Í laganna nafni! 7. ágúst 2009 06:00 Það má vera að flestir hafi þá skoðun að lögbannskrafa Kaupþings á Ríkisútvarpið um síðustu helgi hafi verið eins og að reyna að bjarga sökkvandi skipi með því að ausa úr því með húfunni sinni, á meðan hvítfyssandi athygli almennings hvolfdist yfir Kaupþingsskjölin á Wikileaks. Það má líka vera að bankaleyndarákvæði laga um fjármálafyrirtæki gangi alltof langt og gefi fjölmiðlum ekkert svigrúm til umfjöllunar um mál sem undir það falla. Það er heldur ekki útilokað að dómstólar gætu komist að þeirri niðurstöðu að ákvæðið þrengdi um of að tjáningarfrelsinu og því mikilvæga hlutverki sem fjölmiðlar eiga að gegna í lýðræðissamfélagi. Alþingi getur líka komist að þeirri niðurstöðu að það vilji rýmka aðgang að upplýsingum og breytt bankaleyndarákvæðinu, en þó er mikill vafi um afturvirkni slíkrar breytingar. Það er aftur á móti ekki hægt að líta á lög og lagaákvæði eins og matseðil, með réttum sem hægt er að velja og hafna, hafa vel eða lítið steikta, með sósu eða án. Lög eru sett til að farið sé eftir þeim og það á að vanda til lagasetningar. Viðbrögð nokkurra forsvarsmanna ríkisstjórnarinnar í kjölfar lögbannskröfu Kaupþings eru þess vegna vafasöm, enda eru þeir hluti löggjafarvaldsins sem kjörnir fulltrúar og eiga að gera sér grein fyrir mikilvægi þess að lög séu ekki brotin. Það er ekki á þeirra valdi að dæma um hvort yfirhöfuð eigi að fara eftir ákveðnu lagaákvæði. Skýringar í þágu almenningsálitsins, algjörlega án nokkurs stuðnings í lagatextanum sjálfum eða lögskýringargögnum, eru heldur ekki tækar. Ráðherrunum er aftur á móti fullkomlega heimilt að lýsa því yfir að þeir vilji breyta lögum vegna þess að þeir séu ósammála þeirri stefnu sem í þeim hefur verið mörkuð. Þessir forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar hafa líka haft svigrúm til að breyta þessu umdeilda ákvæði eftir að FME ákvað í vor að rannsaka meint brot nokkurra fjölmiðlamanna á bankaleynd. Þá strax var ljóst að bankaleyndarákvæðið legði stein í götu umfjöllunar um ýmislegt í aðdraganda hrunsins og hefði verið lag að bregðast við með lagabreytingu. Á sama tíma vottaði fyrir misskilningi í ríkisstjórn á því hvernig taka mætti á slíku máli, því Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra sagði í frétt í Morgunblaðinu að hann vonaðist til að blaðamennirnir yrðu „ekki hengdir" en ef til þess kæmi myndi hann „hreinlega skera þá niður úr snörunni". Það er ekki hans hlutverk, enda lýtur FME ekki boðvaldi ráðherra. Í siðuðu samfélagi er grundvallaratriði að borgararnir geti treyst því að farið sé að lögum og reglum og að þau lög sem sett hafa verið gildi í öllum tilvikum, nema dómstólar segi annað eða þeim sé breytt. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru fyrirmyndir og í nokkurs konar hlutverki uppalenda og ef þeir bera ekki virðingu fyrir reglum sem settar hafa verið á þeirra eigin heimili, hinu háa Alþingi, hvaða skilaboð senda þeir þá almenningi? Kannski þetta verði til þess að hnykkja á mikilvægi þess að alþingismenn vandi sig þegar þeir taka þátt í að setja lög, svo þeir lendi ekki í mótsögn við sjálfa sig þegar að því kemur að framfylgja þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun
Það má vera að flestir hafi þá skoðun að lögbannskrafa Kaupþings á Ríkisútvarpið um síðustu helgi hafi verið eins og að reyna að bjarga sökkvandi skipi með því að ausa úr því með húfunni sinni, á meðan hvítfyssandi athygli almennings hvolfdist yfir Kaupþingsskjölin á Wikileaks. Það má líka vera að bankaleyndarákvæði laga um fjármálafyrirtæki gangi alltof langt og gefi fjölmiðlum ekkert svigrúm til umfjöllunar um mál sem undir það falla. Það er heldur ekki útilokað að dómstólar gætu komist að þeirri niðurstöðu að ákvæðið þrengdi um of að tjáningarfrelsinu og því mikilvæga hlutverki sem fjölmiðlar eiga að gegna í lýðræðissamfélagi. Alþingi getur líka komist að þeirri niðurstöðu að það vilji rýmka aðgang að upplýsingum og breytt bankaleyndarákvæðinu, en þó er mikill vafi um afturvirkni slíkrar breytingar. Það er aftur á móti ekki hægt að líta á lög og lagaákvæði eins og matseðil, með réttum sem hægt er að velja og hafna, hafa vel eða lítið steikta, með sósu eða án. Lög eru sett til að farið sé eftir þeim og það á að vanda til lagasetningar. Viðbrögð nokkurra forsvarsmanna ríkisstjórnarinnar í kjölfar lögbannskröfu Kaupþings eru þess vegna vafasöm, enda eru þeir hluti löggjafarvaldsins sem kjörnir fulltrúar og eiga að gera sér grein fyrir mikilvægi þess að lög séu ekki brotin. Það er ekki á þeirra valdi að dæma um hvort yfirhöfuð eigi að fara eftir ákveðnu lagaákvæði. Skýringar í þágu almenningsálitsins, algjörlega án nokkurs stuðnings í lagatextanum sjálfum eða lögskýringargögnum, eru heldur ekki tækar. Ráðherrunum er aftur á móti fullkomlega heimilt að lýsa því yfir að þeir vilji breyta lögum vegna þess að þeir séu ósammála þeirri stefnu sem í þeim hefur verið mörkuð. Þessir forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar hafa líka haft svigrúm til að breyta þessu umdeilda ákvæði eftir að FME ákvað í vor að rannsaka meint brot nokkurra fjölmiðlamanna á bankaleynd. Þá strax var ljóst að bankaleyndarákvæðið legði stein í götu umfjöllunar um ýmislegt í aðdraganda hrunsins og hefði verið lag að bregðast við með lagabreytingu. Á sama tíma vottaði fyrir misskilningi í ríkisstjórn á því hvernig taka mætti á slíku máli, því Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra sagði í frétt í Morgunblaðinu að hann vonaðist til að blaðamennirnir yrðu „ekki hengdir" en ef til þess kæmi myndi hann „hreinlega skera þá niður úr snörunni". Það er ekki hans hlutverk, enda lýtur FME ekki boðvaldi ráðherra. Í siðuðu samfélagi er grundvallaratriði að borgararnir geti treyst því að farið sé að lögum og reglum og að þau lög sem sett hafa verið gildi í öllum tilvikum, nema dómstólar segi annað eða þeim sé breytt. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru fyrirmyndir og í nokkurs konar hlutverki uppalenda og ef þeir bera ekki virðingu fyrir reglum sem settar hafa verið á þeirra eigin heimili, hinu háa Alþingi, hvaða skilaboð senda þeir þá almenningi? Kannski þetta verði til þess að hnykkja á mikilvægi þess að alþingismenn vandi sig þegar þeir taka þátt í að setja lög, svo þeir lendi ekki í mótsögn við sjálfa sig þegar að því kemur að framfylgja þeim.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun