Margrét Helga í einleik 4. mars 2009 07:00 Margrét Helga Jóhannsdóttir frumsýnir einleik annað kvöld. Annað kvöld heldur áfram einleikssyrpa í Borgarleikhúsinu sem hófst fyrir fáum vikum með frumsýningu á Sannleika Péturs Jóhanns. Nú kemur Margrét Helga Jóhannsdóttir fram í einleik, en nú eru liðnir tveir áratugir síðan hún sló í gegn á Litla sviði Borgarleikhússins í Sigrúnu Ástrósu. Einleikurinn sem Margrét flytur heitir Óskar og bleikklædda konan eftir Éric-Emmanuel Schmitt sem er vel kunnur íslenskum leikhúsgestum af fyrri verkum hans sem hér hafa verið flutt: Abel Snorko (Þjóðleikhúsið 1998), Gestinum (LR/Þýbilja 2002) og Hjónabandsglæpum (Þjóðleikhúsið 2007). Verkið fjallar um Óskar, tíu ára dreng sem þjáist af hvítblæði og bíður hins óhjákvæmilega á spítala. Eldri kona sem er sjálfboðaliði á sjúkrahúsinu, virðist vera sú eina sem hefur þroska og þor til að ræða hið óumflýjanlega við Óskar og ráðleggur honum að skrifa bréf til Guðs. Leikstjóri er Jón Páll Eyjólfsson. Leikmynd og búninga annast Snorri Freyr Hilmarsson. Frumsýning er annað kvöld kl. 20. - pbb Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Annað kvöld heldur áfram einleikssyrpa í Borgarleikhúsinu sem hófst fyrir fáum vikum með frumsýningu á Sannleika Péturs Jóhanns. Nú kemur Margrét Helga Jóhannsdóttir fram í einleik, en nú eru liðnir tveir áratugir síðan hún sló í gegn á Litla sviði Borgarleikhússins í Sigrúnu Ástrósu. Einleikurinn sem Margrét flytur heitir Óskar og bleikklædda konan eftir Éric-Emmanuel Schmitt sem er vel kunnur íslenskum leikhúsgestum af fyrri verkum hans sem hér hafa verið flutt: Abel Snorko (Þjóðleikhúsið 1998), Gestinum (LR/Þýbilja 2002) og Hjónabandsglæpum (Þjóðleikhúsið 2007). Verkið fjallar um Óskar, tíu ára dreng sem þjáist af hvítblæði og bíður hins óhjákvæmilega á spítala. Eldri kona sem er sjálfboðaliði á sjúkrahúsinu, virðist vera sú eina sem hefur þroska og þor til að ræða hið óumflýjanlega við Óskar og ráðleggur honum að skrifa bréf til Guðs. Leikstjóri er Jón Páll Eyjólfsson. Leikmynd og búninga annast Snorri Freyr Hilmarsson. Frumsýning er annað kvöld kl. 20. - pbb
Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira