Grindavík í úrslitin 31. mars 2009 18:58 Helgi Jónas Guðfinnsson átti fínan leik hjá Grindavík í kvöld Það verða KR og Grindavík sem leika til úrslita í Iceland Express deild karla í körfubolta. Þetta varð ljóst í kvöld þegar Grindavík skellti Snæfelli 85-75 í fjórða leik liðanna í undanúrslitunum. Leikurinn var í járnum í fyrri hálfleik en í þriðja leikhlutanum skildu leiðir og gestirnir voru sterkari á lokasprettinum. Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu hér á Vísi.20:49 - Leik lokið. Snæfell 75 - Grindavík 85.20:44 - Bradford skorar tvær körfur í röð og er að klára leikinn fyrir Grindavík. Gestirnir hafa yfir 85-70 þegar innan við tvær mínútur eru eftir.20:38 - Þorleifur Ólafsson flottur hjá Grindavík með tvær körfur í röð. Kominn með 18 stig. Grindavík 13 stigum yfir þegar fjórar mínútur eru til leiksloka.20:35 - Leikhlé. Grindavík hefur yfir 74-66 þegar 6:11 eru eftir af leiknum. Hlynur Bæringsson með frábær varnartilþrif gegn Nick Bradford. Fínn leikur hjá Hlyni (15 stig, 13 fráköst) en slæm vítanýting (4/10).20:31 - Hlynur Bæringsson og Sigurður Þorvaldsson báðir með fjórar villur þegar átta mínútur eru eftir af leiknum.20:29 - Helgi Jónas setur niður annað erfitt skot og Grindavík leiðir 70-62. Gestirnir virðast á góðri siglingu núna og enginn er heitari en Helgi Jónas. Hann er með 14 stig.20:27 - Fjórði leikhluti hefst. Páll Axel setur stóran þrist og Grindavík hefur yfir 68-60. Snæfell í vandræðum gegn pressu Grindavíkur um allan völl.20:25 - "Þetta er fáááránlegt!" segir Svali Björgvinsson og það er rétt hjá honum. Helgi Jónas Guðfinnsson kastar boltanum frá miðju og ofan í körfuna úr vonlausu færi um leið og lokaflautið heyrist í þriðja leikhluta. Þvílíkt borgarskot hjá drengnum og Grindavík leiðir 60-65.20:23 - Gamli refurinn Helgi Jónas Guðfinnsson fær á sig ruðning, en stelur boltanum í næstu sókn Snæfells, skorar og fær víti að auki. Toppmaður. Nokkur hiti kominn í leikinn. Snæfell 57 - Grindavík 60. Mínúta eftir af þriðja leikhluta.20:18 - Grindavík yfir 54-55. Leikurinn í járnum sem fyrr. Þrjár mínútur eftir af þriðja leikhluta.20:12 - Nick Bradford ber Grindavíkurliðið á herðum sér þessa stundina. Skorar og fær víti að auki. Minnkar muninn í 51-50. Bradford er með 17 stig og 6 fráköst. Hlynur með 12 stig og 12 fráköst hjá Snæfelli og Sigurður Þorvaldsson sömuleiðis með 12 stig.20:09 - Snæfell 47 - Grindavík 43 þegar þriðji leikhluti er að verða hálfnaður. Baráttan gríðarleg og lítið skorað.20:03 - Síðari hálfleikur hefst. Sigurður Þorvaldsson skorar fjögur stig í röð í upphafi síðari hálfleiks. Tæknivíti og þristur. Snæfell leiðir 47-41. Tæknivítið var dæmt á Friðrik Ragnarsson þjálfara Grindavíkur fyrir skoðanir hans á dómgæslu í lok fyrri hálfleiks.19:51 - Hálfleikur. Snæfell 43 - Grindavík 41.Baráttan hefur verið í fyrirrúmi í fyrri hálfleiknum í Hólminum. Stigaskorið er alveg eins og heimamenn vilja hafa það og Grindvíkingar