Fáklæddur Svíi stal senunni af Tiger Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. mars 2009 22:25 Stenson skartaði aðeins nærbuxum frá landa sínum, Björn Borg. Nordic Photos/AFP Svíinn Henrik Stenson stal senunni á WGC-CA mótinu í dag þegar hann klæddi sig úr öllu nema nærbuxunum á þriðju holu vallarins. Upphafshögg Stensons lenti í drullu við vatn. Svíin taldi sig eiga möguleika á að slá boltann þannig að hann reif sig úr fötunum og lét vaða. „Þar sem það var svo mikil drulla gat ég ekki farið þarna í fötunum. Þau hefðu orðið drulluskítug þannig að það var um ekkert annað að velja en rífa sig úr," sagði Stenson léttur en hann spilaði vel og kom í hús á 69 höggum. „Ég var aðeins í tvennu þegar ég sló - nærbuxunum og golfhanskanum. Það er það eina sem sést á myndum ásamt kylfunni. Ég var bara eins og Guð skapaði mig," sagði Stenson sem býst við að verða strítt þegar hann spilar aftur á morgun. „Það verða klárlega einhverjar háðsglósur, ég er alveg viss um það. Þetta atvik mun líklega fara með mér í gröfina. Ég vona að ég hafi ekki hrætt marga áhorfendur af vellinum," sagði Svíinn og hló. „Kannski fæ ég einhverja auglýsingasamninga út á þetta. Hver veit nema Playgirl hringi." Golf Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Svíinn Henrik Stenson stal senunni á WGC-CA mótinu í dag þegar hann klæddi sig úr öllu nema nærbuxunum á þriðju holu vallarins. Upphafshögg Stensons lenti í drullu við vatn. Svíin taldi sig eiga möguleika á að slá boltann þannig að hann reif sig úr fötunum og lét vaða. „Þar sem það var svo mikil drulla gat ég ekki farið þarna í fötunum. Þau hefðu orðið drulluskítug þannig að það var um ekkert annað að velja en rífa sig úr," sagði Stenson léttur en hann spilaði vel og kom í hús á 69 höggum. „Ég var aðeins í tvennu þegar ég sló - nærbuxunum og golfhanskanum. Það er það eina sem sést á myndum ásamt kylfunni. Ég var bara eins og Guð skapaði mig," sagði Stenson sem býst við að verða strítt þegar hann spilar aftur á morgun. „Það verða klárlega einhverjar háðsglósur, ég er alveg viss um það. Þetta atvik mun líklega fara með mér í gröfina. Ég vona að ég hafi ekki hrætt marga áhorfendur af vellinum," sagði Svíinn og hló. „Kannski fæ ég einhverja auglýsingasamninga út á þetta. Hver veit nema Playgirl hringi."
Golf Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira