Verðlaun Tómasar veitt 15. október 2009 06:00 Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Borgarstjórinn í Reykjavík, Hanna Birna Kristjánsdóttir, veitti á þriðjudag Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2009. Í ljóðasamkeppni bárust að þessu sinni 42 handrit. Í dómnefnd sátu Kolbrún Bergþórsdóttir formaður, Ingibjörg Haraldsdóttir og Jón Óttar Ragnarsson. Besta ljóðahandritið að mati dómnefndar var Hundgá úr annarri sveit og reyndist það vera eftir Eyþór Árnason. Eyþór er fæddur 2. ágúst 1954. Hann ólst upp í Skagafirði, á Uppsölum í Blönduhlíð, og stundaði almenn sveitastörf fram eftir aldri og tilfallandi vinnu, svo sem við brúarsmíði og grenjavinnslu. Vorið 1983 útskrifaðist hann úr Leiklistarskóla Íslands. Eftir það tóku við ýmis verkefni, svo sem leikstjórn hjá áhugaleikfélögum og vinna við auglýsingagerð. Árið 1987 hóf hann störf hjá Stöð 2 sem sviðsstjóri og vann þar til 2006 er hann flutti sig yfir til Saga Film. Sem stendur er hann sjálfstætt starfandi. Í umsögn dómnefndar segir: „Í bókinni streymir ljóðmálið fram, sterkt og hugmyndaríkt. Kímnin er aldrei langt undan og alls kyns furður gera vart við sig, eins og þegar rjúpurnar hans Guðmundar í Miðdal sem gerðar eru úr gleri lifna við og láta sig hverfa. Í öðru ljóði leggja skip að bryggju bak við mánann þar sem skuggalegir menn bíða með skjalatöskur. Og í enn öðru ljóði kemur Clint Eastwood ríðandi yfir Faxaflóann. Það er gnægð af skemmtilegri hugsun og hugmyndum í þessari ljóðabók.“ Eyþór Árnason hefur ekki áður sent frá sér bók. Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Borgarstjórinn í Reykjavík, Hanna Birna Kristjánsdóttir, veitti á þriðjudag Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2009. Í ljóðasamkeppni bárust að þessu sinni 42 handrit. Í dómnefnd sátu Kolbrún Bergþórsdóttir formaður, Ingibjörg Haraldsdóttir og Jón Óttar Ragnarsson. Besta ljóðahandritið að mati dómnefndar var Hundgá úr annarri sveit og reyndist það vera eftir Eyþór Árnason. Eyþór er fæddur 2. ágúst 1954. Hann ólst upp í Skagafirði, á Uppsölum í Blönduhlíð, og stundaði almenn sveitastörf fram eftir aldri og tilfallandi vinnu, svo sem við brúarsmíði og grenjavinnslu. Vorið 1983 útskrifaðist hann úr Leiklistarskóla Íslands. Eftir það tóku við ýmis verkefni, svo sem leikstjórn hjá áhugaleikfélögum og vinna við auglýsingagerð. Árið 1987 hóf hann störf hjá Stöð 2 sem sviðsstjóri og vann þar til 2006 er hann flutti sig yfir til Saga Film. Sem stendur er hann sjálfstætt starfandi. Í umsögn dómnefndar segir: „Í bókinni streymir ljóðmálið fram, sterkt og hugmyndaríkt. Kímnin er aldrei langt undan og alls kyns furður gera vart við sig, eins og þegar rjúpurnar hans Guðmundar í Miðdal sem gerðar eru úr gleri lifna við og láta sig hverfa. Í öðru ljóði leggja skip að bryggju bak við mánann þar sem skuggalegir menn bíða með skjalatöskur. Og í enn öðru ljóði kemur Clint Eastwood ríðandi yfir Faxaflóann. Það er gnægð af skemmtilegri hugsun og hugmyndum í þessari ljóðabók.“ Eyþór Árnason hefur ekki áður sent frá sér bók.
Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira