir að hrista af sér slenið frá því í leiknum gegn Fjölni þegar þriggja stiga skotnýtingin var með eindæmum léleg. Grindvíkingar settu niður þrjá þrista á upphafsmínútunum og náðu þar með frumkvæðinu í leiknum. Njarðvíkingar voru þó aldrei langt undan og var munurinn sex stig þegar fyrsta leikhluta lauk, 20-14. Þessi fína skotnýting átti þó ekki eftir að endast. Njarðvíkingar mættu grimmir til leiks í öðrum leikhluta og náðu forystunni eftir fjögurra stiga kerfi hjá Magnúsi Gunnarssyni. Grindvíkingar voru þó grimmir í sóknarfráköstunum en það virtist einfaldlega ekki borga sig þar sem skotnýtingin var ekki góð á þessum kafla. Páll Axel Vilbergsson hafði ekkert hitt en þegar hann setti niður sinn fyrsta þrist á sautjándu mínútu leiksins náðu Grindvíkingar aftur undirtökunum í leiknum. Hann bætti svo um betur og setti niður átta stig á síðustu mínútum hálfleiksins. Staðan þá var 38-34, heimamönnum í vil. Leikurinn gjörbreyttist í þriðja leikhluta. Njarðvíkingar voru afar fastir fyrir í sínum varnarleik en þegar Grindvíkingar komust í skot virtist ekkert fara niður. Gestirnir breyttu stöðunni úr 43-42 í 43-58, sér í vil, með 16-0 spretti. Hver þristurinn af öðrum datt niður hjá þeim grænklæddu sem léku á als oddi, bæði í vörn og sókn. Grindvíkingar reyndu hvað þeir gátu til að minnka muninn aftur áður en leiktíminn rann út en það var bara of lítið og of seint. Ómar Örn Sævarsson var eini maðurinn með rænu í Grindavíkurliðinu í seinni hálfleik en hann gat ekki klárað dæmið einn síns liðs fyrir heimamenn. Njarðvíkingar gerðu endanlega út um leikinn þegar tæpar þrjár mínútur voru til leiksloka og Grindavík fékk dæmda á sig tæknivillu fyrir mótmæli. Njarðvík jók þá muninn í tólf stig sem reyndist of stórt bil til að brúa á tveimur mínútum. Varnarleikurinn var í fyrirrúmi hjá báðum liðum í kvöld en munaði mestu um að sóknarleikur Grindvíkinga var í algerum molum, sérstklega í síðari hálfleik. Bandaríkjamaðurinn Amani Bin Daanish komst ekki á blað fyrr en í síðasta leikhlutanum og Páll Axel Vilbergsson skoraði aðeins þrjú stig ef frá eru talin stigin átta sem hann skoraði á stuttum leikkafla undir lok fyrri hálfleiks. Magnús Þór Gunnarsson, Friðrik Stefánsson og Jóhann Árni Ólafsson voru mjög drjúgir í liði Njarðvíkur og þeir ásamt öflugum varnarleik sáu til þess að Njarðvík er enn taplaust á leiktíðinni. Stig Grindavíkur: Þorleifur Ólafsson 15, Brenton Birmingham 13, Páll Axel Vilbergsson 11, Arnar Freyr Jónsson 7, Ómar Örn Sævarsson 6 (9 fráköst), Amani Bin Daanish 5, Björn Steinar Brynjólfsson 4, Ólafur Ólafsson 3, Guðlaugur Eyjólfsson 2. Stig Njarðvíkur: Magnús Þór Gunnarsson 21, Jóhann Árni Ólafsson 16, Friðrik Stefánsson 18 (15 fráköst), Rúnar Ingi Erlingsson 6, Kristján Rúnar Sigurðsson 5, Guðmundur Jónsson 4, Páll Kristinsson 2 (9 fráköst), Hjörtur Hrafn Einarsson 2. Dominos-deild karla Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Njarðvík vann í kvöld góðan sjö stiga sigur á Grindavík á útivelli, 74-67, í Iceland Express-deild karla í kvöld. Grindavík var með frumkvæðið í fyrri hálfleik en leikur liðsins hrundi algerlega í síðari hálfleik. Njarðvíkingar léku þá mjög sterkan varnarleik sem Grindvíkingar réðu ekkert við. Lykilleikmenn Grindavíkur voru langt frá sínu besta í kvöld en sérstaklega var það sóknarleikurinn sem brást þeim gulklæddu í kvöld. Heimamenn voru greinilega búnir að hrista af sér slenið frá því í leiknum gegn Fjölni þegar þriggja stiga skotnýtingin var með eindæmum léleg. Grindvíkingar settu niður þrjá þrista á upphafsmínútunum og náðu þar með frumkvæðinu í leiknum. Njarðvíkingar voru þó aldrei langt undan og var munurinn sex stig þegar fyrsta leikhluta lauk, 20-14. Þessi fína skotnýting átti þó ekki eftir að endast. Njarðvíkingar mættu grimmir til leiks í öðrum leikhluta og náðu forystunni eftir fjögurra stiga kerfi hjá Magnúsi Gunnarssyni. Grindvíkingar voru þó grimmir í sóknarfráköstunum en það virtist einfaldlega ekki borga sig þar sem skotnýtingin var ekki góð á þessum kafla. Páll Axel Vilbergsson hafði ekkert hitt en þegar hann setti niður sinn fyrsta þrist á sautjándu mínútu leiksins náðu Grindvíkingar aftur undirtökunum í leiknum. Hann bætti svo um betur og setti niður átta stig á síðustu mínútum hálfleiksins. Staðan þá var 38-34, heimamönnum í vil. Leikurinn gjörbreyttist í þriðja leikhluta. Njarðvíkingar voru afar fastir fyrir í sínum varnarleik en þegar Grindvíkingar komust í skot virtist ekkert fara niður. Gestirnir breyttu stöðunni úr 43-42 í 43-58, sér í vil, með 16-0 spretti. Hver þristurinn af öðrum datt niður hjá þeim grænklæddu sem léku á als oddi, bæði í vörn og sókn. Grindvíkingar reyndu hvað þeir gátu til að minnka muninn aftur áður en leiktíminn rann út en það var bara of lítið og of seint. Ómar Örn Sævarsson var eini maðurinn með rænu í Grindavíkurliðinu í seinni hálfleik en hann gat ekki klárað dæmið einn síns liðs fyrir heimamenn. Njarðvíkingar gerðu endanlega út um leikinn þegar tæpar þrjár mínútur voru til leiksloka og Grindavík fékk dæmda á sig tæknivillu fyrir mótmæli. Njarðvík jók þá muninn í tólf stig sem reyndist of stórt bil til að brúa á tveimur mínútum. Varnarleikurinn var í fyrirrúmi hjá báðum liðum í kvöld en munaði mestu um að sóknarleikur Grindvíkinga var í algerum molum, sérstklega í síðari hálfleik. Bandaríkjamaðurinn Amani Bin Daanish komst ekki á blað fyrr en í síðasta leikhlutanum og Páll Axel Vilbergsson skoraði aðeins þrjú stig ef frá eru talin stigin átta sem hann skoraði á stuttum leikkafla undir lok fyrri hálfleiks. Magnús Þór Gunnarsson, Friðrik Stefánsson og Jóhann Árni Ólafsson voru mjög drjúgir í liði Njarðvíkur og þeir ásamt öflugum varnarleik sáu til þess að Njarðvík er enn taplaust á leiktíðinni. Stig Grindavíkur: Þorleifur Ólafsson 15, Brenton Birmingham 13, Páll Axel Vilbergsson 11, Arnar Freyr Jónsson 7, Ómar Örn Sævarsson 6 (9 fráköst), Amani Bin Daanish 5, Björn Steinar Brynjólfsson 4, Ólafur Ólafsson 3, Guðlaugur Eyjólfsson 2. Stig Njarðvíkur: Magnús Þór Gunnarsson 21, Jóhann Árni Ólafsson 16, Friðrik Stefánsson 18 (15 fráköst), Rúnar Ingi Erlingsson 6, Kristján Rúnar Sigurðsson 5, Guðmundur Jónsson 4, Páll Kristinsson 2 (9 fráköst), Hjörtur Hrafn Einarsson 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum