Dagný Brynjarsdóttir og Kristín ýr Bjarnadóttir skoruðu báðar tvö mörk í 4-0 sigri Vals á Völsungi á Húsavík í átta liða úrslitum VISA-bikars kvenna í kvöld.
Valur varð því fyrsta liðið til þess að komast í undanúrslit en innan skamms bætast þrjú önnur lið en hinir leikir átta liða úrslitanna hófust allir klukkan 19.15.
Dagný Brynjarsdóttir skoraði fyrsta mark leiksins á 38. mínútu og bætti síðan við öðru marki á 65. mínútu. Varamaðurinn Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði þriðja markið síðan fimm mínútum síðar og innsiglaði síðan sigurinn tveimur mínútum fyrir leikslok.