Átta liða úrslitum Subway-bikars karla lauk í kvöld með leik Njarðvíkur og Hauka. Heimamenn í Njarðvík unnu þar sigur 77-62. Staðan í hálfleik var 38-29.
Magnús Gunnarsson var stigahæstur í liði Njarðvíkur með 25 stig, Hjörtur Einarsson 18 og Logi Gunnarsson 16. Haukar eru í öðru sæti 1. deildarinnar en stigahæstur Hafnfirðinga í kvöld var Sveinn Sveinsson með 20 stig.
Á morgun, miðvikudaginn 14. janúar, verður dregið í undanúrslit Subwaybikars karla og kvenna í húsakynnum ÍSÍ. Njarðvík, KR, Grindavík og Stjarnan eru í pottinum í karlaflokki en í kvennaflokki Keflavík, KR, Valur og Skallagrímur.