verða að gjöra svo vel að taka sig saman í andlitinu ef þeir ætla ekki að þurfa í oddaleik. Snæfell hefur yfir 20-8 í fráköstunum.Atkvæðamestir hjá Snæfelli: Hlynur Bæringsson 10 stig (9 frák), Sigurður Þorvaldsson 8 stig, Jón Jónsson 8 stig, Lucius Wagner 7 stig (4 frák, 3 stoðs), Magni Hafsteinsson 5 stig.Atkvæðamestir hjá Grindavík: Nick Bradford 10 stig, Páll Kristinsson 8 stig, Helgi Jónas 6 stig, Guðlaugur Eyjólfsson 6 stig, Þorleifur Ólafsson 5 stig, Brenton Birmingham 4 stig (3 frák).19:45 - Magni með þrist. Snæfell yfir 41-35 þegar rúmar tvær eru eftir af hálfleiknum.19:40 - Snæfell yfir 37-35. Leikurinn í járnum þessar mínútur og gæðin lúta í lægra haldi fyrir baráttunni. Í þeim töluðu orðum setur Sigurður Þorvaldsson niður fáránlegan þrist þegar hann er að detta út af vellinum. Góður.19:36 - Snæfell yfir 32-28. Nonni Mæju kominn með 8 stig hjá Snæfelli.19:32 - Páll Axel með fyrsta langskotið sitt í seríunni. Það er svokallaður loftbolti. Staðan 23-25 fyrir Grindavík.19:30 - Fyrsta leikhluta lokið. Snæfell 19 - Grindavík 25Grindvíkingar ljúka hlutanum með stæl. Nick Bradford með 8 stig, Helgi Jónas 6, Páll Kristins 4. Hjá Snæfelli er Wagner með 7 stig, Jón Jóns 6 og Hlynur Bærings 6 stig og 4 fráköst.19:24 - Leikhlé. Grindavík hefur yfir 14-11 eftir góða rispu. Friðrik Ragnarsson heimtar að hans menn stigi betur út í fráköstunum. Páll Axel Vilbergsson mættur til leiks hjá Grindavík í fyrsta skipti í einvíginu.19:21 - Snæfell kemst yfir 9-8. Heimamenn eru eitraðir í sóknarfráköstunum í byrjun, enda með fullt lið af tveggja metra mönnum.19:18 - Grindavík byrjar vel og hefur yfir 6-4. Páll Kristinsson með 4 stig í byrjun.19:15 - Leikur hefst.Byrjunarliðin:Grindavík: Arnar Freyr Jónsson, Þorleifur Ólafsson, Nick Bradford, Brenton Birmingham og Páll Kristinsson.Snæfell: Hlynur Bæringsson, Jón Jónsson, Sigurður Þorvaldsson, Lucius Wagner og Atli Hreinsson.19:10 - "Heilsan er fín - þetta er ekkert til að væla yfir," sagði Hlynur Bæringsson, spilandi þjálfari Snæfells, þegar hann var spurður út í líkamlegt ástand sitt fyrir leikinn. Hlynur á við meiðsli að stríða líkt og Sigurður Þorvaldsson félagi hans og það er auðvitað slæmt fyrir Hólmara.19:09 - Páll Axel Vilbergsson mun líklega koma eitthvað við sögu hjá liði Grindavíkur í kvöld, en hann hefur ekki komið við sögu í einvíginu vegna hnémeiðsla.19:08 - Guðjón Guðmundsson og Svali Björgvinsson lýsa leiknum beint á Stöð 2 Sport og létu storminn ekki aftra sér að mæta í Hólminn.19:05 - Heilir og sælir lesendur og velkomnir til leiks. Nú eru tíu mínútur í fjórða leik Snæfells og Grindavíkur í undanúrslitunum og ljóst að ekkert má út af bera hjá heimamönnum, sem eru komnir í sumarfrí ef þeir tapa leiknum. Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Körfubolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Í beinni: Njarðvík - ÍR | Stiga- og þjálfaralausir ÍR-ingar mæta í Stapaskóla Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Sjá meira
Það verða KR og Grindavík sem leika til úrslita í Iceland Express deild karla í körfubolta. Þetta varð ljóst í kvöld þegar Grindavík skellti Snæfelli 85-75 í fjórða leik liðanna í undanúrslitunum. Leikurinn var í járnum í fyrri hálfleik en í þriðja leikhlutanum skildu leiðir og gestirnir voru sterkari á lokasprettinum. Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu hér á Vísi.20:49 - Leik lokið. Snæfell 75 - Grindavík 85.20:44 - Bradford skorar tvær körfur í röð og er að klára leikinn fyrir Grindavík. Gestirnir hafa yfir 85-70 þegar innan við tvær mínútur eru eftir.20:38 - Þorleifur Ólafsson flottur hjá Grindavík með tvær körfur í röð. Kominn með 18 stig. Grindavík 13 stigum yfir þegar fjórar mínútur eru til leiksloka.20:35 - Leikhlé. Grindavík hefur yfir 74-66 þegar 6:11 eru eftir af leiknum. Hlynur Bæringsson með frábær varnartilþrif gegn Nick Bradford. Fínn leikur hjá Hlyni (15 stig, 13 fráköst) en slæm vítanýting (4/10).20:31 - Hlynur Bæringsson og Sigurður Þorvaldsson báðir með fjórar villur þegar átta mínútur eru eftir af leiknum.20:29 - Helgi Jónas setur niður annað erfitt skot og Grindavík leiðir 70-62. Gestirnir virðast á góðri siglingu núna og enginn er heitari en Helgi Jónas. Hann er með 14 stig.20:27 - Fjórði leikhluti hefst. Páll Axel setur stóran þrist og Grindavík hefur yfir 68-60. Snæfell í vandræðum gegn pressu Grindavíkur um allan völl.20:25 - "Þetta er fáááránlegt!" segir Svali Björgvinsson og það er rétt hjá honum. Helgi Jónas Guðfinnsson kastar boltanum frá miðju og ofan í körfuna úr vonlausu færi um leið og lokaflautið heyrist í þriðja leikhluta. Þvílíkt borgarskot hjá drengnum og Grindavík leiðir 60-65.20:23 - Gamli refurinn Helgi Jónas Guðfinnsson fær á sig ruðning, en stelur boltanum í næstu sókn Snæfells, skorar og fær víti að auki. Toppmaður. Nokkur hiti kominn í leikinn. Snæfell 57 - Grindavík 60. Mínúta eftir af þriðja leikhluta.20:18 - Grindavík yfir 54-55. Leikurinn í járnum sem fyrr. Þrjár mínútur eftir af þriðja leikhluta.20:12 - Nick Bradford ber Grindavíkurliðið á herðum sér þessa stundina. Skorar og fær víti að auki. Minnkar muninn í 51-50. Bradford er með 17 stig og 6 fráköst. Hlynur með 12 stig og 12 fráköst hjá Snæfelli og Sigurður Þorvaldsson sömuleiðis með 12 stig.20:09 - Snæfell 47 - Grindavík 43 þegar þriðji leikhluti er að verða hálfnaður. Baráttan gríðarleg og lítið skorað.20:03 - Síðari hálfleikur hefst. Sigurður Þorvaldsson skorar fjögur stig í röð í upphafi síðari hálfleiks. Tæknivíti og þristur. Snæfell leiðir 47-41. Tæknivítið var dæmt á Friðrik Ragnarsson þjálfara Grindavíkur fyrir skoðanir hans á dómgæslu í lok fyrri hálfleiks.19:51 - Hálfleikur. Snæfell 43 - Grindavík 41.Baráttan hefur verið í fyrirrúmi í fyrri hálfleiknum í Hólminum. Stigaskorið er alveg eins og heimamenn vilja hafa það og Grindvíkingar verða að gjöra svo vel að taka sig saman í andlitinu ef þeir ætla ekki að þurfa í oddaleik. Snæfell hefur yfir 20-8 í fráköstunum.Atkvæðamestir hjá Snæfelli: Hlynur Bæringsson 10 stig (9 frák), Sigurður Þorvaldsson 8 stig, Jón Jónsson 8 stig, Lucius Wagner 7 stig (4 frák, 3 stoðs), Magni Hafsteinsson 5 stig.Atkvæðamestir hjá Grindavík: Nick Bradford 10 stig, Páll Kristinsson 8 stig, Helgi Jónas 6 stig, Guðlaugur Eyjólfsson 6 stig, Þorleifur Ólafsson 5 stig, Brenton Birmingham 4 stig (3 frák).19:45 - Magni með þrist. Snæfell yfir 41-35 þegar rúmar tvær eru eftir af hálfleiknum.19:40 - Snæfell yfir 37-35. Leikurinn í járnum þessar mínútur og gæðin lúta í lægra haldi fyrir baráttunni. Í þeim töluðu orðum setur Sigurður Þorvaldsson niður fáránlegan þrist þegar hann er að detta út af vellinum. Góður.19:36 - Snæfell yfir 32-28. Nonni Mæju kominn með 8 stig hjá Snæfelli.19:32 - Páll Axel með fyrsta langskotið sitt í seríunni. Það er svokallaður loftbolti. Staðan 23-25 fyrir Grindavík.19:30 - Fyrsta leikhluta lokið. Snæfell 19 - Grindavík 25Grindvíkingar ljúka hlutanum með stæl. Nick Bradford með 8 stig, Helgi Jónas 6, Páll Kristins 4. Hjá Snæfelli er Wagner með 7 stig, Jón Jóns 6 og Hlynur Bærings 6 stig og 4 fráköst.19:24 - Leikhlé. Grindavík hefur yfir 14-11 eftir góða rispu. Friðrik Ragnarsson heimtar að hans menn stigi betur út í fráköstunum. Páll Axel Vilbergsson mættur til leiks hjá Grindavík í fyrsta skipti í einvíginu.19:21 - Snæfell kemst yfir 9-8. Heimamenn eru eitraðir í sóknarfráköstunum í byrjun, enda með fullt lið af tveggja metra mönnum.19:18 - Grindavík byrjar vel og hefur yfir 6-4. Páll Kristinsson með 4 stig í byrjun.19:15 - Leikur hefst.Byrjunarliðin:Grindavík: Arnar Freyr Jónsson, Þorleifur Ólafsson, Nick Bradford, Brenton Birmingham og Páll Kristinsson.Snæfell: Hlynur Bæringsson, Jón Jónsson, Sigurður Þorvaldsson, Lucius Wagner og Atli Hreinsson.19:10 - "Heilsan er fín - þetta er ekkert til að væla yfir," sagði Hlynur Bæringsson, spilandi þjálfari Snæfells, þegar hann var spurður út í líkamlegt ástand sitt fyrir leikinn. Hlynur á við meiðsli að stríða líkt og Sigurður Þorvaldsson félagi hans og það er auðvitað slæmt fyrir Hólmara.19:09 - Páll Axel Vilbergsson mun líklega koma eitthvað við sögu hjá liði Grindavíkur í kvöld, en hann hefur ekki komið við sögu í einvíginu vegna hnémeiðsla.19:08 - Guðjón Guðmundsson og Svali Björgvinsson lýsa leiknum beint á Stöð 2 Sport og létu storminn ekki aftra sér að mæta í Hólminn.19:05 - Heilir og sælir lesendur og velkomnir til leiks. Nú eru tíu mínútur í fjórða leik Snæfells og Grindavíkur í undanúrslitunum og ljóst að ekkert má út af bera hjá heimamönnum, sem eru komnir í sumarfrí ef þeir tapa leiknum.
Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Körfubolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Í beinni: Njarðvík - ÍR | Stiga- og þjálfaralausir ÍR-ingar mæta í Stapaskóla Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Sjá meira