Bourdais rekinn frá Torro Rosso 16. júlí 2009 11:00 Sebastian Bourdais náði ekki að setja mark sitt á Formúlu 1. mynd: kappakstur.is Franski ökumaðurinn Sebastian Bourdais hefur verið sagt upp hjá Torro Rosso með formlegum hættum. Liðið tilkynnti þetta í dag. Bourdais varð fjórfaldur meistari í bandarísku Champ Car mótaröðinni og gekk til liðs við Torro Rosso í fyrra. Hann náði framhaldssamning fyrir þetta ár, en ljóst var að liðið var ekkert yfir sig hrifið af frammistöðu hans í fyrra. Þá hefur nýliðnn Sebastian Bourdais verið fljótari í sjö tímatökum af níu á þessu ári og Bourdais ekki staðið undir væntingum liðsins. Bourdais ók í 26 mótum með Torro Rosso og nældi aðeins í 6 stig. Líklegt þykir að hann hverfi aftur til Bandaríkjanna þar sem hann var í miklum metum. "Við höfum ákveðið að skipa annan ökumann í sæti Bourdais frá og með ungverska kappakstrinum um aðra helgi. Tilkynnt verður um nýjan ökumann liðsins nokkrum dögum fyrir mótið", sagði Franz Tost liðsstjóri liðsins í tilkynningu. Líklegt þykir að varaökumamður liðsins, Jamie Alguersuari verði ökumaður í stað Bourdais. Þá er möguleiki á því að Sebastian Loeb, heimsmeistari í rallakstri taki sprett á bílnum í lokamótinu í Abu Dhabi. Takuma Sato frá Japan barðist um sæti hjá Torro Rosso á síðasta ári, en það gekk ekki upp og spurning hvort hann nær eitthvað að pota sér að núna í ljósi stöðunnar. Sjá upplýsingar um Jamie Alguersuari Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Þóttist vera látinn yngri bróður sinn Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Franski ökumaðurinn Sebastian Bourdais hefur verið sagt upp hjá Torro Rosso með formlegum hættum. Liðið tilkynnti þetta í dag. Bourdais varð fjórfaldur meistari í bandarísku Champ Car mótaröðinni og gekk til liðs við Torro Rosso í fyrra. Hann náði framhaldssamning fyrir þetta ár, en ljóst var að liðið var ekkert yfir sig hrifið af frammistöðu hans í fyrra. Þá hefur nýliðnn Sebastian Bourdais verið fljótari í sjö tímatökum af níu á þessu ári og Bourdais ekki staðið undir væntingum liðsins. Bourdais ók í 26 mótum með Torro Rosso og nældi aðeins í 6 stig. Líklegt þykir að hann hverfi aftur til Bandaríkjanna þar sem hann var í miklum metum. "Við höfum ákveðið að skipa annan ökumann í sæti Bourdais frá og með ungverska kappakstrinum um aðra helgi. Tilkynnt verður um nýjan ökumann liðsins nokkrum dögum fyrir mótið", sagði Franz Tost liðsstjóri liðsins í tilkynningu. Líklegt þykir að varaökumamður liðsins, Jamie Alguersuari verði ökumaður í stað Bourdais. Þá er möguleiki á því að Sebastian Loeb, heimsmeistari í rallakstri taki sprett á bílnum í lokamótinu í Abu Dhabi. Takuma Sato frá Japan barðist um sæti hjá Torro Rosso á síðasta ári, en það gekk ekki upp og spurning hvort hann nær eitthvað að pota sér að núna í ljósi stöðunnar. Sjá upplýsingar um Jamie Alguersuari
Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Þóttist vera látinn yngri bróður sinn Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira